Fótbolti

Juventus bjargaði andlitinu á heimavelli | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thomas Müller fagnar marki sínu í kvöld.
Thomas Müller fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Juventus hélt vonum sínum á lífi í Meistaradeild Evrópu eftir slæma byrjun gegn Bayern München á heimavelli í kvöld.

Liðin áttust við í 16-liða úrslitunum en þetta var fyrri viðureign liðanna og fór fram í Tórínó.

Thomas Müller og Arjen Robben komu Þjóðverjunum í 2-0 forystu og virtust hafa nánast gert út um einvígið með tveimur útivallarmörkum.

En Paulo Dybala og Stefano Sturaro jöfnuðu metin fyrir Juventus og sáu til þess að ítölsku meistararnir fara í síðari leikinn í Þýskalandi með raunhæfan möguleika á sæti í fjórðungsúrslitunum.

Bayern stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik en var refsað í þeim síðari, sem gefur Ítölunum von fyrir síðari leikinn sem fer fram á Allianz-leikvanginum í München þann 16. mars.

Thomas Müller kom Bayern yfir á 43. mínútu: Arjen Robben skoraði annað mark Bayern á 55. mínútu: Paulis Dybala minnkaði muninn fyrir Juventus á 63. mínútu: Stefano Sturaro jafnaði fyrir Juventus á 76. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×