Benz söluhærra en BMW á árinu Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 15:01 Mercedes Benz GLC. GVA Síðustu 11 ár hefur BMW verið söluhæsta lúxusbílamerki heims á undan Mercedes Benz, Audi og Lexus, en það gæti breyst á þessu ári. Í janúar og febrúar hefur Mercedes Benz selt alls 284.566 bíla, BMW 277.304 bíla og Audi 269.650 bíla. Samt sem áður var BMW söluhærra en Benz í febrúar með 143.419 selda bíla á meðan Benz seldi 133.752 bíla. Það eru því heilmiklar sveiflur á milli mánaða. Sala Benz það sem af er ári hefur aukist um 16%, BMW um 8,3% og Audi um 3,6%. BMW á von á því að salan á þeim bænum taki kipp við kynningu nýs BMW X1 jepplings og heils árs sölu á nýlegum 7-series bíl þeirra. Góð sala Benz um þessar mundir á líklega helstu skýringuna í miklu úrvali á jepplingum og jeppum, en mikil eftirspurn er eftir slíkum bílum í heiminum í dag. Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent
Síðustu 11 ár hefur BMW verið söluhæsta lúxusbílamerki heims á undan Mercedes Benz, Audi og Lexus, en það gæti breyst á þessu ári. Í janúar og febrúar hefur Mercedes Benz selt alls 284.566 bíla, BMW 277.304 bíla og Audi 269.650 bíla. Samt sem áður var BMW söluhærra en Benz í febrúar með 143.419 selda bíla á meðan Benz seldi 133.752 bíla. Það eru því heilmiklar sveiflur á milli mánaða. Sala Benz það sem af er ári hefur aukist um 16%, BMW um 8,3% og Audi um 3,6%. BMW á von á því að salan á þeim bænum taki kipp við kynningu nýs BMW X1 jepplings og heils árs sölu á nýlegum 7-series bíl þeirra. Góð sala Benz um þessar mundir á líklega helstu skýringuna í miklu úrvali á jepplingum og jeppum, en mikil eftirspurn er eftir slíkum bílum í heiminum í dag.
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent