Öryggisvörður í belgísku kjarnorkuveri fannst látinn í morgun og hafði aðgangskorti hans að verinu verið stolið. Kortið var gert óvirkt hið um leið og málið kom upp. Lögregla hefur ekki viljað gefa upplýsingar um málið þar sem rannsókn stendur yfir. Þetta kemur fram á vef Reuters.
Tihange kjarnorkuverið er staðsett í um klukkutíma akstursfjarlægð austur af höfuðborginni Brussel. Kjarnorkuverið er annað tveggja stærstu kjarnorkuvera landsins en hitt er staðsett nyrst í landinu.
Óttast var að óprúttnir aðilar hefðu stefnt að því að komast yfir kortið til að vinna skaða á orkuverinu. Gífurlegur viðbúnaður hefur verið í landinu í kjölfar þess að þrír menn sprengdu sig í loft upp á Zaventem-flugvellinum og neðanjarðarlestarstöð í Maelbeek í höfuðborginni Brussel. 31 lést í árásinni auk árásarmannanna þriggja.
Tveggja manna hefur verið leitað í eftir sprengjuna. Annar þeirra sást ásamt tveimur árásarmönnum á flugvellinum en var ekki meðal hinna látnu. Kennsl voru borin á hann á fimmtudag en yfirvöld hafa nú gefið út nafnið á manninum. Sá heitir Faycal Cheffou. Það var leigubílsstjóri, sem ók mönnunum á flugvöllinn, sem bar kennsl á manninn.
Viðbúnaður eftir að öryggisvörður í kjarnorkuveri fannst myrtur

Tengdar fréttir

Fleiri árásir voru í bígerð
Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel.

Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu
Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu.

Búið að bera kennsl á þriðja manninn
Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út.

Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur
Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið.