Löw hrifinn af Vardy: Hann er frábær leikmaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2016 14:45 Vardy fær ekki tækifæri í byrjunarliði Englands í kvöld. vísir/getty Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur mikið álit á Jamie Vardy, framherja Leicester City. „Ég er búinn að fylgjast með honum og hann er frábær leikmaður,“ sagði Löw um Vardy en Þýskaland og England mætast í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. „Við höfum rætt um hann, og reyndar fleiri, undanfarna daga. Hann er beinskeyttur leikmaður sem er alltaf að leita að glufum í vörn andstæðinganna og reyna að stinga sér aftur fyrir þær.“ Þrátt fyrir að hafa átt frábært tímabil fyrir topplið ensku úrvalsdeildarinnar þarf Vardy að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í kvöld. Harry Kane, sem tók nýlega fram úr Vardy í baráttunni um gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni, byrjar í framlínu Englands í kvöld. Hann er einn fjögurra Tottenham-manna í byrjunarliðinu ásamt Dele Alli, Danny Rose og Eric Dier. Löw var einnig spurður um Robert Huth, þýska miðvörðinn sem hefur spilað svo vel fyrir Leicester á tímabilinu. Huth, sem er 31 árs, hefur ekki leikið landsleik síðan 2009 en Löw segir að hann sé enn inni í myndinni hjá sér. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans í vetur. Hann hefur alltaf verið frábær leikmaður og spilaði vel fyrir landsliðið. Ég veit að ég get hóað í hann ef það verða forföll hjá varnarmönnunum okkar,“ sagði Löw um Huth sem hefur skorað þrjú mörk í 30 deildarleikjum með Leicester á tímabilinu.Huth fagnar öðru tveggja marka sinna í 1-3 sigri Leicester á Man City.vísir/getty EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur mikið álit á Jamie Vardy, framherja Leicester City. „Ég er búinn að fylgjast með honum og hann er frábær leikmaður,“ sagði Löw um Vardy en Þýskaland og England mætast í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. „Við höfum rætt um hann, og reyndar fleiri, undanfarna daga. Hann er beinskeyttur leikmaður sem er alltaf að leita að glufum í vörn andstæðinganna og reyna að stinga sér aftur fyrir þær.“ Þrátt fyrir að hafa átt frábært tímabil fyrir topplið ensku úrvalsdeildarinnar þarf Vardy að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í kvöld. Harry Kane, sem tók nýlega fram úr Vardy í baráttunni um gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni, byrjar í framlínu Englands í kvöld. Hann er einn fjögurra Tottenham-manna í byrjunarliðinu ásamt Dele Alli, Danny Rose og Eric Dier. Löw var einnig spurður um Robert Huth, þýska miðvörðinn sem hefur spilað svo vel fyrir Leicester á tímabilinu. Huth, sem er 31 árs, hefur ekki leikið landsleik síðan 2009 en Löw segir að hann sé enn inni í myndinni hjá sér. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans í vetur. Hann hefur alltaf verið frábær leikmaður og spilaði vel fyrir landsliðið. Ég veit að ég get hóað í hann ef það verða forföll hjá varnarmönnunum okkar,“ sagði Löw um Huth sem hefur skorað þrjú mörk í 30 deildarleikjum með Leicester á tímabilinu.Huth fagnar öðru tveggja marka sinna í 1-3 sigri Leicester á Man City.vísir/getty
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira