Westbrook náði sinni elleftu þrennu í vetur er hann var með 25 stig, 20 stoðsendingar og ellefu fráköst.
Þetta var í fyrsta sinn sem leikmaður nær þrennu með minnst 20 stigum og 20 stoðsendingum í NBA-deildinni síðan 1998.
Kevin Durant skilaði 30 stigum og tólf fráköstum en Jeff Green var stigahæstur hjá Orlando með 23 stig.
Golden State hefur nú unnið 46 sigra á heimavelli í röð sem er met. Klay Thompson var stigahæstur í liðinu með 23 stig.
Cleveland vann Sacramento, 120-111. Kyrie Irving var með 30 stig fyrir Cleveland og LeBron James var með 25 stig og ellefu fráköst.
Sacramento náði að minnka muninn í eitt stig á lokamínútunum en Kevin Love, sem var með sautján stig og tíu fráköst, setti niður mikilvægan þrist og fiskaði víti þar að auki sem hann nýtti.
Úrslit næturinnar:
Charlotte - New Orleans 122-113
Philadelphis - Houston 104-118
Boston - Memphis 116-96
Milwaukee - Miami 114-108
Dallas - Detroit 96-102
Phoenix - New York 97-128
Oklahoma - LA Clippers 120-108
Sacramento - Cleveland 111-120
Golden State - Utah 115-94