Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2016 12:58 Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík í morgun. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn verða verja tilveru fyrirtækisins og grípa til þeirra ráða sem þeir hafi til að koma framleiðslunni til viðskiptavina fyrirtækisins. Útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar á áli frá verksmiðju Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti eftir að félagsdómur staðfesti í gærkvöldi að aðgerðirnar væru löglegar. Í morgun gerðu síðan Rannveig Rist forstjóri fyrirtækisins og aðrir yfirmenn sig líkleg til að flytja ál um borð í skip við höfnina, sem byrjað var að lesta í gær. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í þessi störf. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt og vill Ólafur teitur engu spá um hvort þessar aðgerðir færi deiluaðila nær eða fjær samningum. „Við erum bara að reyna að sinna okkar hlutverki sem er að framleiða hér ál og selja það og reyna að tryggja að fyrirtækið lifi. Það er mjög erfitt fyrir öll fyrirtæki sem fá engar tekjur að lifa og geta ekkert selt. Það er það sem vakir fyrir okkur með þessu, að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins,“ segir Ólafur Teitur. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins og Magnús Nordal lögfræðingur sambandsins mættu á hafnarbakkann í morgun og ræddu við yfirmenn álversins með verkfallsvörðum. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar segir yfirmenn hafa sent þá tólf starfsmenn sem eru í flutningsdeildinni heim í morgun þar sem þeir væru í verkfalli og síðan ætlað að ganga inn í þeirra störf. „Þeir fengu að setja þarna um borð nokkur heysi. En þeir eru stopp núna. Við erum búnir að stoppa þetta og ég tel að við séum búnir að stoppa þetta varanlega. Það verði þá bara okkar menn sem koma öðrum vörum um borð í skipið en það verður ekki skipað út áli,“ segir Kolbeinn. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík í morgun. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn verða verja tilveru fyrirtækisins og grípa til þeirra ráða sem þeir hafi til að koma framleiðslunni til viðskiptavina fyrirtækisins. Útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar á áli frá verksmiðju Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti eftir að félagsdómur staðfesti í gærkvöldi að aðgerðirnar væru löglegar. Í morgun gerðu síðan Rannveig Rist forstjóri fyrirtækisins og aðrir yfirmenn sig líkleg til að flytja ál um borð í skip við höfnina, sem byrjað var að lesta í gær. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í þessi störf. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt og vill Ólafur teitur engu spá um hvort þessar aðgerðir færi deiluaðila nær eða fjær samningum. „Við erum bara að reyna að sinna okkar hlutverki sem er að framleiða hér ál og selja það og reyna að tryggja að fyrirtækið lifi. Það er mjög erfitt fyrir öll fyrirtæki sem fá engar tekjur að lifa og geta ekkert selt. Það er það sem vakir fyrir okkur með þessu, að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins,“ segir Ólafur Teitur. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins og Magnús Nordal lögfræðingur sambandsins mættu á hafnarbakkann í morgun og ræddu við yfirmenn álversins með verkfallsvörðum. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar segir yfirmenn hafa sent þá tólf starfsmenn sem eru í flutningsdeildinni heim í morgun þar sem þeir væru í verkfalli og síðan ætlað að ganga inn í þeirra störf. „Þeir fengu að setja þarna um borð nokkur heysi. En þeir eru stopp núna. Við erum búnir að stoppa þetta og ég tel að við séum búnir að stoppa þetta varanlega. Það verði þá bara okkar menn sem koma öðrum vörum um borð í skipið en það verður ekki skipað út áli,“ segir Kolbeinn.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38
Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29
Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45
Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06
„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02