Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Þórdís Valsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 15. mars 2016 07:00 Konurnar bjuggu í þessu húsi og saumuðu föt fyrir Vonta International, undirverktaka Icewear. Mynd/Þórhildur Þorkelsdóttir Systurnar frá Srí Lanka sem sættu meintu mansali í Vík í Mýrdal báðu sjálfar um flutning úr landi vegna bágra kjara sinna og úrræðaleysis íslenskra stjórnvalda. Þær dvöldu í Kvennaathvarfinu og var þeim skömmtuð 761 króna á dag. Hefðu þær dvalið á eigin vegum hefðu þær fengið 5.071 krónu á dag. „Það vill enginn hafa það á samviskunni að gera jafnvel illt verra,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, um úrræði stjórnvalda til systranna. Verkalýðsfélögin hafa skorið upp herör gegn misneytingu á starfsfólki og þekking þeirra á vinnumansali hefur aukist.Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. Mynd/Land lögmennAuk systranna eru fjórir aðrir einstaklingar með stöðu brotaþola í mansalsmálinu í Vík, þessir einstaklingar eru allir frá ríkjum innan Evrópu. „Meint brot gegn hinum fjórum skjólstæðingum mínum eru óljós og ekki upplýst. Þeir voru starfsmenn Vonta international þegar húsleit lögreglu átti sér stað,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. IceWear bauð öllum brotaþolunum vinnu og systurnar frá Srí Lanka eru þær einu sem ekki gátu fengið atvinnuleyfi hérlendis þar sem þær eru ekki EES-borgarar. Konunum tveimur stóð til boða dvalarleyfi á grundvelli gruns um mansal en samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga er ekki möguleiki á að sækja um atvinnuleyfi á grundvelli þess. Því sótti Kristrún aðallega um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, þá er mögulegt að sækja um atvinnuleyfi. Kristrún segir einnig að hún hafi ekki ætlast til þess að Útlendingastofnun tæki tímamótaákvörðun í málinu. „Þess vegna fór ég beint til innanríkisráðherra, til að beita þrýstingi og vonaðist til að þeim yrði veitt mannúðarleyfi vegna skipunar að ofan, en sú skipun kom aldrei,“ segir Kristrún. „Þetta er pólitísk ákvörðun sem þarf að taka um það hvernig dvalarleyfi á að veita þeim sem eru fórnarlömb mansals. Ekki ákvörðun sem forstöðumaður stofnunar sem afgreiðir leyfin á að taka,“ segir Kristrún. Konurnar fara ekki aftur til Srí Lanka, þær eru með dvalarleyfi í öðru Evrópulandi og fóru þangað að sögn Kristrúnar. „Mjög líklega hafa þær farið aftur í hendurnar á þeim sem sendu þær hingað.“ Flóttamenn Mansal í Vík Tengdar fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Systurnar frá Srí Lanka sem sættu meintu mansali í Vík í Mýrdal báðu sjálfar um flutning úr landi vegna bágra kjara sinna og úrræðaleysis íslenskra stjórnvalda. Þær dvöldu í Kvennaathvarfinu og var þeim skömmtuð 761 króna á dag. Hefðu þær dvalið á eigin vegum hefðu þær fengið 5.071 krónu á dag. „Það vill enginn hafa það á samviskunni að gera jafnvel illt verra,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, um úrræði stjórnvalda til systranna. Verkalýðsfélögin hafa skorið upp herör gegn misneytingu á starfsfólki og þekking þeirra á vinnumansali hefur aukist.Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. Mynd/Land lögmennAuk systranna eru fjórir aðrir einstaklingar með stöðu brotaþola í mansalsmálinu í Vík, þessir einstaklingar eru allir frá ríkjum innan Evrópu. „Meint brot gegn hinum fjórum skjólstæðingum mínum eru óljós og ekki upplýst. Þeir voru starfsmenn Vonta international þegar húsleit lögreglu átti sér stað,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. IceWear bauð öllum brotaþolunum vinnu og systurnar frá Srí Lanka eru þær einu sem ekki gátu fengið atvinnuleyfi hérlendis þar sem þær eru ekki EES-borgarar. Konunum tveimur stóð til boða dvalarleyfi á grundvelli gruns um mansal en samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga er ekki möguleiki á að sækja um atvinnuleyfi á grundvelli þess. Því sótti Kristrún aðallega um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, þá er mögulegt að sækja um atvinnuleyfi. Kristrún segir einnig að hún hafi ekki ætlast til þess að Útlendingastofnun tæki tímamótaákvörðun í málinu. „Þess vegna fór ég beint til innanríkisráðherra, til að beita þrýstingi og vonaðist til að þeim yrði veitt mannúðarleyfi vegna skipunar að ofan, en sú skipun kom aldrei,“ segir Kristrún. „Þetta er pólitísk ákvörðun sem þarf að taka um það hvernig dvalarleyfi á að veita þeim sem eru fórnarlömb mansals. Ekki ákvörðun sem forstöðumaður stofnunar sem afgreiðir leyfin á að taka,“ segir Kristrún. Konurnar fara ekki aftur til Srí Lanka, þær eru með dvalarleyfi í öðru Evrópulandi og fóru þangað að sögn Kristrúnar. „Mjög líklega hafa þær farið aftur í hendurnar á þeim sem sendu þær hingað.“
Flóttamenn Mansal í Vík Tengdar fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48
Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15