Saga NBA-leikmanns á leið á hvíta tjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2016 11:00 Wahlberg ætlar að framleiða mynd um líf Butlers. vísir/getty Stórleikarinn Mark Wahlberg er með kvikmynd um leikmann í NBA-deildinni í körfubolta á teikniborðinu. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Caron Butler og leikur með Sacramento Kings. Butler er langt frá því að vera stærsta nafnið í bransanum en saga hans er áhugaverð. Butler, sem er nýorðinn 36 ára, gaf út ævisögu sína í fyrra, Tuff Juice: My Journey from the Streets to the NBA, og hún vakti athygli Wahlberg. Í bókinni segir Butler frá erfiðum uppvexti í borginni Racine í Wisconsin. Ellefu ára gamall var Butler farinn að selja eiturlyf og hann var handtekinn 15 sinnum áður en varð 15 ára. Butler náði þó að koma lífi sínu á réttan kjöl, sló í gegn með Connecticut háskólanum og var svo valinn af Miami Heat í nýliðavalinu í NBA árið 2002. Butler hefur komið víða við á ferli sínum í NBA en lengst af lék hann með Washington Wizards (2005-10). Hann varð NBA-meistari með Dallas Mavericks 2011 og var tvívegis valinn til að spila í Stjörnuleiknum. „Ég vildi segja mína sögu því ég er lifandi dæmi þess að það er hægt að yfirstíga erfiðleika og öðlast nýtt og betra líf. Bókin fékk mikla athygli og þegar maður á borð við Mark Wahlberg segir að sagan þín gæti verið á leið á hvíta tjaldið leggurðu við hlustir,“ sagði Butler í yfirlýsingu. Ekki liggur fyrir hver mun leika Butler í myndinni sem Wahlberg ætlar að framleiða. Leikarinn góðkunni er mikill körfuboltaáhugamaður en hann kynntist Butler þegar sá síðarnefndi lék með Los Angeles Clippers á árunum 2011-13. NBA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Stórleikarinn Mark Wahlberg er með kvikmynd um leikmann í NBA-deildinni í körfubolta á teikniborðinu. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Caron Butler og leikur með Sacramento Kings. Butler er langt frá því að vera stærsta nafnið í bransanum en saga hans er áhugaverð. Butler, sem er nýorðinn 36 ára, gaf út ævisögu sína í fyrra, Tuff Juice: My Journey from the Streets to the NBA, og hún vakti athygli Wahlberg. Í bókinni segir Butler frá erfiðum uppvexti í borginni Racine í Wisconsin. Ellefu ára gamall var Butler farinn að selja eiturlyf og hann var handtekinn 15 sinnum áður en varð 15 ára. Butler náði þó að koma lífi sínu á réttan kjöl, sló í gegn með Connecticut háskólanum og var svo valinn af Miami Heat í nýliðavalinu í NBA árið 2002. Butler hefur komið víða við á ferli sínum í NBA en lengst af lék hann með Washington Wizards (2005-10). Hann varð NBA-meistari með Dallas Mavericks 2011 og var tvívegis valinn til að spila í Stjörnuleiknum. „Ég vildi segja mína sögu því ég er lifandi dæmi þess að það er hægt að yfirstíga erfiðleika og öðlast nýtt og betra líf. Bókin fékk mikla athygli og þegar maður á borð við Mark Wahlberg segir að sagan þín gæti verið á leið á hvíta tjaldið leggurðu við hlustir,“ sagði Butler í yfirlýsingu. Ekki liggur fyrir hver mun leika Butler í myndinni sem Wahlberg ætlar að framleiða. Leikarinn góðkunni er mikill körfuboltaáhugamaður en hann kynntist Butler þegar sá síðarnefndi lék með Los Angeles Clippers á árunum 2011-13.
NBA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira