Björgunaraðgerðir Landsbankans Stjórnarmaðurinn skrifar 16. mars 2016 12:00 Bankasýslan hefur skilað áliti sínu á sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Samkvæmt nýlegu verðmati var hluturinn seldur á einungis fjórðungi markaðsvirðis, og því ljóst að Landsbankinn varð af fjórum til sex milljörðum króna vegna viðskiptanna. Ekki er um neinn ánægjulestur að ræða fyrir Landsbankamenn en Bankasýslan kemst að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Landsbankans fyrir sölunni hafi verið ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn auk þess sem verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Auðvelt er að taka undir þessa gagnrýni fyrir þá sem til málsins þekkja. Hvers vegna var annars enginn fyrirvari gerður vegna valréttar Borgunar í tengslum við sameiningu Visa Europe og Visa International, líkt og Landsbankinn gerði sannanlega við söluna á Valitor? Hvernig má líka vera að Landsbankinn hafi enga tilraun gert til að kynna sér starfsemi Borgunar, þar á meðal tilvist valréttarins, jafnvel þótt þeir hafi haft fullan aðgang að svokölluðu gagnaherbergi til jafns við kaupendur? Afsakanir um að Landsbankinn hafi ekki verið virkur hluthafi eru haldlitlar í þessu samhengi. Þeim láðist einfaldlega að vinna vinnuna sína. Það er ekki refsivert eða sérstaklega ámælisvert að tapa peningum. Viðskipti eru einfaldlega þess eðlis að hættan á slíku er alltaf fyrir hendi. Vogun vinnur, vogun tapar. Hins vegar er ámælisvert að vinna ekki vinnuna sína. Borgunarmálið hefur þegar haft ýmiss konar áhrif. Fyrir það fyrsta þá hefur það sýnt sig að fjölmiðlar fylgjast með starfsemi fyrirtækja í landinu, þótt þeir eigi það til að einblína á furðulegustu hluti. Í þessu tilviki, rétt eins og í Símamálinu, verður hins vegar ekki annað sagt en að blaðamenn hafi staðið vaktina. Málið hefur einnig orðið til þess að Landsbankinn hefur breytt verklagi sínu vegna sölu á eignarhlutum í félögum sem framvegis skal fara fram fyrir opnum tjöldum. Stærstu afleiðingarnar eru hins vegar þær, eins og fjármálaráðherra hefur bent á, að orðspor Landsbankans hefur beðið hnekki. Slíkt er ekki til þess fallið að auka verðmæti banka sem til stendur að selja. Bankasýslan kallaði eftir því að bankinn gripi til frekari aðgerða til að laga orðspor sitt. Ekki er seinna vænna ef bjarga á verðmætum skattgreiðenda, sem eiga jú óbeinan hlut í Landsbankanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Bankasýslan hefur skilað áliti sínu á sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Samkvæmt nýlegu verðmati var hluturinn seldur á einungis fjórðungi markaðsvirðis, og því ljóst að Landsbankinn varð af fjórum til sex milljörðum króna vegna viðskiptanna. Ekki er um neinn ánægjulestur að ræða fyrir Landsbankamenn en Bankasýslan kemst að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Landsbankans fyrir sölunni hafi verið ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn auk þess sem verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Auðvelt er að taka undir þessa gagnrýni fyrir þá sem til málsins þekkja. Hvers vegna var annars enginn fyrirvari gerður vegna valréttar Borgunar í tengslum við sameiningu Visa Europe og Visa International, líkt og Landsbankinn gerði sannanlega við söluna á Valitor? Hvernig má líka vera að Landsbankinn hafi enga tilraun gert til að kynna sér starfsemi Borgunar, þar á meðal tilvist valréttarins, jafnvel þótt þeir hafi haft fullan aðgang að svokölluðu gagnaherbergi til jafns við kaupendur? Afsakanir um að Landsbankinn hafi ekki verið virkur hluthafi eru haldlitlar í þessu samhengi. Þeim láðist einfaldlega að vinna vinnuna sína. Það er ekki refsivert eða sérstaklega ámælisvert að tapa peningum. Viðskipti eru einfaldlega þess eðlis að hættan á slíku er alltaf fyrir hendi. Vogun vinnur, vogun tapar. Hins vegar er ámælisvert að vinna ekki vinnuna sína. Borgunarmálið hefur þegar haft ýmiss konar áhrif. Fyrir það fyrsta þá hefur það sýnt sig að fjölmiðlar fylgjast með starfsemi fyrirtækja í landinu, þótt þeir eigi það til að einblína á furðulegustu hluti. Í þessu tilviki, rétt eins og í Símamálinu, verður hins vegar ekki annað sagt en að blaðamenn hafi staðið vaktina. Málið hefur einnig orðið til þess að Landsbankinn hefur breytt verklagi sínu vegna sölu á eignarhlutum í félögum sem framvegis skal fara fram fyrir opnum tjöldum. Stærstu afleiðingarnar eru hins vegar þær, eins og fjármálaráðherra hefur bent á, að orðspor Landsbankans hefur beðið hnekki. Slíkt er ekki til þess fallið að auka verðmæti banka sem til stendur að selja. Bankasýslan kallaði eftir því að bankinn gripi til frekari aðgerða til að laga orðspor sitt. Ekki er seinna vænna ef bjarga á verðmætum skattgreiðenda, sem eiga jú óbeinan hlut í Landsbankanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira