Enski boltinn

Birkir og Rafn Kumar unnu tvíliðaleikinn en það dugði ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Gunnarsson og Rafn Kumar Bonifacius unnu tvíliðaleikinn.
Birkir Gunnarsson og Rafn Kumar Bonifacius unnu tvíliðaleikinn. Mynd/TSÍ
Íslenska tennislandsliðið tapaði fyrir Kýpur í dag í fyrsta leik sínum á á Davis Cup í Eistlandi. Birkir Gunnarsson og Rafn Kumar Bonifacius unnu tvíliðaleikinn.

Lið Kýpur er gríðarsterkt en það er talið vera þriðja sterkasta liðið á mótinu og hefur meðal annars innanborðs atvinnumanninn Marcos Baghdatis. Hann er númer 39 í heiminum í dag en hefur hæst náð að vera númer 8 í heiminum.

Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti Petros Chrysochos sem er skráður spilari númer 2 hjá Kýpur en hann er númer 572 í heiminum. Petros Chrysochos sigraði örugglega 6-0 og 6-2.

Birkir Gunnarsson spilaði næst á móti Marcos Baghdatis sem er spilari númer 1 hjá Kýpur. Birkir spilaði frábærlega í fyrsta settinu og var vel inní leiknum en hann tapaði leiknum 4-6 og 0-6.

Birkir og Rafn Kumar spiluðu tvíliðaleik á móti Soteris Hadjistyllis og Constandinos Christoforou sem spila númer 3 og 4 fyrir Kýpur. Íslensku strákarnir spiluðu gríðarlega vel og fóru með sigur af hólmi í þremur settum: 6-3, 4-6 og 6-4.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×