Clarkson, Hammond og May á torfæruútgáfu Benz SL Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 15:24 Upptökur standa nú yfir á tilvonandi bílaþáttum fyrrum Top Gear stjórnendannna Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May fyrir netsíðu Amazon. Ekki er enn komið nafn á þáttaröð þeirra. Þeir sáust á götum ónefnds bæjar í Bretlandi fyrir stuttu og óku þar um á harla óvenjulegum bíl, þ.e. sportbílnum Mercedes Bens SL sem breytt hefur veið í torfærubíl. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að vegfarandi einn myndaði akstur þeirra og stoppaði þá Jeremy Clarkson og tók hann tali og spurði hann hvort hann væri að mynda bílinn vegna þess hve frábær hann væri. Það var að minnsta kosti hans skoðun, hvort sem talað var frá hjartanu eður ei. Einhverjar fréttir voru af því í vikunni að þremenningarnir hefðu lent í slysi, en það hefur þá ekki verið alvarlegt þar sem þetta var myndað skömmu síðar. Nú bíða bílaáhugamenn bara spenntir eftir nýju þáttunum frá þríeykinu og víst er að þar verður ýmislegt forvitnilegt, ef marka má þetta stutta myndskeið. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent
Upptökur standa nú yfir á tilvonandi bílaþáttum fyrrum Top Gear stjórnendannna Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May fyrir netsíðu Amazon. Ekki er enn komið nafn á þáttaröð þeirra. Þeir sáust á götum ónefnds bæjar í Bretlandi fyrir stuttu og óku þar um á harla óvenjulegum bíl, þ.e. sportbílnum Mercedes Bens SL sem breytt hefur veið í torfærubíl. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að vegfarandi einn myndaði akstur þeirra og stoppaði þá Jeremy Clarkson og tók hann tali og spurði hann hvort hann væri að mynda bílinn vegna þess hve frábær hann væri. Það var að minnsta kosti hans skoðun, hvort sem talað var frá hjartanu eður ei. Einhverjar fréttir voru af því í vikunni að þremenningarnir hefðu lent í slysi, en það hefur þá ekki verið alvarlegt þar sem þetta var myndað skömmu síðar. Nú bíða bílaáhugamenn bara spenntir eftir nýju þáttunum frá þríeykinu og víst er að þar verður ýmislegt forvitnilegt, ef marka má þetta stutta myndskeið.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent