Maserati Levante jeppi á markað í vor Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2016 13:45 Maserati Levante. worldcarfans Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati er einn þeirra mörgu bílaframleiðenda sem ætlar að framleiða jeppa fyrsta sinni og með því að svara hinni miklu eftirspurn sem eftir jeppum og jepplingum eru í heiminum um þessar mundir. Jeppi Maserati heitir Levante og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar, en nú þegar hefur Maserati birt af honum myndir. Maserati segir að þessi jeppi sé enginn eftirbátur annarra góðra akstursbíla fyrirtækisins og að drifgeta hans sé með allra besta móti. Hann er með stillanlega loftpúðafjöðrun og verður aðeins í boði fjórhjóladrifinn. Talsvert val er í vélbúnaði, þ.e. tvær bensínvélar, reyndar báðar 3,0 lítra, sem skila annarsvegar 350 hestöflum og hinsvegar 430 hestöflum. Einnig má fá bílinn með 3,0 lítra dísilvél, 275 hestafla. Með bensínvélunum er bílinn 5,2 sekúndur í hundraðið og með þeirri aflminni 6,3 sekúndur. Með dísilvélinni tekur þessi hröðun 6,9 sekúndur. Maserati hefur nú þegar hafið framleiðslu á jeppanum og sala hans hefst í Evrópu á vormánuðum. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati er einn þeirra mörgu bílaframleiðenda sem ætlar að framleiða jeppa fyrsta sinni og með því að svara hinni miklu eftirspurn sem eftir jeppum og jepplingum eru í heiminum um þessar mundir. Jeppi Maserati heitir Levante og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar, en nú þegar hefur Maserati birt af honum myndir. Maserati segir að þessi jeppi sé enginn eftirbátur annarra góðra akstursbíla fyrirtækisins og að drifgeta hans sé með allra besta móti. Hann er með stillanlega loftpúðafjöðrun og verður aðeins í boði fjórhjóladrifinn. Talsvert val er í vélbúnaði, þ.e. tvær bensínvélar, reyndar báðar 3,0 lítra, sem skila annarsvegar 350 hestöflum og hinsvegar 430 hestöflum. Einnig má fá bílinn með 3,0 lítra dísilvél, 275 hestafla. Með bensínvélunum er bílinn 5,2 sekúndur í hundraðið og með þeirri aflminni 6,3 sekúndur. Með dísilvélinni tekur þessi hröðun 6,9 sekúndur. Maserati hefur nú þegar hafið framleiðslu á jeppanum og sala hans hefst í Evrópu á vormánuðum.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent