NBA: Cleveland sýndi sínar bestu hliðar í sigri á LA Clippers | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Cleveland Cavaliers vann sinn þriðja leik í röð í ferð sinni á Vesturströndina, Jose Calderon tryggði New York Knicks sigur á Lakers og Giannis Antetokounmpo var með glæsilega þrennu í sigri Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Cleveland Cavaliers vann afar sannfærandi 114-90 sigur á Los Angeles Clippers í Staples Center í Los Angeles. Þetta var þriðji leikur Cleveland Cavaliers í ferð sinni á Vesturströndina og jafnframt þriðji sigurinn. Cleveland-liðið skoraði alls átján þriggja stiga körfur í leiknum. J.R. Smith og Kyrie Irving skoruðu báðir 18 stig og nýi maðurinn, Channing Frye, skoraði fimmtán stig sem komu öll með þriggja stiga skotum. Channing Frye (5 af 7), J.R. Smith (5 af 8) og LeBron James (3 af 4) voru saman með 13 þrista úr aðeins 19 tilraunum. J.J. Redick var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers með 19 stig en Chris Paul bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum. Clippers-liðið komst reyndar í 17-7 í byrjun leiks en LeBron James og félagar komust yfir fyrir lok fyrsta leikhluta og litu ekki til baka eftir það.Jose Calderon skoraði sigurkörfu New York Knicks fyrir utan þriggja stiga línuna í 90-87 sigri á Los Angeles Lakers þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var hans eini þristur í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 12 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Kobe Bryant var með 14 stig fyrir Lakers en Lou Williams var stigahæstur með 15 stig.Giannis Antetokounmpo var með myndarlega þrennu þegar Milwaukee Bucks vann 109-100 útisigur á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði leikinn með 28 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en hann varð þar með fyrsti leikmaður Bucks sem nær fjórum þrennum á einu tímabili. Giannis Antetokounmpo var kominn með 12 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst í hálfleik en allar fjórar þrennur hans hafa komið eftir 22. febrúar. Jabari Parker skoraði 23 stig fyrir Milwaukee-liðið en Brook Lopez var stigahæstur hjá Nets með 20 stig.Al Horford og Paul Millsap voru báðir með 18 stig í 29 stiga stórsigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Atlanta skoraði 20 stig í röð í þriðja leikhlutanum þar sem liðið smellti niður sjö þristum. Atlanta-liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum og er að ná flugi þegar úrslitakeppnina nálgast. Paul George hitti aðeins úr 3 af 15 skotum og endaði með 7 stig fyrir Pacers-liðið en nýliðinn Myles Turner var stigahæstur með 19 stig.Derrick Favors var með 28 stig og 14 fráköst þegar Utah Jazz vann 108-99 sigur á Sacramento Kings og Gordon Hayward bætti við 27 stigum fyrir Utah-liðið. DeMarcus Cousins kom til baka eftir eins leiks bann og bauð upp á 31 stig og 10 fráköst fyrir Kings.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 90-114 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 104-75 Sacramento Kings - Utah Jazz 99-108 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 100-109 Los Angeles Lakers - New York Knicks 87-90 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann sinn þriðja leik í röð í ferð sinni á Vesturströndina, Jose Calderon tryggði New York Knicks sigur á Lakers og Giannis Antetokounmpo var með glæsilega þrennu í sigri Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Cleveland Cavaliers vann afar sannfærandi 114-90 sigur á Los Angeles Clippers í Staples Center í Los Angeles. Þetta var þriðji leikur Cleveland Cavaliers í ferð sinni á Vesturströndina og jafnframt þriðji sigurinn. Cleveland-liðið skoraði alls átján þriggja stiga körfur í leiknum. J.R. Smith og Kyrie Irving skoruðu báðir 18 stig og nýi maðurinn, Channing Frye, skoraði fimmtán stig sem komu öll með þriggja stiga skotum. Channing Frye (5 af 7), J.R. Smith (5 af 8) og LeBron James (3 af 4) voru saman með 13 þrista úr aðeins 19 tilraunum. J.J. Redick var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers með 19 stig en Chris Paul bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum. Clippers-liðið komst reyndar í 17-7 í byrjun leiks en LeBron James og félagar komust yfir fyrir lok fyrsta leikhluta og litu ekki til baka eftir það.Jose Calderon skoraði sigurkörfu New York Knicks fyrir utan þriggja stiga línuna í 90-87 sigri á Los Angeles Lakers þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var hans eini þristur í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 12 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Kobe Bryant var með 14 stig fyrir Lakers en Lou Williams var stigahæstur með 15 stig.Giannis Antetokounmpo var með myndarlega þrennu þegar Milwaukee Bucks vann 109-100 útisigur á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði leikinn með 28 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en hann varð þar með fyrsti leikmaður Bucks sem nær fjórum þrennum á einu tímabili. Giannis Antetokounmpo var kominn með 12 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst í hálfleik en allar fjórar þrennur hans hafa komið eftir 22. febrúar. Jabari Parker skoraði 23 stig fyrir Milwaukee-liðið en Brook Lopez var stigahæstur hjá Nets með 20 stig.Al Horford og Paul Millsap voru báðir með 18 stig í 29 stiga stórsigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Atlanta skoraði 20 stig í röð í þriðja leikhlutanum þar sem liðið smellti niður sjö þristum. Atlanta-liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum og er að ná flugi þegar úrslitakeppnina nálgast. Paul George hitti aðeins úr 3 af 15 skotum og endaði með 7 stig fyrir Pacers-liðið en nýliðinn Myles Turner var stigahæstur með 19 stig.Derrick Favors var með 28 stig og 14 fráköst þegar Utah Jazz vann 108-99 sigur á Sacramento Kings og Gordon Hayward bætti við 27 stigum fyrir Utah-liðið. DeMarcus Cousins kom til baka eftir eins leiks bann og bauð upp á 31 stig og 10 fráköst fyrir Kings.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 90-114 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 104-75 Sacramento Kings - Utah Jazz 99-108 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 100-109 Los Angeles Lakers - New York Knicks 87-90 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn