Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Yfirmenn álversins í Straumsvík við uppskipun áls í flutningaskip um miðjan dag í gær. vísir/Ernir „Deilan hefur heldur þyngst,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, um stöðuna í kjaradeilu starfsmanna við ISAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Í gær hófst á hádegi lestun áls um borð í þriðja flutningaskipið sem komið hefur til Straumsvíkur frá því að félagsmenn Hlífar sem starfa við uppskipunina hófu verkfall. Skipin koma vikulega. Yfirmenn í álverinu hafa gengið í störf starfsmanna sem í verkfalli eru, samkvæmt lögbannsúrskurði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar„Mér sýnist þetta vera sami hópurinn sem er í þessu. Þeir geta stokkið í þetta forstjórarnir svona eftir því sem skip koma,“ segir Kolbeinn. Verkalýðsfélögin geti lítið gert á meðan úrskurður Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu standi. Úrskurðurinn hafi hins vegar verið kærður til Héraðsdóms Reykjaness og málið hafi átt að taka fyrir í gær. „En svo tekur tíma að fá málið í gegn um ferlið þar og á meðan þá geta þeir haldið uppteknum hætti.“ Enn eigi hins vegar eftir að koma í ljós hversu langan tíma þetta taki. Kolbeinn segir viðræður um leið hafa verið í gangi. „Þeir lögðu fram tilboð á síðasta fundi sem við vorum ekki alls kostar sáttir við og erum að fara að kynna samninganefndinni okkar á morgun [í dag]. Það var frekar skref aftur á bak heldur en hitt.“ ISAL haldi sig fast við kröfuna um að fá út úr kjarasamningi við starfsmenn hömlur sem settar eru á að fyrirtækið geti ráðið verktaka til starfa. „Það er númer eitt tvö og þrjú hjá þeim. Og tilboðið sem við erum að fara að kynna er ekki í takt við það sem verið var að ræða fyrir síðasta fund.“ Ál hefur aðeins safnast upp á hafnarbakkanum í Straumsvík, þar sem afköst yfirmanna í álverinu hafa ekki verið þau sömu og starfsmannanna sem verkunum sinna alla jafna. Lestun í síðasta skip segir Kolbeinn þó hafa farið nálægt þeim 4.000 þúsund tonnum sem alla jafna eiga að fara með skipinu, en þá fór skipið með um 3.500 tonn af áli. „Það safnast eitthvað upp. Það eru fjögur til fimm þúsund tonn sem liggja hér ófarin, og átta þúsund tonn kannski núna þegar þetta skip er ólestað. Þetta hleðst smám saman upp.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
„Deilan hefur heldur þyngst,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, um stöðuna í kjaradeilu starfsmanna við ISAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Í gær hófst á hádegi lestun áls um borð í þriðja flutningaskipið sem komið hefur til Straumsvíkur frá því að félagsmenn Hlífar sem starfa við uppskipunina hófu verkfall. Skipin koma vikulega. Yfirmenn í álverinu hafa gengið í störf starfsmanna sem í verkfalli eru, samkvæmt lögbannsúrskurði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar„Mér sýnist þetta vera sami hópurinn sem er í þessu. Þeir geta stokkið í þetta forstjórarnir svona eftir því sem skip koma,“ segir Kolbeinn. Verkalýðsfélögin geti lítið gert á meðan úrskurður Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu standi. Úrskurðurinn hafi hins vegar verið kærður til Héraðsdóms Reykjaness og málið hafi átt að taka fyrir í gær. „En svo tekur tíma að fá málið í gegn um ferlið þar og á meðan þá geta þeir haldið uppteknum hætti.“ Enn eigi hins vegar eftir að koma í ljós hversu langan tíma þetta taki. Kolbeinn segir viðræður um leið hafa verið í gangi. „Þeir lögðu fram tilboð á síðasta fundi sem við vorum ekki alls kostar sáttir við og erum að fara að kynna samninganefndinni okkar á morgun [í dag]. Það var frekar skref aftur á bak heldur en hitt.“ ISAL haldi sig fast við kröfuna um að fá út úr kjarasamningi við starfsmenn hömlur sem settar eru á að fyrirtækið geti ráðið verktaka til starfa. „Það er númer eitt tvö og þrjú hjá þeim. Og tilboðið sem við erum að fara að kynna er ekki í takt við það sem verið var að ræða fyrir síðasta fund.“ Ál hefur aðeins safnast upp á hafnarbakkanum í Straumsvík, þar sem afköst yfirmanna í álverinu hafa ekki verið þau sömu og starfsmannanna sem verkunum sinna alla jafna. Lestun í síðasta skip segir Kolbeinn þó hafa farið nálægt þeim 4.000 þúsund tonnum sem alla jafna eiga að fara með skipinu, en þá fór skipið með um 3.500 tonn af áli. „Það safnast eitthvað upp. Það eru fjögur til fimm þúsund tonn sem liggja hér ófarin, og átta þúsund tonn kannski núna þegar þetta skip er ólestað. Þetta hleðst smám saman upp.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira