Porsche frumsýnir beinskipt villidýr í Genf Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2016 13:43 Porsche 911 R. Sportbílaframleiðandinn Porsche er óútreiknanlegur, það er eðli frumkvöðla. Þegar ofursportbíllinn Porsche 911 GT3, sem búinn er fullkomnustu sjálfskiptingu sem þróuð hefur verið, var settur á markað, fylgdi það sögunni að aldrei nokkurn tímann yrði boðið uppá svo öflugan bíl með beinskiptingu, enda óþarfi þegar völ væri á slíkri yfirburða sjálfskiptingu. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi, þar sem fjallað er um málið, kemur fram að hörðustu aðdáendum Porsche fannst ómaklega að sér vegið og létu það heyrast að þeir ættu nánast sögulegan rétt á slíku tryllitæki með „gírstöng“. Og hvað gerist? Forráðamenn Porsche taka til baka fyrri yfirlýsingar og svöruðu kallinu á þann eina veg sem þeir kunna; að kynna til sögunnar, beinskiptan, 500 hestafla draumasportbíl sem rýfur 100km/klst múrinn á litlum 3.8 sek. Hann ber nafnið Porsche 911 R og er nú aðalnúmerið í Porsche básnum á bílasýningunni í Genf. Porsche hefur þó sett þann varnagla á að einungis verði framleidd 991 eintök af 911 R. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent
Sportbílaframleiðandinn Porsche er óútreiknanlegur, það er eðli frumkvöðla. Þegar ofursportbíllinn Porsche 911 GT3, sem búinn er fullkomnustu sjálfskiptingu sem þróuð hefur verið, var settur á markað, fylgdi það sögunni að aldrei nokkurn tímann yrði boðið uppá svo öflugan bíl með beinskiptingu, enda óþarfi þegar völ væri á slíkri yfirburða sjálfskiptingu. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi, þar sem fjallað er um málið, kemur fram að hörðustu aðdáendum Porsche fannst ómaklega að sér vegið og létu það heyrast að þeir ættu nánast sögulegan rétt á slíku tryllitæki með „gírstöng“. Og hvað gerist? Forráðamenn Porsche taka til baka fyrri yfirlýsingar og svöruðu kallinu á þann eina veg sem þeir kunna; að kynna til sögunnar, beinskiptan, 500 hestafla draumasportbíl sem rýfur 100km/klst múrinn á litlum 3.8 sek. Hann ber nafnið Porsche 911 R og er nú aðalnúmerið í Porsche básnum á bílasýningunni í Genf. Porsche hefur þó sett þann varnagla á að einungis verði framleidd 991 eintök af 911 R.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent