Fékk hæli en ekkert húsaskjól Una Sighvatsdóttir skrifar 18. mars 2016 19:30 Fréttamaður kom að Jamal Abdi, 24 ára sómölskum flóttamanni, þar sem hann sat ráðalaus á bak við ruslagáma á Grensásvegi með allar eigur sínar. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég ætla bara að vera hér," sagði Jamal í samtali við fréttamann og benti á hornið þar sem hann hafði komið fyrir lítilli ferðatösku og tveimur ruslapokum með fatnaði, fyrir utan húsið þar sem hælisleitendur hafa gistingu.Missir húsnæðið um leið og hann fær hæli Þúsundir Sómala hafa síðustu ár flúið undan átökum í heimalandinu, margir þeirra sækja um hæli í Svíþjóð, en fæstir þeirra ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns á Íslandi í byrjun mars. Hann er því kominn með kennitölu og dvalarleyfi, en þar með er það upptalið. Á meðan hælisumsókn er til skoðunar útvegar Útlendingastofnun hælisleitendum húsnæði, en eftir að þeir fá viðurkennda stöðu flóttamanns er engin önnur stofnun í kerfinu sem tekur við. Jamal fékk tveggja vikna frest til að finna eigið húsnæði, en hann er ekki kominn með vinnu og því peningalaus. Í dag kom lögreglan og vísaði honum út. „Ég er búinn að vera sjö mánuði á Íslandi. Ég bað um hæli og þau sögðu já, en ég fæ ekki hjálp með neitt annað. Ekki húsnæði, ekki skóla, þau sögðu bara „þú fékkst kennitölu en þú þarft að fara"."Dæmi um gloppu í kerfinu Mál Jamals er dæmi um þann mikla aðstöðumun sem flóttamenn búa við á Íslandi eftir því hvort þeir komast hingað af eigin rammleik eða sem svo kallaðir kvótaflóttamenn í boði ríkisins. Lagalega er réttarstaða þeirra hin sama, en kvóttaflóttamenn fá mikla félagslega aðstoð, húsnæði, stuðningsfjölskyldur og tungumálanám, sem aðrir flóttamenn njóta ekki. Rauði krossinn hefur bent á að jafna þurfi þennan aðstöðumun því almennir flóttamenn, eins og Jamal, geti fyrir vikið átt mun erfiðara með að aðlagast og verða virkir samfélagsþegnar. Flóttamenn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fréttamaður kom að Jamal Abdi, 24 ára sómölskum flóttamanni, þar sem hann sat ráðalaus á bak við ruslagáma á Grensásvegi með allar eigur sínar. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég ætla bara að vera hér," sagði Jamal í samtali við fréttamann og benti á hornið þar sem hann hafði komið fyrir lítilli ferðatösku og tveimur ruslapokum með fatnaði, fyrir utan húsið þar sem hælisleitendur hafa gistingu.Missir húsnæðið um leið og hann fær hæli Þúsundir Sómala hafa síðustu ár flúið undan átökum í heimalandinu, margir þeirra sækja um hæli í Svíþjóð, en fæstir þeirra ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns á Íslandi í byrjun mars. Hann er því kominn með kennitölu og dvalarleyfi, en þar með er það upptalið. Á meðan hælisumsókn er til skoðunar útvegar Útlendingastofnun hælisleitendum húsnæði, en eftir að þeir fá viðurkennda stöðu flóttamanns er engin önnur stofnun í kerfinu sem tekur við. Jamal fékk tveggja vikna frest til að finna eigið húsnæði, en hann er ekki kominn með vinnu og því peningalaus. Í dag kom lögreglan og vísaði honum út. „Ég er búinn að vera sjö mánuði á Íslandi. Ég bað um hæli og þau sögðu já, en ég fæ ekki hjálp með neitt annað. Ekki húsnæði, ekki skóla, þau sögðu bara „þú fékkst kennitölu en þú þarft að fara"."Dæmi um gloppu í kerfinu Mál Jamals er dæmi um þann mikla aðstöðumun sem flóttamenn búa við á Íslandi eftir því hvort þeir komast hingað af eigin rammleik eða sem svo kallaðir kvótaflóttamenn í boði ríkisins. Lagalega er réttarstaða þeirra hin sama, en kvóttaflóttamenn fá mikla félagslega aðstoð, húsnæði, stuðningsfjölskyldur og tungumálanám, sem aðrir flóttamenn njóta ekki. Rauði krossinn hefur bent á að jafna þurfi þennan aðstöðumun því almennir flóttamenn, eins og Jamal, geti fyrir vikið átt mun erfiðara með að aðlagast og verða virkir samfélagsþegnar.
Flóttamenn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira