Tesla býður til frumsýningar Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 09:06 Tesla Model 3. Tesla hefur sent boðskort út vegna frumsýningar nýjasta rafmagnsbíls fyrirtækisins, Tesla Model 3. Hann á að vera um helmingi ódýrari en Tesla Model S og kosta um 35.000 dollara og hafa drægni uppá um 320 kílómetra á fullri rafhleðslu. Bíllinn verður frumsýndur þann 31. mars en til stendur að afhendingar á bílnum hefjist í lok næsta árs. Búist er við heilmiklu partýi eins og ávallt þegar Tesla boðar til frumsýningar á nýjum bíl. Ekki er þó víst að sama aðalnum verði boðið, þar sem hér er um að ræða mun ódýrari bíl fyrir annarskonar kaupendur en á Tesla Model S og Model X. Bíllinn verður frumsýndur í S-Kaliforníu og líkum hefur verið leitt að því að það muni verða í Tesla Design Studios í Hawthorne, þar sem Tesla Model X var kynntur árið 2012. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent
Tesla hefur sent boðskort út vegna frumsýningar nýjasta rafmagnsbíls fyrirtækisins, Tesla Model 3. Hann á að vera um helmingi ódýrari en Tesla Model S og kosta um 35.000 dollara og hafa drægni uppá um 320 kílómetra á fullri rafhleðslu. Bíllinn verður frumsýndur þann 31. mars en til stendur að afhendingar á bílnum hefjist í lok næsta árs. Búist er við heilmiklu partýi eins og ávallt þegar Tesla boðar til frumsýningar á nýjum bíl. Ekki er þó víst að sama aðalnum verði boðið, þar sem hér er um að ræða mun ódýrari bíl fyrir annarskonar kaupendur en á Tesla Model S og Model X. Bíllinn verður frumsýndur í S-Kaliforníu og líkum hefur verið leitt að því að það muni verða í Tesla Design Studios í Hawthorne, þar sem Tesla Model X var kynntur árið 2012.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent