Liam skynjar hvað er í símunum og hvar. Sjaldgæfir málmar eru flokkaðir svo hægt sé að endurnýta þá, eins og sjá má í myndböndunum hér að neðan.
Eins og bent er á á vef Verge, á Liam það einnig til að horfa beint á myndavélar þegar það er verið að taka hann upp og veifa. Þannig að Liam veit kannski meira en bara það hvaða málmar eru í iPhone símum.