403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá 2004 Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2016 15:15 Frá árásunum í París í nóvember. Vísir/AFP Alls hafa 403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá árinu 2004. Þá eru ekki taldir með þeir sem hafa látið lífið í árásunum í Brussel í morgun. Minnst 34 eru látnir þar en sú tala á líklega eftir að hækka. Þessar árásir eru þær nýjustu röð hryðjuverkaárása frá árinu 2004 þegar sprengjur voru sprengdar í lestum í Madrid. AFP fréttaveitan fór yfir árásirnar, sem hundruð manna hafa særst í. Þann 11. mars 2004 voru tólf sprengjur sprengdar um borð í fjórum lestum í Madrid. 191 lét lífið í árásinni og um tvö þúsund manns særðust. Hópur vígamanna sem framkvæmdu árásirnar sögðust hafa verið á vegum al-Qaeda. Tilefni árásarinnar var að refsa Spánverjum fyrir að taka þátt í innrásinni í Írak árið 2003. Sjö menn sem grunaðir voru um að hafa framkvæmt árásina sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan gerði atlögu að íbúð þeirra nærri Madrid. Einn lögregluþjónn lét lífið.Fjórir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í London þann 7. júlí 2005. Þrír þeirra um borð í neðanjarðarlestum og einn í strætó. 52 létu lífið og um 700 særðust.Al-Qaeda lýsti yfir ábyrgð á árásinni, sem er sú versta á breskri grundu frá því að flugvél var sprengd í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.Á dögunum 11. til 19. mars 2012 myrti hinn 23 ára gamli Mohamed Merah þrjá franska hermenn í borgunum Toulouse og Montauban í suðurhluta-Frakklands. Þá myrti hann þrjú börn af gyðingaættum og kennara í Toulouse. Sjálfur sagðist Merah aðhyllast al-Qaeda samtökunum, en hann var felldur af lögreglu eftir 32 tíma umsátur um íbúð hans.Þann 24. maí 2014 skaut Mehdi Nemmouche á hóp fólks á safni gyðinga í Brussel. Hann myrti fjóra og þar með tvo ferðamenn frá Ísrael. Hann var fæddur í Frakklandi, en upprunalega frá Alsír. Hann var svo handtekinn í Frakklandi og framseldur til Belgíu.Tveir þungvopnaðir menn ruddust inn á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra. Þar myrtu þeir tólf einstaklinga. Þar með taldir eru tveir lögregluþjónar sem þeir skutu á flótta frá Charlie Hebdo. Næsta dag lét lögreglukona lífið fyrir utan París og fjórir aðrir þegar vopnaður maður tók yfir matvöruverslun gyðinga í París. Allir árásarmennirnir létu lífið í skotbardögum við lögreglu. Mennirnir sem réðust á Charlie Hebdo sögðust vera á vegum ISIS en maðurinn sem réðst á matvöruverslunina sagðist vera á vegum al-Qaeda.Þann 14. febrúar 2015 réðst hinn 22 ára gamli Omar El-Hussein á hóp fólks á málþingi um íslam og málfrelsi í Kaupmannahöfn. Hann skaut kvikmyndagerðarmann til bana og særði þrjá lögregluþjóna. Skömmu seinna myrti hann öryggisvörð við bænahús gyðinga og særði tvo aðra lögregluþjóna. Hann var skotinn til bana af lögreglu nokkrum klukkustundum seinna.Þann 13. nóvember réðst hópur vígamanna iSIS á París. Vígamenn sprengdi sig í loft upp við Stade de France þar sem Frakkar og Þýskaland kepptu í fótbolta. Vígamenn skutu á kaffihús og réðust á tónleikastaðinn Bataclan. 130 manns létu lífið og rúmlega 350 særðust í árásunum. Þetta er alvarlegasta hryðjuverkaárásin í sögu Frakklands. Árásarmennirnir voru felldir af lögreglu, nema Salah Abdeslam sem flúði til Belgíu.Í dag voru sprengdar sprengjur á flugvelli í Brussel og á lestarstöð. Einungis nokkrum dögum eftir að einn af Abdeslam var handtekinn. Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Alls hafa 403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá árinu 2004. Þá eru ekki taldir með þeir sem hafa látið lífið í árásunum í Brussel í morgun. Minnst 34 eru látnir þar en sú tala á líklega eftir að hækka. Þessar árásir eru þær nýjustu röð hryðjuverkaárása frá árinu 2004 þegar sprengjur voru sprengdar í lestum í Madrid. AFP fréttaveitan fór yfir árásirnar, sem hundruð manna hafa særst í. Þann 11. mars 2004 voru tólf sprengjur sprengdar um borð í fjórum lestum í Madrid. 191 lét lífið í árásinni og um tvö þúsund manns særðust. Hópur vígamanna sem framkvæmdu árásirnar sögðust hafa verið á vegum al-Qaeda. Tilefni árásarinnar var að refsa Spánverjum fyrir að taka þátt í innrásinni í Írak árið 2003. Sjö menn sem grunaðir voru um að hafa framkvæmt árásina sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan gerði atlögu að íbúð þeirra nærri Madrid. Einn lögregluþjónn lét lífið.Fjórir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í London þann 7. júlí 2005. Þrír þeirra um borð í neðanjarðarlestum og einn í strætó. 52 létu lífið og um 700 særðust.Al-Qaeda lýsti yfir ábyrgð á árásinni, sem er sú versta á breskri grundu frá því að flugvél var sprengd í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.Á dögunum 11. til 19. mars 2012 myrti hinn 23 ára gamli Mohamed Merah þrjá franska hermenn í borgunum Toulouse og Montauban í suðurhluta-Frakklands. Þá myrti hann þrjú börn af gyðingaættum og kennara í Toulouse. Sjálfur sagðist Merah aðhyllast al-Qaeda samtökunum, en hann var felldur af lögreglu eftir 32 tíma umsátur um íbúð hans.Þann 24. maí 2014 skaut Mehdi Nemmouche á hóp fólks á safni gyðinga í Brussel. Hann myrti fjóra og þar með tvo ferðamenn frá Ísrael. Hann var fæddur í Frakklandi, en upprunalega frá Alsír. Hann var svo handtekinn í Frakklandi og framseldur til Belgíu.Tveir þungvopnaðir menn ruddust inn á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra. Þar myrtu þeir tólf einstaklinga. Þar með taldir eru tveir lögregluþjónar sem þeir skutu á flótta frá Charlie Hebdo. Næsta dag lét lögreglukona lífið fyrir utan París og fjórir aðrir þegar vopnaður maður tók yfir matvöruverslun gyðinga í París. Allir árásarmennirnir létu lífið í skotbardögum við lögreglu. Mennirnir sem réðust á Charlie Hebdo sögðust vera á vegum ISIS en maðurinn sem réðst á matvöruverslunina sagðist vera á vegum al-Qaeda.Þann 14. febrúar 2015 réðst hinn 22 ára gamli Omar El-Hussein á hóp fólks á málþingi um íslam og málfrelsi í Kaupmannahöfn. Hann skaut kvikmyndagerðarmann til bana og særði þrjá lögregluþjóna. Skömmu seinna myrti hann öryggisvörð við bænahús gyðinga og særði tvo aðra lögregluþjóna. Hann var skotinn til bana af lögreglu nokkrum klukkustundum seinna.Þann 13. nóvember réðst hópur vígamanna iSIS á París. Vígamenn sprengdi sig í loft upp við Stade de France þar sem Frakkar og Þýskaland kepptu í fótbolta. Vígamenn skutu á kaffihús og réðust á tónleikastaðinn Bataclan. 130 manns létu lífið og rúmlega 350 særðust í árásunum. Þetta er alvarlegasta hryðjuverkaárásin í sögu Frakklands. Árásarmennirnir voru felldir af lögreglu, nema Salah Abdeslam sem flúði til Belgíu.Í dag voru sprengdar sprengjur á flugvelli í Brussel og á lestarstöð. Einungis nokkrum dögum eftir að einn af Abdeslam var handtekinn.
Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira