Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2016 20:32 Frá vinstri: Þau Henry Cavill, Gal Gadot og Ben Affleck verða öll meðal leikara í Justice League. Bandaríska stórmyndin Justice League verður að hluta til tekin upp hér á landi. Þetta kemur fram í frétt á vef Entertainment Weekly í dag. Justice League er ofurhetjumynd af stærstu gerð og koma þar allar helstu ofurhetjur DC-Comics, svo sem Ofurmennið, Leðurblökumaðurinn og Undrakonan, við sögu. Myndinni er ætlað að vera nokkurs konar svar við Avengers-myndabálk Marvel, sem hefur notið gífurlegra vinsælda síðastliðin ár.Að því er kemur fram í frétt Entertainment Weekly hefjast tökur á myndinni þann 11. apríl næstkomandi. Þær fara að mestu leyti fram á Englandi en einnig hér á landi. Undirbúningur myndarinnar hefur lengi staðið yfir og til að mynda var búið að ráða George Miller, leikstjóra Mad Max-myndanna, til að leikstýra slíkri mynd árið 2007 en hætta þurfti við á síðustu stundu vegna verkfalls handritshöfunda vestanhafs. Kvikmyndin Batman v. Superman: Dawn of Justice er væntanleg í kvikmyndahús í næsta mánuði en þar eru kynntar til sögunnar fjölmargar af þeim ofurhetjum sem skipa stórskotaliðið í Justice League. Leikarar þeirrar myndar, Henry Cavill, Ben Affleck, Gal Gadot og fleiri, munu aftur fara með aðahlutverkin í Justice League og þá verður leikstjórinn Zack Snyder sömuleiðis áfram við stjórnvölinn. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24 Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríska stórmyndin Justice League verður að hluta til tekin upp hér á landi. Þetta kemur fram í frétt á vef Entertainment Weekly í dag. Justice League er ofurhetjumynd af stærstu gerð og koma þar allar helstu ofurhetjur DC-Comics, svo sem Ofurmennið, Leðurblökumaðurinn og Undrakonan, við sögu. Myndinni er ætlað að vera nokkurs konar svar við Avengers-myndabálk Marvel, sem hefur notið gífurlegra vinsælda síðastliðin ár.Að því er kemur fram í frétt Entertainment Weekly hefjast tökur á myndinni þann 11. apríl næstkomandi. Þær fara að mestu leyti fram á Englandi en einnig hér á landi. Undirbúningur myndarinnar hefur lengi staðið yfir og til að mynda var búið að ráða George Miller, leikstjóra Mad Max-myndanna, til að leikstýra slíkri mynd árið 2007 en hætta þurfti við á síðustu stundu vegna verkfalls handritshöfunda vestanhafs. Kvikmyndin Batman v. Superman: Dawn of Justice er væntanleg í kvikmyndahús í næsta mánuði en þar eru kynntar til sögunnar fjölmargar af þeim ofurhetjum sem skipa stórskotaliðið í Justice League. Leikarar þeirrar myndar, Henry Cavill, Ben Affleck, Gal Gadot og fleiri, munu aftur fara með aðahlutverkin í Justice League og þá verður leikstjórinn Zack Snyder sömuleiðis áfram við stjórnvölinn.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24 Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24
Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58
Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45
Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38