Löw hrifinn af Vardy: Hann er frábær leikmaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2016 14:45 Vardy fær ekki tækifæri í byrjunarliði Englands í kvöld. vísir/getty Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur mikið álit á Jamie Vardy, framherja Leicester City. „Ég er búinn að fylgjast með honum og hann er frábær leikmaður,“ sagði Löw um Vardy en Þýskaland og England mætast í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. „Við höfum rætt um hann, og reyndar fleiri, undanfarna daga. Hann er beinskeyttur leikmaður sem er alltaf að leita að glufum í vörn andstæðinganna og reyna að stinga sér aftur fyrir þær.“ Þrátt fyrir að hafa átt frábært tímabil fyrir topplið ensku úrvalsdeildarinnar þarf Vardy að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í kvöld. Harry Kane, sem tók nýlega fram úr Vardy í baráttunni um gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni, byrjar í framlínu Englands í kvöld. Hann er einn fjögurra Tottenham-manna í byrjunarliðinu ásamt Dele Alli, Danny Rose og Eric Dier. Löw var einnig spurður um Robert Huth, þýska miðvörðinn sem hefur spilað svo vel fyrir Leicester á tímabilinu. Huth, sem er 31 árs, hefur ekki leikið landsleik síðan 2009 en Löw segir að hann sé enn inni í myndinni hjá sér. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans í vetur. Hann hefur alltaf verið frábær leikmaður og spilaði vel fyrir landsliðið. Ég veit að ég get hóað í hann ef það verða forföll hjá varnarmönnunum okkar,“ sagði Löw um Huth sem hefur skorað þrjú mörk í 30 deildarleikjum með Leicester á tímabilinu.Huth fagnar öðru tveggja marka sinna í 1-3 sigri Leicester á Man City.vísir/getty EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur mikið álit á Jamie Vardy, framherja Leicester City. „Ég er búinn að fylgjast með honum og hann er frábær leikmaður,“ sagði Löw um Vardy en Þýskaland og England mætast í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. „Við höfum rætt um hann, og reyndar fleiri, undanfarna daga. Hann er beinskeyttur leikmaður sem er alltaf að leita að glufum í vörn andstæðinganna og reyna að stinga sér aftur fyrir þær.“ Þrátt fyrir að hafa átt frábært tímabil fyrir topplið ensku úrvalsdeildarinnar þarf Vardy að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í kvöld. Harry Kane, sem tók nýlega fram úr Vardy í baráttunni um gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni, byrjar í framlínu Englands í kvöld. Hann er einn fjögurra Tottenham-manna í byrjunarliðinu ásamt Dele Alli, Danny Rose og Eric Dier. Löw var einnig spurður um Robert Huth, þýska miðvörðinn sem hefur spilað svo vel fyrir Leicester á tímabilinu. Huth, sem er 31 árs, hefur ekki leikið landsleik síðan 2009 en Löw segir að hann sé enn inni í myndinni hjá sér. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans í vetur. Hann hefur alltaf verið frábær leikmaður og spilaði vel fyrir landsliðið. Ég veit að ég get hóað í hann ef það verða forföll hjá varnarmönnunum okkar,“ sagði Löw um Huth sem hefur skorað þrjú mörk í 30 deildarleikjum með Leicester á tímabilinu.Huth fagnar öðru tveggja marka sinna í 1-3 sigri Leicester á Man City.vísir/getty
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira