Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2016 12:12 Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vík Prjónsdóttir var klofið frá Víkurprjón fyrir söluna árið 2012. Vísir/Þórhildur Þorkelsdóttir. „Mér finnst þetta virkilega sláandi mál því við höfum alltaf kappkostað við að hafa rekjanleika og gagnsæi í okkar framleiðslu,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, hönnuður og einn af eigendum Vík Prjónsdóttur, vegna mansalsmálsins í Vík í Mýrdal sem greint var frá í síðustu viku. Vík Prjónsdóttir hætti öllu samstarfi við Víkurprjón árið 2012 Karlmaður um fertugt er í gæsluvarðhaldi til 18. mars næstkomandi grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili hans í Vík. Maðurinn átti og stýrði fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki útivistavörufyrirtækisins Icewear. Fyrirtækið Drífa er síðan eigandi Icewear en Drífa keypti Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vík Prjónsdóttir var stofnuð árið 2005 sem upphaflega samstarfsverkefni nokkurra hönnuða og Víkurprjóns og er Guðfinna Mjöll einn þeirra hönnuða. Margir gætu því hafa tengt Vík Prjónsdóttur við þetta mál en Guðfinna segir fyrirtækið hafa verið klofið frá Víkurprjón fyrir söluna á fyrirtækinu til Icewear árið 2012 og segist hún vera afar þakklát fyrir það í dag. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir.Þarf að koma upp keðjuábyrgð Eigendur Icewear hafa varist frétta af málinu en Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, sagði í samtali við fréttastofu í gær að málið tengdist fyrirtæki hans ekki beint og að hvorki hann né annað starfsfólk hefði vitað af tilvist kvennanna. Fyrir áramót kom upp annað mál tengt manninum þar sem talið var að hann væri með starfsfólk í vinnu sem ekki til þess réttindi. Þeim starfsmönnum var vísað úr landi en fyrirtækið hélt áfram að starfa fyrir Icewear allt þar til á fimmtudag. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sagði við fréttastofu 365 á laugardag að stærri fyrirtæki verði að sýna ábyrgð, það er að þau geti ekki fríað sig ábyrgð á brotum undirverktaka. „Varðandi Icewear sérstaklega, og fyrirtæki sem eru með undirverktaka, þá þarf náttúrlega að koma upp keðjuábyrgð,“ sagði Drífa. Guðfinna Mjöll tekur undir þessi orð. „Það getur verið fullt af frábærum framleiðslufyrirtækjum um allan heim en líka önnur sem níðast á fólki, en þú sem framleiðandi verður að bera ábyrgð á því hvar þú ætlar að láta framleiða fyrir þig. Það er það sem er svo stór ábyrgð. Það kemur oft upp að það er lofað öllu fögru en svo er eitthvað misjafnt í gangi. Mér finnst svo flott að Starfsgreinasambandið var að benda á þessa keðjuábyrgð að sá sem kaupir af öðru fyrirtæki verður líka að bera ábyrgð á að það sé allt í lagi,“ segir Guðfinna Mjöll. Ábyrgð neytenda töluverð Hún segir það vera sláandi ef rétt reynist að svona brot séu orðin að veruleika hér á landi. „Svo þarf að skoða hvort þetta leynist víðar hér á landi.“Þá segir Guðfinna ábyrgð neytenda vera töluverða í svona málum. „Flestir segjast vera hlynntir mannréttindum en samt vilja þeir geta keypt hluti á verði sem gengur ekki upp í flestum tilvikum. Þetta er í allri framleiðslu. Byltingin verður að eiga sér stað hjá neytendum, þeir verða að segja stopp.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
„Mér finnst þetta virkilega sláandi mál því við höfum alltaf kappkostað við að hafa rekjanleika og gagnsæi í okkar framleiðslu,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, hönnuður og einn af eigendum Vík Prjónsdóttur, vegna mansalsmálsins í Vík í Mýrdal sem greint var frá í síðustu viku. Vík Prjónsdóttir hætti öllu samstarfi við Víkurprjón árið 2012 Karlmaður um fertugt er í gæsluvarðhaldi til 18. mars næstkomandi grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili hans í Vík. Maðurinn átti og stýrði fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki útivistavörufyrirtækisins Icewear. Fyrirtækið Drífa er síðan eigandi Icewear en Drífa keypti Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vík Prjónsdóttir var stofnuð árið 2005 sem upphaflega samstarfsverkefni nokkurra hönnuða og Víkurprjóns og er Guðfinna Mjöll einn þeirra hönnuða. Margir gætu því hafa tengt Vík Prjónsdóttur við þetta mál en Guðfinna segir fyrirtækið hafa verið klofið frá Víkurprjón fyrir söluna á fyrirtækinu til Icewear árið 2012 og segist hún vera afar þakklát fyrir það í dag. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir.Þarf að koma upp keðjuábyrgð Eigendur Icewear hafa varist frétta af málinu en Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, sagði í samtali við fréttastofu í gær að málið tengdist fyrirtæki hans ekki beint og að hvorki hann né annað starfsfólk hefði vitað af tilvist kvennanna. Fyrir áramót kom upp annað mál tengt manninum þar sem talið var að hann væri með starfsfólk í vinnu sem ekki til þess réttindi. Þeim starfsmönnum var vísað úr landi en fyrirtækið hélt áfram að starfa fyrir Icewear allt þar til á fimmtudag. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sagði við fréttastofu 365 á laugardag að stærri fyrirtæki verði að sýna ábyrgð, það er að þau geti ekki fríað sig ábyrgð á brotum undirverktaka. „Varðandi Icewear sérstaklega, og fyrirtæki sem eru með undirverktaka, þá þarf náttúrlega að koma upp keðjuábyrgð,“ sagði Drífa. Guðfinna Mjöll tekur undir þessi orð. „Það getur verið fullt af frábærum framleiðslufyrirtækjum um allan heim en líka önnur sem níðast á fólki, en þú sem framleiðandi verður að bera ábyrgð á því hvar þú ætlar að láta framleiða fyrir þig. Það er það sem er svo stór ábyrgð. Það kemur oft upp að það er lofað öllu fögru en svo er eitthvað misjafnt í gangi. Mér finnst svo flott að Starfsgreinasambandið var að benda á þessa keðjuábyrgð að sá sem kaupir af öðru fyrirtæki verður líka að bera ábyrgð á að það sé allt í lagi,“ segir Guðfinna Mjöll. Ábyrgð neytenda töluverð Hún segir það vera sláandi ef rétt reynist að svona brot séu orðin að veruleika hér á landi. „Svo þarf að skoða hvort þetta leynist víðar hér á landi.“Þá segir Guðfinna ábyrgð neytenda vera töluverða í svona málum. „Flestir segjast vera hlynntir mannréttindum en samt vilja þeir geta keypt hluti á verði sem gengur ekki upp í flestum tilvikum. Þetta er í allri framleiðslu. Byltingin verður að eiga sér stað hjá neytendum, þeir verða að segja stopp.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50