Ástralska lögreglan á brjáluðum Benz AMG GLE 63 S Coupe Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 14:56 Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe í lögreglubúningi. Það er enginn bílaumingi sem ástralska lögreglan hefur í sinni þjónustu nú því þar hafa lögreglumenn afnot af Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe kraftabíl. Það er Mercedes Benz í Ástralíu sem lánar lögreglunni þennan bíl svo að skattgreiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að punga út með sköttum sínum fyrir svo dýrum bíl til lögreglunnar. Þessi bíll er nefnilega langt frá því að vera ódýr og kostar 198.000 Ástralíudollara, eða 18,7 milljónir króna. Í honum er heldur enginn vélarkettlingur heldur 5,5 lítra V8 vél sem orkar 585 hestöfl og togar 760 Nm. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptingin er 7 gíra. Þessi bíll er 4,2 sekúndur í hundraðið og því ætti það að reynast löggunni hægðarleikur að elta gangsterana á þjóðvegunum í Ástralíu. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður
Það er enginn bílaumingi sem ástralska lögreglan hefur í sinni þjónustu nú því þar hafa lögreglumenn afnot af Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe kraftabíl. Það er Mercedes Benz í Ástralíu sem lánar lögreglunni þennan bíl svo að skattgreiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að punga út með sköttum sínum fyrir svo dýrum bíl til lögreglunnar. Þessi bíll er nefnilega langt frá því að vera ódýr og kostar 198.000 Ástralíudollara, eða 18,7 milljónir króna. Í honum er heldur enginn vélarkettlingur heldur 5,5 lítra V8 vél sem orkar 585 hestöfl og togar 760 Nm. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptingin er 7 gíra. Þessi bíll er 4,2 sekúndur í hundraðið og því ætti það að reynast löggunni hægðarleikur að elta gangsterana á þjóðvegunum í Ástralíu.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður