Þreföldun tvinnbíla í Evrópu á næstu þremur árum Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2016 09:51 Toyota Auris Hybrid var söluhæsti Hybrid bíll Evrópu í fyrra. Spáð er þreföldun í sölu tvinnbíla í Evrópu á næstu þremur árum og að þá muni seljast 750.000 slíkir á ári. Er þá bæði átt við tvinnbíla (Hybrid) og tengiltvinnbíla (Plug-In-Hybrid). Í fyrra jókst sala þeirra um 22% og nam 280.000 bílum. Miklu meiri aukning var í sölu tengiltvinnbíla, eða um 163% aukning og heildarsala uppá 96.451 bíl. Söluhæsti bíllinn af þeirri gerð í fyrra var Mitsubishi Outlander og seldust 31.214 eintök af honum (57% aukning) og seldist hann vel hér á landi og mest allra Mitsubishi bíla. Volkswagen Golf GTE varð í öðru sæti og Audi A3 e-tron í því þriðja. Volkswagen Passat GTE seldist líka ágætlega og endaði í 7. sæti meðal tengiltvinnbíla og mun Volkswagen fjölga bílgerðum með þessari tækni, meðal annars Tiguan jepplingnum. BMW gerir sig einnig gildandi meðal tengiltvinnbíla og BMW i8 varð í 9. sæti á meðal þeirra í fyrra með sölu 2.051 bíls og seldust aðeins fleiri eintök af honum en BMW X5 með Plug-In-Hybrid tækni. BMW ætlar að bæta við BMW 330e í flóru tengiltvinnbíla. BMW selur einnig i3 bíl sinn bæði sem hreinræktaðan rafmagnsbíl og sem tengiltvinnbíl og nam sala hans 6.566 eintökum sem tengiltvinnbíll og 5.481 eintökum sem rafmagnsbíl í fyrra. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent
Spáð er þreföldun í sölu tvinnbíla í Evrópu á næstu þremur árum og að þá muni seljast 750.000 slíkir á ári. Er þá bæði átt við tvinnbíla (Hybrid) og tengiltvinnbíla (Plug-In-Hybrid). Í fyrra jókst sala þeirra um 22% og nam 280.000 bílum. Miklu meiri aukning var í sölu tengiltvinnbíla, eða um 163% aukning og heildarsala uppá 96.451 bíl. Söluhæsti bíllinn af þeirri gerð í fyrra var Mitsubishi Outlander og seldust 31.214 eintök af honum (57% aukning) og seldist hann vel hér á landi og mest allra Mitsubishi bíla. Volkswagen Golf GTE varð í öðru sæti og Audi A3 e-tron í því þriðja. Volkswagen Passat GTE seldist líka ágætlega og endaði í 7. sæti meðal tengiltvinnbíla og mun Volkswagen fjölga bílgerðum með þessari tækni, meðal annars Tiguan jepplingnum. BMW gerir sig einnig gildandi meðal tengiltvinnbíla og BMW i8 varð í 9. sæti á meðal þeirra í fyrra með sölu 2.051 bíls og seldust aðeins fleiri eintök af honum en BMW X5 með Plug-In-Hybrid tækni. BMW ætlar að bæta við BMW 330e í flóru tengiltvinnbíla. BMW selur einnig i3 bíl sinn bæði sem hreinræktaðan rafmagnsbíl og sem tengiltvinnbíl og nam sala hans 6.566 eintökum sem tengiltvinnbíll og 5.481 eintökum sem rafmagnsbíl í fyrra.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent