Sport

Pacquiao gæti farið á Ólympíuleikana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pacquiao spilar líka körfubolta.
Pacquiao spilar líka körfubolta. vísir/getty
Boxarinn Manny Pacquiao útilokar ekki þann möguleika á boxa á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar.

Pacquiao er að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Timothy Bradley en hann fer fram í Las Vegas þann 9. apríl næstkomandi. Til stóð hjá Manny að leggja hanskana á hilluna í kjölfarið.

Það gæti þó breyst ef hann verður beðinn um að fara til Ríó og keppa fyrir hönd Filipseyja.

„Það væri heiður að keppa fyrir þjóð mín á Ólympíuleikunum. Ef ég yrði beðinn um það þá myndi ég örugglega gera það. Ég er til í að gera allt fyrir þjóð mína,“ sagði Pacquiao.

Hann hefur verið mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið eftir að hann sagði samkynhneigða vera verri en dýr. Lesa má meira um það hér að neðan.


Tengdar fréttir

Pacquiao: Sagði bara það sem stendur í Biblíunni

Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao vakti mikla reiði með ummælum sínum á dögunum þar sem hann sagði að samkynhneigt fólk sé "verra en dýr“ og að samkynhneigð fyrirfyndist ekki í dýraríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×