Stóra myndin Almar Guðmundsson skrifar 2. mars 2016 10:00 Tæpur helmingur af útflutningsverðmætum vöru og þjónustu frá Íslandi á rætur í hinum fjölmörgu greinum iðnaðarins. Greinin veitir tugþúsundum manna vinnu og er grundvallaruppspretta verðmætasköpunar. Velmegun, aukin framleiðni og bætt lífskjör eru þannig nátengd þróun og stöðu iðnaðarins sem aftur ræðst af starfsskilyrðum og þeim meginstraumum sem einkenna samfélagið á hverjum tíma. Margir slíkir kraftar munu móta nánustu framtíð og skipulag efnahagsstarfseminnar þarf að taka mið af því. Loftslag fer hlýnandi og minni losun gróðurhúsalofttegunda, betri umgengni við umhverfið og bætt orkunýting er áskorun sem við verðum að takast á við. Iðnaðurinn er þar í lykilhlutverki – tilbúinn með hugmyndir og lausnir. Við erum tiltölulega ung þjóð en erum að eldast. Með tímanum þurfa hlutfallslega færri vinnandi að standa undir verðmætasköpuninni. Þessi þróun er sérstök áskorun fyrir iðnaðinn þar sem fólk með iðnmenntun eldist mun hraðar. Það skýrist af óviðunandi ásókn í verk- og tækninám jafnvel þótt gnótt tækifæra bíði fólks með þessa hæfni. Á næstu áratugum mun öldruðum fjölga hratt og á okkur hvílir sú skylda að sinna þeim vel en líka að vera sveigjanleg og bjóða þeim að vinna lengur sem það vilja og geta. Öldrun þjóðarinnar kallar á nýjar lausnir og atvinnulífið þarf að vera í forystu við að bjóða upp á hagkvæm úrræði – betri lausnir fyrir minna fé. Við erum stödd í einni mestu tæknibyltingu sögunnar. Þótt efnahagslífið á Íslandi hafi lengst af verið drifið áfram af nýtingu náttúruauðlinda munu tæknibreytingar og framfarir skipta mestu í náinni framtíð. Þau samfélög sem best ná að hagnýta sér tækni og þróa nýja munu skara fram úr. Ísland er í harðri samkeppni um að laða til sín og halda í mannauðsfreka starfsemi. Þótt skilyrði fyrirtækja til rannsóknar og þróunar hafi batnað umtalsvert á liðnum árum vantar mikið upp á að við stöndum keppinautum okkar jafnfætis. Þetta er stóra myndin sem blasir við okkur. Á Iðnþingi 10. mars nk. leitum við svara við því hvernig atvinnulífið bregst við þessum vandasömu áskorunum og nýtir tækifærin sem í þeim felast. Við þurfum að vinna að mikilvægustu verkefnunum til að ná árangri samfélaginu öllu til heilla. Öflugur iðnaður skapar gott líf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Tæpur helmingur af útflutningsverðmætum vöru og þjónustu frá Íslandi á rætur í hinum fjölmörgu greinum iðnaðarins. Greinin veitir tugþúsundum manna vinnu og er grundvallaruppspretta verðmætasköpunar. Velmegun, aukin framleiðni og bætt lífskjör eru þannig nátengd þróun og stöðu iðnaðarins sem aftur ræðst af starfsskilyrðum og þeim meginstraumum sem einkenna samfélagið á hverjum tíma. Margir slíkir kraftar munu móta nánustu framtíð og skipulag efnahagsstarfseminnar þarf að taka mið af því. Loftslag fer hlýnandi og minni losun gróðurhúsalofttegunda, betri umgengni við umhverfið og bætt orkunýting er áskorun sem við verðum að takast á við. Iðnaðurinn er þar í lykilhlutverki – tilbúinn með hugmyndir og lausnir. Við erum tiltölulega ung þjóð en erum að eldast. Með tímanum þurfa hlutfallslega færri vinnandi að standa undir verðmætasköpuninni. Þessi þróun er sérstök áskorun fyrir iðnaðinn þar sem fólk með iðnmenntun eldist mun hraðar. Það skýrist af óviðunandi ásókn í verk- og tækninám jafnvel þótt gnótt tækifæra bíði fólks með þessa hæfni. Á næstu áratugum mun öldruðum fjölga hratt og á okkur hvílir sú skylda að sinna þeim vel en líka að vera sveigjanleg og bjóða þeim að vinna lengur sem það vilja og geta. Öldrun þjóðarinnar kallar á nýjar lausnir og atvinnulífið þarf að vera í forystu við að bjóða upp á hagkvæm úrræði – betri lausnir fyrir minna fé. Við erum stödd í einni mestu tæknibyltingu sögunnar. Þótt efnahagslífið á Íslandi hafi lengst af verið drifið áfram af nýtingu náttúruauðlinda munu tæknibreytingar og framfarir skipta mestu í náinni framtíð. Þau samfélög sem best ná að hagnýta sér tækni og þróa nýja munu skara fram úr. Ísland er í harðri samkeppni um að laða til sín og halda í mannauðsfreka starfsemi. Þótt skilyrði fyrirtækja til rannsóknar og þróunar hafi batnað umtalsvert á liðnum árum vantar mikið upp á að við stöndum keppinautum okkar jafnfætis. Þetta er stóra myndin sem blasir við okkur. Á Iðnþingi 10. mars nk. leitum við svara við því hvernig atvinnulífið bregst við þessum vandasömu áskorunum og nýtir tækifærin sem í þeim felast. Við þurfum að vinna að mikilvægustu verkefnunum til að ná árangri samfélaginu öllu til heilla. Öflugur iðnaður skapar gott líf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélag.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar