Tesla býður til frumsýningar Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 09:06 Tesla Model 3. Tesla hefur sent boðskort út vegna frumsýningar nýjasta rafmagnsbíls fyrirtækisins, Tesla Model 3. Hann á að vera um helmingi ódýrari en Tesla Model S og kosta um 35.000 dollara og hafa drægni uppá um 320 kílómetra á fullri rafhleðslu. Bíllinn verður frumsýndur þann 31. mars en til stendur að afhendingar á bílnum hefjist í lok næsta árs. Búist er við heilmiklu partýi eins og ávallt þegar Tesla boðar til frumsýningar á nýjum bíl. Ekki er þó víst að sama aðalnum verði boðið, þar sem hér er um að ræða mun ódýrari bíl fyrir annarskonar kaupendur en á Tesla Model S og Model X. Bíllinn verður frumsýndur í S-Kaliforníu og líkum hefur verið leitt að því að það muni verða í Tesla Design Studios í Hawthorne, þar sem Tesla Model X var kynntur árið 2012. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent
Tesla hefur sent boðskort út vegna frumsýningar nýjasta rafmagnsbíls fyrirtækisins, Tesla Model 3. Hann á að vera um helmingi ódýrari en Tesla Model S og kosta um 35.000 dollara og hafa drægni uppá um 320 kílómetra á fullri rafhleðslu. Bíllinn verður frumsýndur þann 31. mars en til stendur að afhendingar á bílnum hefjist í lok næsta árs. Búist er við heilmiklu partýi eins og ávallt þegar Tesla boðar til frumsýningar á nýjum bíl. Ekki er þó víst að sama aðalnum verði boðið, þar sem hér er um að ræða mun ódýrari bíl fyrir annarskonar kaupendur en á Tesla Model S og Model X. Bíllinn verður frumsýndur í S-Kaliforníu og líkum hefur verið leitt að því að það muni verða í Tesla Design Studios í Hawthorne, þar sem Tesla Model X var kynntur árið 2012.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent