Óánægja með fundinn á Kjalarnesi Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 13:48 Sigþór Magnússon íbúi talar í pontu en á fundinn mættu fulltrúar Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar og Rauða krossins. Vísir/A. Brink. Nokkur óánægja er á meðal íbúa Kjalarness eftir fund sem haldin var í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Útlendingastofnunar og Rauða Krossins. Þar voru rædd málefni tengd þeim 50 hælisleitendum sem komið hefur verið fyrir á Arnarholti, gömlu meðferðarstofnuninni í bænum. „Þetta litaðist af því að þau vissu ekkert hvað þau voru að gera,“ segir Unnar Karl Halldórsson, einn íbúi Kjalarness sem sótti fundinn og segir fátt hafa verið þar um svör. Helstu umkvörtunarefni bæjarbúa voru; hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við íbúatölu, að þarna séu aðallega karlmenn, að íbúar hafi ekki verið upplýstir betur um hvað stæði til að gera á Arnarholti áður en ráðist var til aðgerða og að ekkert sé gert til þess að bæta aðstöðu hælisleitanda þar á þann hátt að þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Einnig fannst íbúum ekki vera gefin skýr svör varðandi framhaldið en þó var sagt að hugsanlega standi til að bæta fleiri hælisleitendum við hóp þeirra sem fyrir eru. „Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn og Útlendingastofnun tóku eitthvað sem þau réðu engan veginn við og hentu ábyrgðinni til okkar. Við erum ekki bara að hugsa um þetta út frá okkur, heldur líka hælisleitendum. Það er augljóst fyrir okkur að þeim hefur ekki verið kynnt neitt um samfélagið sem þeir eru nú komnir inn í. Það ætti að minnsta kosti að reyna standa við það sem talað var um í upphafi. Hugmyndin var að þeir fengju kennslu og annað. Þarna er verið að bjóða út menn eins og einhverja nautgripi til þess að geyma einhvers staðar með ekkert við að vera. Ég veit fyrir sjálfan mig að ef ég væri settur í smábæ einhvers staðar og sagt að hinkra þar í ár, þá auðvitað myndi ég fara inn í bæjarfélagið og fara eitthvað að bardúsa. Það er mannlegt eðli. Þeim vantar eitthvað að gera“.Íbúar Kjalarnes fjölmenntu á fundinn en hælisleitendur voru ekki boðaðir.Visir/A. Brink.Menningarlegir árekstrarNokkuð hefur verið um menningarlega árekstra síðan hælisleitendum var komið fyrir á Arnarholti en ekkert mál vegna þessa hefur ratað inn á borð lögreglu. Helsta umkvörtunarefni þar var að einn hælisleitenda á að hafa tekið ljósmyndir af einni starfsstúlku leikskólans og elt aðra heim. Einnig hefur skapast spenna varðandi sundlaug staðarins og strætisvagn. Þegar þessi mál voru rædd fannst íbúum þær lausnir sem boðið var ófullnægjandi. „Það var talað um að bæta við starfsmanni í sundlaugina og svo spurt hvort við gætum ekki safnað börnunum okkar saman í hóp þegar þau þyrftu að taka strætó“. Unnar tekur fram að kvörtunarefni íbúa Kjalarnes hafi ekkert með kynþáttafordóma að gera. Ekki náðist í þá fulltrúa Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar eða Rauða Krossins sem sóttu fundinn. Flóttamenn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Nokkur óánægja er á meðal íbúa Kjalarness eftir fund sem haldin var í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Útlendingastofnunar og Rauða Krossins. Þar voru rædd málefni tengd þeim 50 hælisleitendum sem komið hefur verið fyrir á Arnarholti, gömlu meðferðarstofnuninni í bænum. „Þetta litaðist af því að þau vissu ekkert hvað þau voru að gera,“ segir Unnar Karl Halldórsson, einn íbúi Kjalarness sem sótti fundinn og segir fátt hafa verið þar um svör. Helstu umkvörtunarefni bæjarbúa voru; hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við íbúatölu, að þarna séu aðallega karlmenn, að íbúar hafi ekki verið upplýstir betur um hvað stæði til að gera á Arnarholti áður en ráðist var til aðgerða og að ekkert sé gert til þess að bæta aðstöðu hælisleitanda þar á þann hátt að þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Einnig fannst íbúum ekki vera gefin skýr svör varðandi framhaldið en þó var sagt að hugsanlega standi til að bæta fleiri hælisleitendum við hóp þeirra sem fyrir eru. „Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn og Útlendingastofnun tóku eitthvað sem þau réðu engan veginn við og hentu ábyrgðinni til okkar. Við erum ekki bara að hugsa um þetta út frá okkur, heldur líka hælisleitendum. Það er augljóst fyrir okkur að þeim hefur ekki verið kynnt neitt um samfélagið sem þeir eru nú komnir inn í. Það ætti að minnsta kosti að reyna standa við það sem talað var um í upphafi. Hugmyndin var að þeir fengju kennslu og annað. Þarna er verið að bjóða út menn eins og einhverja nautgripi til þess að geyma einhvers staðar með ekkert við að vera. Ég veit fyrir sjálfan mig að ef ég væri settur í smábæ einhvers staðar og sagt að hinkra þar í ár, þá auðvitað myndi ég fara inn í bæjarfélagið og fara eitthvað að bardúsa. Það er mannlegt eðli. Þeim vantar eitthvað að gera“.Íbúar Kjalarnes fjölmenntu á fundinn en hælisleitendur voru ekki boðaðir.Visir/A. Brink.Menningarlegir árekstrarNokkuð hefur verið um menningarlega árekstra síðan hælisleitendum var komið fyrir á Arnarholti en ekkert mál vegna þessa hefur ratað inn á borð lögreglu. Helsta umkvörtunarefni þar var að einn hælisleitenda á að hafa tekið ljósmyndir af einni starfsstúlku leikskólans og elt aðra heim. Einnig hefur skapast spenna varðandi sundlaug staðarins og strætisvagn. Þegar þessi mál voru rædd fannst íbúum þær lausnir sem boðið var ófullnægjandi. „Það var talað um að bæta við starfsmanni í sundlaugina og svo spurt hvort við gætum ekki safnað börnunum okkar saman í hóp þegar þau þyrftu að taka strætó“. Unnar tekur fram að kvörtunarefni íbúa Kjalarnes hafi ekkert með kynþáttafordóma að gera. Ekki náðist í þá fulltrúa Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar eða Rauða Krossins sem sóttu fundinn.
Flóttamenn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira