Lebron James dreymir um ofurlið í NBA með öllum vinum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 15:30 LeBron James, Dwyane Wade og Carmelo Anthony unnu gull saman á ÓL í Peking 2008 og hér fagna þeir því með Kobe Bryant. Vísir/Getty NBA-stórstjarnan LeBron James hefur það þegar á ferilsskrá sinni að setja saman súperlið í Miami Heat þegar hann, Dwayne Wade og Chris Bosh fundu leið til að spila saman í á suðurströnd Flórída en hann dreymir nú um annað ofurlið. LeBron James snéri aftur heim til Cleveland Cavaliers sumarið 2014, Cleveland-liðið fór í lokaúrslitin í fyrra og er núna með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það breytir ekki því að kappinn dreymir núna um að setja saman ofurlið. ESPN segir frá. Nú vill hann fá tækifæri til að spila með öllum bestu vinum sínum í NBA-deildinni eða þeim Carmelo Anthony, Chris Paul og Dwyane Wade. Þeir Wade og James hafa orðið NBA-meistarar en Anthony og Paul hafa aldrei verið nálægt því að vinna titilinn eftirsótta. „Ég vona það virkilega að við getum allir spilað saman áður en ferillinn okkar er á enda. Í það minnsta eitt tímabil en kannski tvö tímabil. Ég vona að ég, Melo, D-Wade og CP fáum tækifæri til að ná einu eða tveimur tímabilum saman," sagði LeBron James í viðtali um samband hans og Carmelo Anthony í Bleacher Report. „Ég myndi ekki hika við að taka á mig launalækkun til þess að gæti orðið að veruleika," bætti James við. Hann hefur einnig sagt frá því að vinirnir hafi rætt þennan möguleika. James, Anthony og Wade voru allir í nýliðavalinu 2003. James var valinn fyrstur, Anthony númer þrjú og Wade númer fimm. Paul var valinn fjórði í 2005-nýliðavalinu. Þeir hafa allir fjórir spilað saman því þeir unnu gullið saman með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þeir hafa líka spilað saman í Stjörnuleiknum. LeBron James og Dwayne Wade unnu tvo NBA-titla saman með Miami Heat en Wade hafði einnig unnið einn NBA-titil með Miami Heat áður en LeBron kom. Wade hefur spilað allan sinn feril með Miami Heat en allir hinir hafa skipt um lið á ferlinum."It would definitely be cool if it happened."LeBron on teaming up with D-Wade, Melo & CP3: https://t.co/91jwbkrUdY pic.twitter.com/tFmy52fBhM— ESPN (@espn) March 24, 2016 NBA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
NBA-stórstjarnan LeBron James hefur það þegar á ferilsskrá sinni að setja saman súperlið í Miami Heat þegar hann, Dwayne Wade og Chris Bosh fundu leið til að spila saman í á suðurströnd Flórída en hann dreymir nú um annað ofurlið. LeBron James snéri aftur heim til Cleveland Cavaliers sumarið 2014, Cleveland-liðið fór í lokaúrslitin í fyrra og er núna með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það breytir ekki því að kappinn dreymir núna um að setja saman ofurlið. ESPN segir frá. Nú vill hann fá tækifæri til að spila með öllum bestu vinum sínum í NBA-deildinni eða þeim Carmelo Anthony, Chris Paul og Dwyane Wade. Þeir Wade og James hafa orðið NBA-meistarar en Anthony og Paul hafa aldrei verið nálægt því að vinna titilinn eftirsótta. „Ég vona það virkilega að við getum allir spilað saman áður en ferillinn okkar er á enda. Í það minnsta eitt tímabil en kannski tvö tímabil. Ég vona að ég, Melo, D-Wade og CP fáum tækifæri til að ná einu eða tveimur tímabilum saman," sagði LeBron James í viðtali um samband hans og Carmelo Anthony í Bleacher Report. „Ég myndi ekki hika við að taka á mig launalækkun til þess að gæti orðið að veruleika," bætti James við. Hann hefur einnig sagt frá því að vinirnir hafi rætt þennan möguleika. James, Anthony og Wade voru allir í nýliðavalinu 2003. James var valinn fyrstur, Anthony númer þrjú og Wade númer fimm. Paul var valinn fjórði í 2005-nýliðavalinu. Þeir hafa allir fjórir spilað saman því þeir unnu gullið saman með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þeir hafa líka spilað saman í Stjörnuleiknum. LeBron James og Dwayne Wade unnu tvo NBA-titla saman með Miami Heat en Wade hafði einnig unnið einn NBA-titil með Miami Heat áður en LeBron kom. Wade hefur spilað allan sinn feril með Miami Heat en allir hinir hafa skipt um lið á ferlinum."It would definitely be cool if it happened."LeBron on teaming up with D-Wade, Melo & CP3: https://t.co/91jwbkrUdY pic.twitter.com/tFmy52fBhM— ESPN (@espn) March 24, 2016
NBA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira