Vildi gjarnan halda áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2016 09:00 Lars liggur undir feldi og íhugar framtíð sína. vísir/ernir Það er enn óvíst hvort Lars Lagerbäck muni þekkjast boð Knattspyrnusambands Íslands um að halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari karlaliðsins næstu tvö árin. Núverandi samningur Lagerbäcks rennur út í sumar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur rætt við Lagerbäck um framhaldið og vilji hans er skýr. Geir vill halda Lagerbäck í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þar sem hann hefur deilt aðalþjálfarastöðunni með Heimi Hallgrímssyni. „Það er ekkert ákveðið,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég vil aðeins bíða og sjá til hvernig mér líður. Ég vona að það verði ekki löng bið því KSÍ hefur sýnt mér mikla þolinmæði. En ég þarf tíma til að átta mig á minni stöðu. Þessu starfi fylgja mikil ferðalög og ég er ekki að yngjast.“Minni óvissa vegna Heimis Hann segir mikilvægt að framtíð landsliðsins skýrist sem fyrst en að það hjálpi til að vitað sé að Heimir Hallgrímsson verði áfram landsliðsþjálfari, hvort sem Lars fylgi honum inn í næstu undankeppni eða ekki. „Ég vildi gjarnan halda áfram því ég hef notið þessara fjögurra ára. Þetta hefur verið frábær tími. En ég þarf að skoða mína stöðu og íhuga hvaða niðurstaða er best fyrir mig, landsliðið og íslenskan fótbolta.“ Geir sagðist sáttur við þau svör sem hann hafði fengið frá Lagerbäck og að KSÍ sé reiðubúið að bíða. „Ég hef rætt við alla þjálfarana. Draumateymi KSÍ til að leiða Ísland áfram inn í næstu undankeppni situr hér við þetta borð,“ sagði Geir og benti á þá Lagerbäck, Heimi og Guðmund Hreiðarsson markvarðaþjálfara. „Við munum sjá hvað gerist en allar dyr eru opnar eins og er. Ef við náum að halda okkar draumateymi þá væri það mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir KSÍ.“ Lagerbäck kom Íslandi í umspilið fyrir HM í Brasilíu þar sem strákarnir okkar töpuðu fyrir Króatíu en undir stjórn hans og Heimis komst Ísland beint inn á EM í Frakklandi þar sem liðið lagði meðal annars Holland tvívegis að velli.Útilokar ekki annað starf Lagerbäck verður 68 ára skömmu eftir að EM lýkur í sumar. En hann útilokar ekki að taka að sér annað starf, þó svo að hann myndi hætta með Ísland í sumar. „Ég vona að mér beri gæfu til að setjast í helgan stein en samt sem áður vil ég ekki útiloka neina möguleika, ef eitthvað spennandi kæmi upp. Það gæti vel verið eitthvað hlutastarf tengt knattspyrnu og væri heimskulegt af mér að loka á alla aðra möguleika strax.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Það er enn óvíst hvort Lars Lagerbäck muni þekkjast boð Knattspyrnusambands Íslands um að halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari karlaliðsins næstu tvö árin. Núverandi samningur Lagerbäcks rennur út í sumar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur rætt við Lagerbäck um framhaldið og vilji hans er skýr. Geir vill halda Lagerbäck í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þar sem hann hefur deilt aðalþjálfarastöðunni með Heimi Hallgrímssyni. „Það er ekkert ákveðið,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég vil aðeins bíða og sjá til hvernig mér líður. Ég vona að það verði ekki löng bið því KSÍ hefur sýnt mér mikla þolinmæði. En ég þarf tíma til að átta mig á minni stöðu. Þessu starfi fylgja mikil ferðalög og ég er ekki að yngjast.“Minni óvissa vegna Heimis Hann segir mikilvægt að framtíð landsliðsins skýrist sem fyrst en að það hjálpi til að vitað sé að Heimir Hallgrímsson verði áfram landsliðsþjálfari, hvort sem Lars fylgi honum inn í næstu undankeppni eða ekki. „Ég vildi gjarnan halda áfram því ég hef notið þessara fjögurra ára. Þetta hefur verið frábær tími. En ég þarf að skoða mína stöðu og íhuga hvaða niðurstaða er best fyrir mig, landsliðið og íslenskan fótbolta.“ Geir sagðist sáttur við þau svör sem hann hafði fengið frá Lagerbäck og að KSÍ sé reiðubúið að bíða. „Ég hef rætt við alla þjálfarana. Draumateymi KSÍ til að leiða Ísland áfram inn í næstu undankeppni situr hér við þetta borð,“ sagði Geir og benti á þá Lagerbäck, Heimi og Guðmund Hreiðarsson markvarðaþjálfara. „Við munum sjá hvað gerist en allar dyr eru opnar eins og er. Ef við náum að halda okkar draumateymi þá væri það mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir KSÍ.“ Lagerbäck kom Íslandi í umspilið fyrir HM í Brasilíu þar sem strákarnir okkar töpuðu fyrir Króatíu en undir stjórn hans og Heimis komst Ísland beint inn á EM í Frakklandi þar sem liðið lagði meðal annars Holland tvívegis að velli.Útilokar ekki annað starf Lagerbäck verður 68 ára skömmu eftir að EM lýkur í sumar. En hann útilokar ekki að taka að sér annað starf, þó svo að hann myndi hætta með Ísland í sumar. „Ég vona að mér beri gæfu til að setjast í helgan stein en samt sem áður vil ég ekki útiloka neina möguleika, ef eitthvað spennandi kæmi upp. Það gæti vel verið eitthvað hlutastarf tengt knattspyrnu og væri heimskulegt af mér að loka á alla aðra möguleika strax.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36
Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00
Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57