Forstjórabíllinn í S-Kóreu Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2016 12:37 Hyundai Genesis G90 af lengri gerðinni. S-Kóreumenn kunna að smíða bíla, það hefur sannast með bílaframleiðendunum Hyundai og Kia. Nú er Hyundai að stefna inná lúxusbílamarkaðinn af krafti og hafa búið til sér merki til þess, Genesis. Einn af bílunum sem bera merki Genesis er G90, sem hét áður Equus. Hann er sannkallaður forstjórabíll, stór og öflugur, en svo vilja sumir hafa hann ennþá stærri og hlaðnari lúxus. Því hefur Hyundai svarað með þessum lengda G90. Hyundai býður hann nú 30 sentimetrum lengri en grunngerðin. Fyrir vikið er hægt að halla aftursætunum svo til í liggjandi stöðu og eru 18 mismunandi stillingar í aftursætunum. Þarna ætti að fara vel um forstjóra í S-Kóreu, til dæmis forstjóra Samsung eða LG. Í bílnum er mjög öflugt Lexicon hljóðkerfi og sérhönnuð lýsing er einnig inní bílnum. Vélin er 5,0 lítra V8 sem sturtar 425 hestöflum til allra hjólanna. Bíllinn stendur á 19 tommu felgum. Þessi bíll verður eingöngu í boði í heimalandinu í fyrstu og kostar þar 10,5 milljónir króna.Venjulegur Genesis G90 fæst í Bandaríkjunum kostar þar minna en flestir aðrir lúxusbílar í sama stærðarflokki. Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent
S-Kóreumenn kunna að smíða bíla, það hefur sannast með bílaframleiðendunum Hyundai og Kia. Nú er Hyundai að stefna inná lúxusbílamarkaðinn af krafti og hafa búið til sér merki til þess, Genesis. Einn af bílunum sem bera merki Genesis er G90, sem hét áður Equus. Hann er sannkallaður forstjórabíll, stór og öflugur, en svo vilja sumir hafa hann ennþá stærri og hlaðnari lúxus. Því hefur Hyundai svarað með þessum lengda G90. Hyundai býður hann nú 30 sentimetrum lengri en grunngerðin. Fyrir vikið er hægt að halla aftursætunum svo til í liggjandi stöðu og eru 18 mismunandi stillingar í aftursætunum. Þarna ætti að fara vel um forstjóra í S-Kóreu, til dæmis forstjóra Samsung eða LG. Í bílnum er mjög öflugt Lexicon hljóðkerfi og sérhönnuð lýsing er einnig inní bílnum. Vélin er 5,0 lítra V8 sem sturtar 425 hestöflum til allra hjólanna. Bíllinn stendur á 19 tommu felgum. Þessi bíll verður eingöngu í boði í heimalandinu í fyrstu og kostar þar 10,5 milljónir króna.Venjulegur Genesis G90 fæst í Bandaríkjunum kostar þar minna en flestir aðrir lúxusbílar í sama stærðarflokki.
Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent