Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 12:23 Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. Vísir/Stefán Nýr búvörusamningur er dauðadómur yfir rekstri sjálfstæðra afurðastöðva í mjólkuriðnaði og alvarleg aðför að hagsmunum íslenskra neytenda að mati Ólafs M. Magnússonar forstjóra Mjólkurbússins KÚ. Ólafur bendir á að samkvæmt 12. grein samningsins sé verðlagningarvald fært til Mjólkursamsölunnar á sama tíma og framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins sé aukið en samningurinn gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála muni hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar. „Eftir þennan samning og þennan gjörning þá sitjum við í sjálfstæðum afurðarstöðum eftir með það að við eigum allt okkar líf undir velvild og geðþótta MS komið. Menn þekkja söguna um afdrif þeirra fyrirtækja sem reynt hafa að keppa við MS.“ segir Ólafur.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Þá segir Ólafur að með tilkomu samningins sé verðlagsnefnd ætlað að samþykkja ákvarðanir MS. „Í raun er verðlagsnefnd ekki lögð niður heldur er hún nú kölluð „opinber aðili“ í samningnum. Er henni þá ætlað að leggja blessun sína og stimpla ákvarðanir MS. Það hlýtur að vekja upp stórar spurningar þegar fyrirtæki sem er með markaðsráðandi stöðu, með yfir 98 prósent markaðshlutdeild, treystir sér ekki til þess að starfa samkvæmt samkeppnislögumm,“ segir Ólafur.Bindur vonir við að Alþingi grípi í taumanaSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur varið búvörusamninginn og gefur hann lítið fyrir þá gagnrýni á samninginn sem komið hefur upp á undanförnum dögum. Samtök Verslunar og þjónustu gagnrýndu í gær samninginn og sögðu að hann myndi kosta skattgreiðendur tugi milljarða og líku honum við Svavarssamningin svokallaða í Icesave-málinu.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningÍ færslu á vefsíðu sinni sagði Sigmundur Davíð að sú gagnrýni væri „komin langt út í haga“ og að stuðningur við landbúnaðinn snerist um að spara gjaldeyri. Ólafur er ekki hress með Sigmund Davíð og segir afstöðu hans í málinu undarlega. „Það er stórundarlegt að forsætisráðherra landsins telur það hafið yfir gagnrýni þegar verið er að höndla með 22 milljarða úr opinberu fé,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að Alþingi muni grípa inn í og koma í veg fyrir að samningurinn verði að veruleika en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður flokksins, segjast ekki ætla að styðja samninginn. Búvörusamningar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Nýr búvörusamningur er dauðadómur yfir rekstri sjálfstæðra afurðastöðva í mjólkuriðnaði og alvarleg aðför að hagsmunum íslenskra neytenda að mati Ólafs M. Magnússonar forstjóra Mjólkurbússins KÚ. Ólafur bendir á að samkvæmt 12. grein samningsins sé verðlagningarvald fært til Mjólkursamsölunnar á sama tíma og framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins sé aukið en samningurinn gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála muni hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar. „Eftir þennan samning og þennan gjörning þá sitjum við í sjálfstæðum afurðarstöðum eftir með það að við eigum allt okkar líf undir velvild og geðþótta MS komið. Menn þekkja söguna um afdrif þeirra fyrirtækja sem reynt hafa að keppa við MS.“ segir Ólafur.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Þá segir Ólafur að með tilkomu samningins sé verðlagsnefnd ætlað að samþykkja ákvarðanir MS. „Í raun er verðlagsnefnd ekki lögð niður heldur er hún nú kölluð „opinber aðili“ í samningnum. Er henni þá ætlað að leggja blessun sína og stimpla ákvarðanir MS. Það hlýtur að vekja upp stórar spurningar þegar fyrirtæki sem er með markaðsráðandi stöðu, með yfir 98 prósent markaðshlutdeild, treystir sér ekki til þess að starfa samkvæmt samkeppnislögumm,“ segir Ólafur.Bindur vonir við að Alþingi grípi í taumanaSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur varið búvörusamninginn og gefur hann lítið fyrir þá gagnrýni á samninginn sem komið hefur upp á undanförnum dögum. Samtök Verslunar og þjónustu gagnrýndu í gær samninginn og sögðu að hann myndi kosta skattgreiðendur tugi milljarða og líku honum við Svavarssamningin svokallaða í Icesave-málinu.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningÍ færslu á vefsíðu sinni sagði Sigmundur Davíð að sú gagnrýni væri „komin langt út í haga“ og að stuðningur við landbúnaðinn snerist um að spara gjaldeyri. Ólafur er ekki hress með Sigmund Davíð og segir afstöðu hans í málinu undarlega. „Það er stórundarlegt að forsætisráðherra landsins telur það hafið yfir gagnrýni þegar verið er að höndla með 22 milljarða úr opinberu fé,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að Alþingi muni grípa inn í og koma í veg fyrir að samningurinn verði að veruleika en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður flokksins, segjast ekki ætla að styðja samninginn.
Búvörusamningar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira