Klopp: Liverpool-Manchester United er móðir allra leikja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2016 10:15 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallar eftir sérstökum stuðningi á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það verða allir að vera í sínu besta formi og áhorfendurnir eru með í þessu. Ég trúi á áhrif frá áhorfendum," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skysports segir frá. „Við spilum þennan leik fyrir okkur sjálfa en líka fyrir þau. Við fáum núna tækifæri til að búa til flottara andrúmsloft hjá okkur í fyrri leiknum en það sem verður í seinni leiknum hjá þeim. Stemmningin á vellinum er stór hluti af fótboltanum og vonandi komum við henni í nýjar hæðir á morgun (í dag)," sagði Klopp. Klopp þekkir vel til klassískra derby-leikja enda vel kunnugur slag Borussia Dortmund og Schalke á tíma sínum í þýsku Bundesligunni. Hann tapaði fyrsta derby-leiknum á móti Manchester United í ensku deildinni í janúar. „Leikur eins og þessi er móðir allra fótboltaleikja og þú vilt fá að taka þátt í slíkum leikjum. Við elskum öll fótbolta og svona leikir fara fram út um allan heima en innihalda kannski ekki svona stór nöfn," sagði Klopp. „Liverpool á móti United er einn af þeim bestu og ég bara ekki fengið nóg af því að fá að taka þátt í honum. Þetta er það besta sem ég ímyndað mér," sagði Klopp. Manchester United hefur unnið Liverpool fjórum sinnum undir stjórn Louis van Gaal. „Ég tók bara þátt í einum þessara leikja. Við spiluðum þá ekki okkar besta leik en við áttum samt ekki skilið að tapa. Þetta var mjög jafnt og bæði lið erum í góðum gír þessa dagana," sagði Klopp. „Ég trúi ekki á óvini í fótbolta en ég trúi á alvöru, alvöru, alvöru mótherja. Ég hef ekkert á móti Van Gaal en ég vil alls ekki að hann vinni," sagði Klopp. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 20.05 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30 Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30 Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30 Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30 Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20 Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallar eftir sérstökum stuðningi á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það verða allir að vera í sínu besta formi og áhorfendurnir eru með í þessu. Ég trúi á áhrif frá áhorfendum," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skysports segir frá. „Við spilum þennan leik fyrir okkur sjálfa en líka fyrir þau. Við fáum núna tækifæri til að búa til flottara andrúmsloft hjá okkur í fyrri leiknum en það sem verður í seinni leiknum hjá þeim. Stemmningin á vellinum er stór hluti af fótboltanum og vonandi komum við henni í nýjar hæðir á morgun (í dag)," sagði Klopp. Klopp þekkir vel til klassískra derby-leikja enda vel kunnugur slag Borussia Dortmund og Schalke á tíma sínum í þýsku Bundesligunni. Hann tapaði fyrsta derby-leiknum á móti Manchester United í ensku deildinni í janúar. „Leikur eins og þessi er móðir allra fótboltaleikja og þú vilt fá að taka þátt í slíkum leikjum. Við elskum öll fótbolta og svona leikir fara fram út um allan heima en innihalda kannski ekki svona stór nöfn," sagði Klopp. „Liverpool á móti United er einn af þeim bestu og ég bara ekki fengið nóg af því að fá að taka þátt í honum. Þetta er það besta sem ég ímyndað mér," sagði Klopp. Manchester United hefur unnið Liverpool fjórum sinnum undir stjórn Louis van Gaal. „Ég tók bara þátt í einum þessara leikja. Við spiluðum þá ekki okkar besta leik en við áttum samt ekki skilið að tapa. Þetta var mjög jafnt og bæði lið erum í góðum gír þessa dagana," sagði Klopp. „Ég trúi ekki á óvini í fótbolta en ég trúi á alvöru, alvöru, alvöru mótherja. Ég hef ekkert á móti Van Gaal en ég vil alls ekki að hann vinni," sagði Klopp. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 20.05 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30 Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30 Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30 Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30 Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20 Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30
Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30
Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30
Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30
Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20
Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17