Hiddink mjög stoltur af Diego Costa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2016 09:15 Diego Costa. Vísir/Getty Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði vel um Diego Costa á blaðamannafundi fyrir seinni leik Chelsea og franska liðsins Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram í kvöld. Fólkið á samfélagsmiðlum Paris Saint Germain liðsins höfðu tekið saman svokallað "svindl" myndband með Diego Costa og öðrum þekktum persónum sem hafa gengið um með grímu yfir andlitinu. Diego Costa hefur spilað að undanförnu með andlitsgrímu eftir að hafa nefbrotnað. Laurent Blanc, þjálfari Paris Saint Germain, hefur varað sína leikmenn við Diego Costa og talaði um að þeir verði að passa sig á honum. Sky Sports fjallar um umræðuna um Diego Costa á blaðamannafundinum. Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 14 leikjum síðan að Guus Hiddink tók við Chelsea-liðinu en hann hefur aðeins skorað eitt mark í fjórtán leikjum fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Diego Costa hefur aldrei fengið rautt spjald síðan að hann kom til Chelsea en hann hefur fengið tvö þriggja leikja bönn fyrir hegðun sína inn á vellinum. „Ég er mjög stoltur af honum og hvernig hann spilar. Hann fer ekki fram af brúninni en vill láta til sína taka í baráttunni," sagði Guus Hiddink. Hann stendur með sínu manni þegar fólk ætlar að gangrýna framgöngu Costa inn á vellinum. „Ég kem honum til varnar og styð það sem hann hefur verið að gera inn á vellinum síðan að ég tók við Chelsea. Hann hefur verið að skora að undanförnu í deild sem er ekki af lakari gerðinni. Hann hefur skorað reglulega í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember," sagði Hiddink. „Fyrr á tímabilinu var hann ekki að skora en það átti einnig um liðið. Við skulum bíða og sjá hvort að hann geti ekki skorað í Evrópukeppninni líka," sagði Guus Hiddink. Þetta er þriðja tímabilið í röð þar sem Chelsea og Paris Saint Germain mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Chelsea vann á útivallarmörkum í átta liða úrslitunum 2014 en útivallarmörkin komu Paris Saint Germain áfram í sextán liða úrslitunum í fyrra. Paris Saint Germain vann fyrri leikinn 2-1 á Parc des Princes og það er því ennþá mikil spenna fyrir seinni leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rangstöðumark Diego Costa réði úrslitum á Carrow Road | Sjáið mörkin Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. 1. mars 2016 21:30 Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin Hollensku stjórarnir Guus Hiddink hjá Chelsea og Louis Van Gaal hjá Manchester United mætast með lið sín í stórleik dagsins á Stamford Bridge. 7. febrúar 2016 17:45 Diego Costa nefbrotnaði á æfingu Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Diego Costa hefði nefbrotnað á æfingu liðsins. 13. febrúar 2016 11:30 Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. 25. janúar 2016 09:08 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Sjá meira
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði vel um Diego Costa á blaðamannafundi fyrir seinni leik Chelsea og franska liðsins Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram í kvöld. Fólkið á samfélagsmiðlum Paris Saint Germain liðsins höfðu tekið saman svokallað "svindl" myndband með Diego Costa og öðrum þekktum persónum sem hafa gengið um með grímu yfir andlitinu. Diego Costa hefur spilað að undanförnu með andlitsgrímu eftir að hafa nefbrotnað. Laurent Blanc, þjálfari Paris Saint Germain, hefur varað sína leikmenn við Diego Costa og talaði um að þeir verði að passa sig á honum. Sky Sports fjallar um umræðuna um Diego Costa á blaðamannafundinum. Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 14 leikjum síðan að Guus Hiddink tók við Chelsea-liðinu en hann hefur aðeins skorað eitt mark í fjórtán leikjum fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Diego Costa hefur aldrei fengið rautt spjald síðan að hann kom til Chelsea en hann hefur fengið tvö þriggja leikja bönn fyrir hegðun sína inn á vellinum. „Ég er mjög stoltur af honum og hvernig hann spilar. Hann fer ekki fram af brúninni en vill láta til sína taka í baráttunni," sagði Guus Hiddink. Hann stendur með sínu manni þegar fólk ætlar að gangrýna framgöngu Costa inn á vellinum. „Ég kem honum til varnar og styð það sem hann hefur verið að gera inn á vellinum síðan að ég tók við Chelsea. Hann hefur verið að skora að undanförnu í deild sem er ekki af lakari gerðinni. Hann hefur skorað reglulega í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember," sagði Hiddink. „Fyrr á tímabilinu var hann ekki að skora en það átti einnig um liðið. Við skulum bíða og sjá hvort að hann geti ekki skorað í Evrópukeppninni líka," sagði Guus Hiddink. Þetta er þriðja tímabilið í röð þar sem Chelsea og Paris Saint Germain mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Chelsea vann á útivallarmörkum í átta liða úrslitunum 2014 en útivallarmörkin komu Paris Saint Germain áfram í sextán liða úrslitunum í fyrra. Paris Saint Germain vann fyrri leikinn 2-1 á Parc des Princes og það er því ennþá mikil spenna fyrir seinni leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rangstöðumark Diego Costa réði úrslitum á Carrow Road | Sjáið mörkin Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. 1. mars 2016 21:30 Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin Hollensku stjórarnir Guus Hiddink hjá Chelsea og Louis Van Gaal hjá Manchester United mætast með lið sín í stórleik dagsins á Stamford Bridge. 7. febrúar 2016 17:45 Diego Costa nefbrotnaði á æfingu Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Diego Costa hefði nefbrotnað á æfingu liðsins. 13. febrúar 2016 11:30 Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. 25. janúar 2016 09:08 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Sjá meira
Rangstöðumark Diego Costa réði úrslitum á Carrow Road | Sjáið mörkin Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. 1. mars 2016 21:30
Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin Hollensku stjórarnir Guus Hiddink hjá Chelsea og Louis Van Gaal hjá Manchester United mætast með lið sín í stórleik dagsins á Stamford Bridge. 7. febrúar 2016 17:45
Diego Costa nefbrotnaði á æfingu Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Diego Costa hefði nefbrotnað á æfingu liðsins. 13. febrúar 2016 11:30
Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. 25. janúar 2016 09:08