Frakkar rýma búðir flóttafólks í Calais við Ermarsundsgöngin Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. mars 2016 07:00 Sumir íbúar tjaldbúðanna höfðu komið sér fyrir ofan á bráðabirgðaskýlum sínum þegar lögreglan mætti til leiks í gær. Visir/EPA Franska lögreglan hófst snemma í gærmorgun handa við að rýma að hluta flóttamannabúðirnar í Calais, skammt frá mynni Ermarsundsganganna. Á mánudaginn hafði lögreglan fjarlægt hluta búðanna. Búðir flóttafólks hafa verið verið á ýmsum stöðum í Calais eða næsta nágrenni í nærri tvo áratugi. Þær hafa áður verið rýmdar, en jafnan risið annars staðar áður en langt um líður. Flóttafólkið hefur safnast saman í Calais í von um að komast inn í Ermarsundsgöngin og yfir til Bretlands. Erfitt er að komast inn á afgirt svæðið umhverfis innganginn að Ermarsundsgöngunum, en margir reyna að komast inn á svæðið og í gegnum göngin með flutningabílum, og sitja um slíka bíla í von um að geta komist óséðir um borð. Þá taka smyglarar fé af flóttafólkinu fyrir að koma því yfir til Englands. Lögreglan hefur mætt harðri mótstöðu frá flóttafólkinu. Átök hafa brotist út og lögreglan hefur óspart beitt táragasi. Nokkrir hafa verið handteknir. Þúsundir flóttamanna hafa dvalið í búðunum undanfarið, flestir frá Mið-Austurlöndum, Afríku og Afganistan. Þeir dveljast þar í bráðabirgðaskýlum af ýmsu tagi, sumir í upphituðum gámum, aðrir í tjöldum. Á mánudaginn voru um það bil hundrað hreysi rifin niður. Eldar kviknuðu í nokkrum þeirra. Bretar hafa jafnan krafist þess að frönsk stjórnvöld héldu aftur af flóttafólki, sem vill komast yfir til Bretlands. Þá hafa Bretar fjármagnað margvíslegar öryggisráðstafanir og girðingar við inngang ganganna hjá Calais. Flóttafólkið sækist eftir því að komast til Englands til að sækja þar um hæli frekar en að sækja um hæli í Frakklandi eða öðrum löndum sunnar í Evrópu. Margir þeirra, sem komnir eru til Calais, eiga ættingja í Bretlandi og vilja þess vegna komast þangað. Stjórnvöld í Frakklandi segja að enginn verði fluttur nauðugur frá búðunum í Calais, heldur sé flóttafólkinu boðið upp á ýmsa möguleika. Það muni taka nokkrar vikur að finna lausn á því. Á morgun ætla þeir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og François Hollande Frakklandsforseti að hittast til að ræða málefni flóttafólks og farandfólks. Flóttamenn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Franska lögreglan hófst snemma í gærmorgun handa við að rýma að hluta flóttamannabúðirnar í Calais, skammt frá mynni Ermarsundsganganna. Á mánudaginn hafði lögreglan fjarlægt hluta búðanna. Búðir flóttafólks hafa verið verið á ýmsum stöðum í Calais eða næsta nágrenni í nærri tvo áratugi. Þær hafa áður verið rýmdar, en jafnan risið annars staðar áður en langt um líður. Flóttafólkið hefur safnast saman í Calais í von um að komast inn í Ermarsundsgöngin og yfir til Bretlands. Erfitt er að komast inn á afgirt svæðið umhverfis innganginn að Ermarsundsgöngunum, en margir reyna að komast inn á svæðið og í gegnum göngin með flutningabílum, og sitja um slíka bíla í von um að geta komist óséðir um borð. Þá taka smyglarar fé af flóttafólkinu fyrir að koma því yfir til Englands. Lögreglan hefur mætt harðri mótstöðu frá flóttafólkinu. Átök hafa brotist út og lögreglan hefur óspart beitt táragasi. Nokkrir hafa verið handteknir. Þúsundir flóttamanna hafa dvalið í búðunum undanfarið, flestir frá Mið-Austurlöndum, Afríku og Afganistan. Þeir dveljast þar í bráðabirgðaskýlum af ýmsu tagi, sumir í upphituðum gámum, aðrir í tjöldum. Á mánudaginn voru um það bil hundrað hreysi rifin niður. Eldar kviknuðu í nokkrum þeirra. Bretar hafa jafnan krafist þess að frönsk stjórnvöld héldu aftur af flóttafólki, sem vill komast yfir til Bretlands. Þá hafa Bretar fjármagnað margvíslegar öryggisráðstafanir og girðingar við inngang ganganna hjá Calais. Flóttafólkið sækist eftir því að komast til Englands til að sækja þar um hæli frekar en að sækja um hæli í Frakklandi eða öðrum löndum sunnar í Evrópu. Margir þeirra, sem komnir eru til Calais, eiga ættingja í Bretlandi og vilja þess vegna komast þangað. Stjórnvöld í Frakklandi segja að enginn verði fluttur nauðugur frá búðunum í Calais, heldur sé flóttafólkinu boðið upp á ýmsa möguleika. Það muni taka nokkrar vikur að finna lausn á því. Á morgun ætla þeir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og François Hollande Frakklandsforseti að hittast til að ræða málefni flóttafólks og farandfólks.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira