Hannes orðinn virkur á „Já forseti“ en enga ákvörðun tekið um framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 13:20 Hannes Bjarnason bauð sig fram til forseta árið 2012 en lítið hefur heyrst frá honum síðan, þar til nú. Hannes Bjarnason, Skagfirðingur sem bauð sig fram til forseta Íslands árið 2012, er farinn að láta í sér heyra á ný á vefsíðunni Jáforseti.is. Hann segir í samtali við Vísi að það hafi staðið til að vera virkari í umræðunni í lengri tíma en nú loks látið verða af því. Tímasetningin vekur athygli enda bætast í hverri viku við mögulegir arftakar Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Hann hefur sjálfur sagst ekki munu sækjast eftir endurkjöri en hann hefur verið í brúnni í fimm kjörtímabil eða frá árinu 2016. Hann segir að ekki megi endilega lesa í tímasetninguna að hann ætli í forsetann. Hann hafi hvorki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram né að gera það ekki.Staðið til lengi „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ sagði Hannes í samtali við Vísi á dögunum. Hann segist fylgjast vel með umræðunni enda séu áhugaverðir hlutir að gerast, t.d. í stjórnmálunum. „Í gamla daga var ég samvinnumaður en sú stefna hvarf úr Framsóknarflokknum. Ég hugsa að hún hafi horfið með Steingrími Hermannssyni,“ segir Hannes sem er ekki flokksbundinn. „En ég verð að segja að mér finnst rosalega gaman að fylgjast með pírötunum. Þeir eru að lifa samfélagslega tilraun í flokknum hjá sér. Það er greinilega margt gott fólk í pírötunum,“ segir Hannes sem segist að öðru leyti fylgjast með öllum flokkum á Alþingi. Hannes segist upplifa það þannig að umræða hafi harðnast eftir hrunið. Það gæti óbilgirni en honum virðist sem fjölmargir stjórnmálamenn hafi setið námskeið á sama almannatengli, svo lík er framsetning þeirra á máli. „Sannleikurinn er sá…“ sé oftar en ekki byrjun setningar hjá þeim.Brennandi áhugi á mannlegu eðli Hannes ítrekar að hann hafi enga ákvörðun tekið varðandi framboð og virkni hans við skriftir ætti ekki að tengja komandi kosningum. „Ég hef bloggað munnlega fyrir framan sjónvarpið síðan ég kom heim til Íslands. Þótt ég sé ekki pólitískur er ég bullandi pólitískur samfélagslega séð. Þar hef ég mesta skoðun á því hvernig fólk setur fram mál sín því ég hef brennandi áhuga á mannlegu eðli. Þar er grunnurinn á bak við stjórnmálamanninn alveg sama hvaða flokki hann tilheyrir.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Hannes Bjarnason, Skagfirðingur sem bauð sig fram til forseta Íslands árið 2012, er farinn að láta í sér heyra á ný á vefsíðunni Jáforseti.is. Hann segir í samtali við Vísi að það hafi staðið til að vera virkari í umræðunni í lengri tíma en nú loks látið verða af því. Tímasetningin vekur athygli enda bætast í hverri viku við mögulegir arftakar Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Hann hefur sjálfur sagst ekki munu sækjast eftir endurkjöri en hann hefur verið í brúnni í fimm kjörtímabil eða frá árinu 2016. Hann segir að ekki megi endilega lesa í tímasetninguna að hann ætli í forsetann. Hann hafi hvorki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram né að gera það ekki.Staðið til lengi „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ sagði Hannes í samtali við Vísi á dögunum. Hann segist fylgjast vel með umræðunni enda séu áhugaverðir hlutir að gerast, t.d. í stjórnmálunum. „Í gamla daga var ég samvinnumaður en sú stefna hvarf úr Framsóknarflokknum. Ég hugsa að hún hafi horfið með Steingrími Hermannssyni,“ segir Hannes sem er ekki flokksbundinn. „En ég verð að segja að mér finnst rosalega gaman að fylgjast með pírötunum. Þeir eru að lifa samfélagslega tilraun í flokknum hjá sér. Það er greinilega margt gott fólk í pírötunum,“ segir Hannes sem segist að öðru leyti fylgjast með öllum flokkum á Alþingi. Hannes segist upplifa það þannig að umræða hafi harðnast eftir hrunið. Það gæti óbilgirni en honum virðist sem fjölmargir stjórnmálamenn hafi setið námskeið á sama almannatengli, svo lík er framsetning þeirra á máli. „Sannleikurinn er sá…“ sé oftar en ekki byrjun setningar hjá þeim.Brennandi áhugi á mannlegu eðli Hannes ítrekar að hann hafi enga ákvörðun tekið varðandi framboð og virkni hans við skriftir ætti ekki að tengja komandi kosningum. „Ég hef bloggað munnlega fyrir framan sjónvarpið síðan ég kom heim til Íslands. Þótt ég sé ekki pólitískur er ég bullandi pólitískur samfélagslega séð. Þar hef ég mesta skoðun á því hvernig fólk setur fram mál sín því ég hef brennandi áhuga á mannlegu eðli. Þar er grunnurinn á bak við stjórnmálamanninn alveg sama hvaða flokki hann tilheyrir.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira