Tvær kvikmyndir með Alan Rickman frumsýndar í ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2016 18:58 Alan Rickman í hlutverki herforingjans Frank Benson. Leikaranum ástsæla Alan Rickman, sem varð heiminum harmdauði í janúar síðastliðnum eftir baráttu við krabbamein, mun bregða fyrir í tveimur nýjum kvikmyndum í ár. Í kvikmyndinni Eye In The Sky, sem væntanleg er í kvikmyndahús í apríl, leikur Rickman ásamt þeim Hellen Mirren og Aaron Paul.Sjá einnig: Alan Rickman látinn Myndin fjallar um afleiðingar drónaárása og er sögð spennutryllir af bestu gerð. Þar bregður Rickman sér í líki herforingjans Frank Benson sem verður að ákveða hvort uppræting glæpahóps í Austur-Afríku réttlæti dauða ungrar stúlku. Hér að neðan má sjá stiklu úr Eye In the Sky.Í nýrri kvikmynd um ævintýri Lísu í Undralandi, Alice Through The Looking Glass, má heyra hina einkennandi rödd Rickmans en hann ljáði margfætlunni rödd sína áður en hann lést. Í stiklunni hér að neðan má til að mynda heyra henni bregða fyrir. „Þú hefur verið of lengi í burtu, Lísa. Vini má ekki hunsa," segir hann meðal annars. Kvikmyndin verður frumsýnd í maí. Þrátt fyrir að hlutverk margfætlunnar sé ekki það stærsta sem hann tókst á við bætist hún í hóp þeirra fjölmörgu persóna sem Rickman glæddi lífi og höfðu áhrif á dægurmenningu vesturheims. Fjölmargir minnast Rickmans sem Hans Gruber úr kvikmyndinni Die Hard frá árinu 1988. Nokkrum árum síðar lék hann svo illmennið í Robin Hood: Prince of Thieves, fógetann af Nottingham, þar sem Kevin Costner var í hlutverki Hróa Hattar. Leikarinn eignaðist svo fleiri aðdáendur í myndinni Love Actually og þegar hann túlkaði Snape professor í Harry Potter-myndunum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44 Þegar Alan Rickman og Jimmy Fallon spjölluðu saman á helíumi Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, lést í gær, 69 ára að aldri. 15. janúar 2016 11:30 Ramsey-bölvunin heldur áfram að senda fræga fólkið í gröfina Skoraði daginn fyrir andlát David Bowie á sunnudaginn og Alan Rickman í dag. 14. janúar 2016 16:45 Nettröll telja Watson reyna að færa andlát Rickman sér í nyt „Sjáiði, feministi að notfæra sér andlát vinar síns til að verja málstað sinn.“ 14. janúar 2016 22:06 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikaranum ástsæla Alan Rickman, sem varð heiminum harmdauði í janúar síðastliðnum eftir baráttu við krabbamein, mun bregða fyrir í tveimur nýjum kvikmyndum í ár. Í kvikmyndinni Eye In The Sky, sem væntanleg er í kvikmyndahús í apríl, leikur Rickman ásamt þeim Hellen Mirren og Aaron Paul.Sjá einnig: Alan Rickman látinn Myndin fjallar um afleiðingar drónaárása og er sögð spennutryllir af bestu gerð. Þar bregður Rickman sér í líki herforingjans Frank Benson sem verður að ákveða hvort uppræting glæpahóps í Austur-Afríku réttlæti dauða ungrar stúlku. Hér að neðan má sjá stiklu úr Eye In the Sky.Í nýrri kvikmynd um ævintýri Lísu í Undralandi, Alice Through The Looking Glass, má heyra hina einkennandi rödd Rickmans en hann ljáði margfætlunni rödd sína áður en hann lést. Í stiklunni hér að neðan má til að mynda heyra henni bregða fyrir. „Þú hefur verið of lengi í burtu, Lísa. Vini má ekki hunsa," segir hann meðal annars. Kvikmyndin verður frumsýnd í maí. Þrátt fyrir að hlutverk margfætlunnar sé ekki það stærsta sem hann tókst á við bætist hún í hóp þeirra fjölmörgu persóna sem Rickman glæddi lífi og höfðu áhrif á dægurmenningu vesturheims. Fjölmargir minnast Rickmans sem Hans Gruber úr kvikmyndinni Die Hard frá árinu 1988. Nokkrum árum síðar lék hann svo illmennið í Robin Hood: Prince of Thieves, fógetann af Nottingham, þar sem Kevin Costner var í hlutverki Hróa Hattar. Leikarinn eignaðist svo fleiri aðdáendur í myndinni Love Actually og þegar hann túlkaði Snape professor í Harry Potter-myndunum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44 Þegar Alan Rickman og Jimmy Fallon spjölluðu saman á helíumi Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, lést í gær, 69 ára að aldri. 15. janúar 2016 11:30 Ramsey-bölvunin heldur áfram að senda fræga fólkið í gröfina Skoraði daginn fyrir andlát David Bowie á sunnudaginn og Alan Rickman í dag. 14. janúar 2016 16:45 Nettröll telja Watson reyna að færa andlát Rickman sér í nyt „Sjáiði, feministi að notfæra sér andlát vinar síns til að verja málstað sinn.“ 14. janúar 2016 22:06 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44
Þegar Alan Rickman og Jimmy Fallon spjölluðu saman á helíumi Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, lést í gær, 69 ára að aldri. 15. janúar 2016 11:30
Ramsey-bölvunin heldur áfram að senda fræga fólkið í gröfina Skoraði daginn fyrir andlát David Bowie á sunnudaginn og Alan Rickman í dag. 14. janúar 2016 16:45
Nettröll telja Watson reyna að færa andlát Rickman sér í nyt „Sjáiði, feministi að notfæra sér andlát vinar síns til að verja málstað sinn.“ 14. janúar 2016 22:06
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein