Rannsaka mansal af krafti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Lögreglan á Suðurlandi nýtir allan kraft sinn í rannsókn á mansali á Vík. Mynd/Stöð 2 „Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. Eigandi Vonta International, sem var undirverktaki Icewear, situr nú í gæsluvarðhaldi og tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals eru í öruggu skjóli. Þær fá aðstoð og vernd í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali. Þorgrímur Óli segir ekkert nýtt hafa komið fram en lögreglunni hafi þó borist ábending sem tengist mansali. „Við höfum ekki haft tök á að skoða hana enn.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur eitt annað mansalsmál til rannsóknar sem tengist gistiheimili á Selfossi. Upphaf málsins má rekja til ársins 2014, tvær pólskar konur höfðu stöðu þolenda mansals og eru komnar úr landi. Þær nutu meðal annars aðstoðar Bárunnar stéttarfélags. Enn hefur meintur gerandi málsins ekki verið tekinn til skýrslutöku vegna anna lögreglunnar í umdæminu en það stendur til bóta að sögn Þorgríms Óla. Hann vill engar upplýsingar gefa um málið. „Við höfum lært mikið af þessu máli í Vík. Þar fengum við góða aðstoð. Við erum ekki feimin við að kalla okkur til aðstoðar sérfræðinga í þessum efnum. Þá eru verkalýðsfélögin að vinna í þessum málum og maður getur alveg búist við því að það geti eitthvað komið út úr því á næstunni.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. Eigandi Vonta International, sem var undirverktaki Icewear, situr nú í gæsluvarðhaldi og tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals eru í öruggu skjóli. Þær fá aðstoð og vernd í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali. Þorgrímur Óli segir ekkert nýtt hafa komið fram en lögreglunni hafi þó borist ábending sem tengist mansali. „Við höfum ekki haft tök á að skoða hana enn.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur eitt annað mansalsmál til rannsóknar sem tengist gistiheimili á Selfossi. Upphaf málsins má rekja til ársins 2014, tvær pólskar konur höfðu stöðu þolenda mansals og eru komnar úr landi. Þær nutu meðal annars aðstoðar Bárunnar stéttarfélags. Enn hefur meintur gerandi málsins ekki verið tekinn til skýrslutöku vegna anna lögreglunnar í umdæminu en það stendur til bóta að sögn Þorgríms Óla. Hann vill engar upplýsingar gefa um málið. „Við höfum lært mikið af þessu máli í Vík. Þar fengum við góða aðstoð. Við erum ekki feimin við að kalla okkur til aðstoðar sérfræðinga í þessum efnum. Þá eru verkalýðsfélögin að vinna í þessum málum og maður getur alveg búist við því að það geti eitthvað komið út úr því á næstunni.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50