Lincoln Navigator með gullwing hurðum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2016 10:30 Með gullwing vængjahurðir og niðurfellanlegar tröppur til að auðvelda innstig. Einn af þeim bílum sem frumsýndir verða á komandi bílasýningu í New York er þessi Lincoln Navigator jeppi sem fer í framleiðslu á næsta ári. Þó er líklega ekki um endanlega útgáfu bílsins að ráða því þessi tilraunbíll er með vængjahurðum, en það verður framleiðslubíllinn ekki. Lincoln segist hafa sett þessar vængjahurðir á bílinn fyrir sýninguna í New York til að sýna sem best hversu mikið rými er í bílnum. Lincoln er lúxusbílamerki Ford og því er mikið lagt í þennan jeppa. Framsætin eru meðal annars stillanleg á 30 vegu og allt löðrandi í leðri og viði í innréttingunni. Afar athygliverðar tröppur til að auðvelda innstig falla niður úr bílnum. Hljóðkerfi bílsins er af betri gerðinni og frá Revel og 360 gráðu myndavélasýn umhverfis bílinn er til taks fyrir bílstjórann. Lincoln hefur sett 400 hestafla V6 EcoBoost vél með 3,5 lítra sprengirými undir húddið og bíllinn hefur fengið nýjan undirvagn. Nokkrir Lincoln Navigator bílar af eldri gerðum eru á íslensku vegunum í dag. Laglegur bíll að ytra útliti.Hlaðinn lúxus að innan. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent
Einn af þeim bílum sem frumsýndir verða á komandi bílasýningu í New York er þessi Lincoln Navigator jeppi sem fer í framleiðslu á næsta ári. Þó er líklega ekki um endanlega útgáfu bílsins að ráða því þessi tilraunbíll er með vængjahurðum, en það verður framleiðslubíllinn ekki. Lincoln segist hafa sett þessar vængjahurðir á bílinn fyrir sýninguna í New York til að sýna sem best hversu mikið rými er í bílnum. Lincoln er lúxusbílamerki Ford og því er mikið lagt í þennan jeppa. Framsætin eru meðal annars stillanleg á 30 vegu og allt löðrandi í leðri og viði í innréttingunni. Afar athygliverðar tröppur til að auðvelda innstig falla niður úr bílnum. Hljóðkerfi bílsins er af betri gerðinni og frá Revel og 360 gráðu myndavélasýn umhverfis bílinn er til taks fyrir bílstjórann. Lincoln hefur sett 400 hestafla V6 EcoBoost vél með 3,5 lítra sprengirými undir húddið og bíllinn hefur fengið nýjan undirvagn. Nokkrir Lincoln Navigator bílar af eldri gerðum eru á íslensku vegunum í dag. Laglegur bíll að ytra útliti.Hlaðinn lúxus að innan.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent