EyeSight tækniundur ársins í Tékklandi Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2016 15:59 Subaru Eyesight styðst við tvær myndavélar í framrúðu Subaru bíla og tengist bremsukerfi þeirra og bregst við aðsteðjandi hættu. Subaru eru vinsælir bílar í Tékklandi og eru farnir að ögra innlenda bílaframleiðandanum Skoda þar í landi. Fyrr í mánuðinum valdi blönduð dómnefnd bílablaðamanna og áhugafólks forvarnarkerfið EyeSight í Subaru Outback sem tækniundur ársins á tékkneska bílamarkaðnum auk þess sem Subaru Levorg blandaði sér í efstu sætin um val á bíl ársins 2016 þar í landi og hlaut á endanum brosið. Öryggiskerfið Eyesight tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. EyeSight er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem völ er á í dag og aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru bílar með EyeSight koma 80% sjaldnar við sögu við aftanákeyrslur og 50% sjaldnar við sögu þar sem ekið var á gangandi vegfarendur. . Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent
Subaru eru vinsælir bílar í Tékklandi og eru farnir að ögra innlenda bílaframleiðandanum Skoda þar í landi. Fyrr í mánuðinum valdi blönduð dómnefnd bílablaðamanna og áhugafólks forvarnarkerfið EyeSight í Subaru Outback sem tækniundur ársins á tékkneska bílamarkaðnum auk þess sem Subaru Levorg blandaði sér í efstu sætin um val á bíl ársins 2016 þar í landi og hlaut á endanum brosið. Öryggiskerfið Eyesight tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. EyeSight er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem völ er á í dag og aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru bílar með EyeSight koma 80% sjaldnar við sögu við aftanákeyrslur og 50% sjaldnar við sögu þar sem ekið var á gangandi vegfarendur. .
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent