Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. febrúar 2016 12:38 Frá Straumsvík í morgun. Vísir/Vilhelm „Það var búið að lesta einhverjum fimm hundruð tonnum af áli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem fór í Straumsvík í morgun til að styðja við verkfallsvörslu félagsmanna í Hlíf. Verkfall félagsmanna Hlífar sem starfa við að lesta áli í skip við verksmiðju Rio Tinto Alcan hófst á miðnætti. Telja sig hafa fulla heimild Verkfallsverðir stöðvuð lestunina nú um hádegisbil. Gylfi segir að Hlíf hafi verið í fullum rétti til þess. „Við teljum að þetta sé brot á því sem er heimilt er, að það megi ekki ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Við töldum okkar hafa fulla heimild til þess að koma í veg fyrir þessa lestun,“ segir hann. Formaður Hlífar, Kolbeinn Gunnarsson, sagði við Vísi í morgun að verkefni dagsins væri að hindra það að gengið verði í störf starfsmanna álversins.vísir/anton brinkGylfi segir að ef menn telja vera einhver lögfræðileg þrætuepli um málið eigi það að fara sína leið í réttarkerfinu en ekki að taka slag við starfsmenn á bryggjunni. „Það er alveg ljóst að deilan er komin á mjög alvarlegt stig,“ segir Gylfi sem segir starfsmenn hafa verið beittir þvingunum í 14 mánuði. „Þær þvinganir felast í því að starfsmennirnir hafa ekki fengið launahækkanir eins og allir aðrir landsmenn. Það eitt og sér er þvingunaraðferð, að vera að þvinga starfsmenn til að samþykkja eitthvað sem þeir vilja ekki samþykkja,“ segir hann. „Þeir bara neita að semja.“Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík.Vísir/VilhelmLöglega boðað verkfall Gylfi segir að félagsdómur hafi úrskurðað um lögmæti verkfallsaðgerðanna í gærkvöldi. Skiljanlega þurfi hún að vera skýr og öllum ljóst hverjir það eru sem leggja niður störf. Hann segir engan vafa vera um það í þessu tilviki. „Þetta er tiltölulega einfalt. Það er þarna deild í fyrirtækinu sem heitir flutningadeild sem að skipar út áli sem er tiltölulega auðkennanlegt,“ segir hann. „Og okkur er þetta heimilt og okkur er þá líka heimilt að fylgja þessu eftir.“ Gylfi segist óttast það að deilur sem þessar verði harðari ákveði fyrirtæki að hverfa aftur til þess tíma þar sem reynt var að fá aðila utan stéttarfélaganna til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. „Þá verða starfsmenn að verja sinn rétt með beinum hætti,“ segir hann. „Ég held að það sé ekki mjög klókt hjá atvinnulífinu að gera,“ segir Gylfi. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
„Það var búið að lesta einhverjum fimm hundruð tonnum af áli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem fór í Straumsvík í morgun til að styðja við verkfallsvörslu félagsmanna í Hlíf. Verkfall félagsmanna Hlífar sem starfa við að lesta áli í skip við verksmiðju Rio Tinto Alcan hófst á miðnætti. Telja sig hafa fulla heimild Verkfallsverðir stöðvuð lestunina nú um hádegisbil. Gylfi segir að Hlíf hafi verið í fullum rétti til þess. „Við teljum að þetta sé brot á því sem er heimilt er, að það megi ekki ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Við töldum okkar hafa fulla heimild til þess að koma í veg fyrir þessa lestun,“ segir hann. Formaður Hlífar, Kolbeinn Gunnarsson, sagði við Vísi í morgun að verkefni dagsins væri að hindra það að gengið verði í störf starfsmanna álversins.vísir/anton brinkGylfi segir að ef menn telja vera einhver lögfræðileg þrætuepli um málið eigi það að fara sína leið í réttarkerfinu en ekki að taka slag við starfsmenn á bryggjunni. „Það er alveg ljóst að deilan er komin á mjög alvarlegt stig,“ segir Gylfi sem segir starfsmenn hafa verið beittir þvingunum í 14 mánuði. „Þær þvinganir felast í því að starfsmennirnir hafa ekki fengið launahækkanir eins og allir aðrir landsmenn. Það eitt og sér er þvingunaraðferð, að vera að þvinga starfsmenn til að samþykkja eitthvað sem þeir vilja ekki samþykkja,“ segir hann. „Þeir bara neita að semja.“Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík.Vísir/VilhelmLöglega boðað verkfall Gylfi segir að félagsdómur hafi úrskurðað um lögmæti verkfallsaðgerðanna í gærkvöldi. Skiljanlega þurfi hún að vera skýr og öllum ljóst hverjir það eru sem leggja niður störf. Hann segir engan vafa vera um það í þessu tilviki. „Þetta er tiltölulega einfalt. Það er þarna deild í fyrirtækinu sem heitir flutningadeild sem að skipar út áli sem er tiltölulega auðkennanlegt,“ segir hann. „Og okkur er þetta heimilt og okkur er þá líka heimilt að fylgja þessu eftir.“ Gylfi segist óttast það að deilur sem þessar verði harðari ákveði fyrirtæki að hverfa aftur til þess tíma þar sem reynt var að fá aðila utan stéttarfélaganna til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. „Þá verða starfsmenn að verja sinn rétt með beinum hætti,“ segir hann. „Ég held að það sé ekki mjög klókt hjá atvinnulífinu að gera,“ segir Gylfi.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37