Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2016 14:29 Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar undrast að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi fallist á að fjölga yfirmönnum Ísal í útskipunarteymi yfirmanna í Straumsvík. Þótt þeim hafi tekist að ná tökum á vinnubrögðunum séu þúsundir tonna af áli engu að síður að safnast upp hjá fyrirtækinu. Í síðustu viku óskaði Ísal eftir því við Sýslumanninn í Reykjavík að ríflega þrjátíu yfirmenn hjá fyrirtækinu fengju að ganga í störf hafnaverkamanna sem sett höfðu útflutningsbann á útflutning á áli frá Straumsvík. Sýsmumaður féllst á að 15 yfirmenn, þar af þrír stjórnarmenn í Frakklandi, fengju að skipa álinu út sem tólf þeirrra gerðu í síðustu viku. Ísal fannt þetta hins vegar ekki nóg og kærði úrskurð Sýslumanns sem nú hefur fallist á að 19 yfirmenn geti sett upp vinnuhanskana og skipað út áli. „Þetta kom okkur bara verulega á óvart. Að þetta skyldi hafa farið í þennan farveg, af því að sýslumaður ákveður að bæta þarna við fjórum aðilum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar. Nú hafi fjórum aðstoðarframkvæmdastjórum sem aldrei hafi komið nálægt útskipunum verið bætt í teymi yfirmanna. Fyrst í síðustu viku gekk útskipun hægt hjá yfirmönnum enda vanari að sitja við skrifborð en skipa út áli. Nú virðast þeir hins vegar vera að ná tökum á vinnubrögðunum og útskipun gengur hraðar fyrir sig. „Svo hafa þau verið sérstaklega heppin með veðráttuna og annað. Jú, það má segja að þau hafi náð tökum á að koma þessu um borð. En samt sem áður eru ekki allir farmar að fara sem áttu að fara og það hefur þurft að skilja eftir. Það má segja að staðan í dag sé, þótt verið sé að setja í skipið, að áður en byrjað var að lesta það voru komi átta þúsund tonn sem áttu að fara úr landi. Ef skipið tekur kannski þrjú þúsund tonn núna eru alla vega fimm þúsund tonn eftir hér sem eiga eftir að fara úr landi,“ segir Kolbeinn. Þannig að aðgeðir verkalýðsfélaganna séu engu að síður hægt og bítandi að virka. Formaður Hlífar segir mikilvægt að ná fram kjarasamning um sambærilegar launahækkanir og aðrir hafi samið um. Aðrir hafi ekki þurft að semja frá sér réttindi til að ná samningum. Verkalýðsfélögin hafi þó komið til móts við Ísal varðandi kröfu fyrirtækisins um útvistun vissra verkefna með skilyðrum. „En það hefur bara alltaf verið þessi þrjóska hinum megin frá að það er allt eða ekki neitt. Þau vilja opna þetta alveg upp á gátt,“ segir Kolbeinn. Það sé hins vegar krafa að þeir sem vinni á Ísalsvæðinu fái sömu laun og önnur réttindi og þeir sem vinni sams konar störf þar á vegum verkalýðsfélaganna. Á þetta hafi ísal ekki fallist. „Og þá erum við að horfa á varðandi ferðapeninga, það eru bónusar og jafnvel starfsmenntunarálag og annað sem er inni í launum hjá mönnum. Við erum þá að horfa á 30 til 40 prósent lakari laun fyrir þá verktaka sem kæmu hingað á almennum launum inn á svæðið,“ segir Kolbeinn. Það sé sparnaðurinn sem Ísal vilji ná fram. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar undrast að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi fallist á að fjölga yfirmönnum Ísal í útskipunarteymi yfirmanna í Straumsvík. Þótt þeim hafi tekist að ná tökum á vinnubrögðunum séu þúsundir tonna af áli engu að síður að safnast upp hjá fyrirtækinu. Í síðustu viku óskaði Ísal eftir því við Sýslumanninn í Reykjavík að ríflega þrjátíu yfirmenn hjá fyrirtækinu fengju að ganga í störf hafnaverkamanna sem sett höfðu útflutningsbann á útflutning á áli frá Straumsvík. Sýsmumaður féllst á að 15 yfirmenn, þar af þrír stjórnarmenn í Frakklandi, fengju að skipa álinu út sem tólf þeirrra gerðu í síðustu viku. Ísal fannt þetta hins vegar ekki nóg og kærði úrskurð Sýslumanns sem nú hefur fallist á að 19 yfirmenn geti sett upp vinnuhanskana og skipað út áli. „Þetta kom okkur bara verulega á óvart. Að þetta skyldi hafa farið í þennan farveg, af því að sýslumaður ákveður að bæta þarna við fjórum aðilum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar. Nú hafi fjórum aðstoðarframkvæmdastjórum sem aldrei hafi komið nálægt útskipunum verið bætt í teymi yfirmanna. Fyrst í síðustu viku gekk útskipun hægt hjá yfirmönnum enda vanari að sitja við skrifborð en skipa út áli. Nú virðast þeir hins vegar vera að ná tökum á vinnubrögðunum og útskipun gengur hraðar fyrir sig. „Svo hafa þau verið sérstaklega heppin með veðráttuna og annað. Jú, það má segja að þau hafi náð tökum á að koma þessu um borð. En samt sem áður eru ekki allir farmar að fara sem áttu að fara og það hefur þurft að skilja eftir. Það má segja að staðan í dag sé, þótt verið sé að setja í skipið, að áður en byrjað var að lesta það voru komi átta þúsund tonn sem áttu að fara úr landi. Ef skipið tekur kannski þrjú þúsund tonn núna eru alla vega fimm þúsund tonn eftir hér sem eiga eftir að fara úr landi,“ segir Kolbeinn. Þannig að aðgeðir verkalýðsfélaganna séu engu að síður hægt og bítandi að virka. Formaður Hlífar segir mikilvægt að ná fram kjarasamning um sambærilegar launahækkanir og aðrir hafi samið um. Aðrir hafi ekki þurft að semja frá sér réttindi til að ná samningum. Verkalýðsfélögin hafi þó komið til móts við Ísal varðandi kröfu fyrirtækisins um útvistun vissra verkefna með skilyðrum. „En það hefur bara alltaf verið þessi þrjóska hinum megin frá að það er allt eða ekki neitt. Þau vilja opna þetta alveg upp á gátt,“ segir Kolbeinn. Það sé hins vegar krafa að þeir sem vinni á Ísalsvæðinu fái sömu laun og önnur réttindi og þeir sem vinni sams konar störf þar á vegum verkalýðsfélaganna. Á þetta hafi ísal ekki fallist. „Og þá erum við að horfa á varðandi ferðapeninga, það eru bónusar og jafnvel starfsmenntunarálag og annað sem er inni í launum hjá mönnum. Við erum þá að horfa á 30 til 40 prósent lakari laun fyrir þá verktaka sem kæmu hingað á almennum launum inn á svæðið,“ segir Kolbeinn. Það sé sparnaðurinn sem Ísal vilji ná fram.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira