Þrír þolendur í mansali í Vík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Þolendur mansals í yfirstandandi rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi eru nú þrír. Þriðja konan er einnig frá Srí Lanka. Mynd/Stöð 2 Þrjár konur frá Srí Lanka fá stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Tvær konur fundust við húsleit hjá fyrirtækinu Vonta International á Víkurbraut í aðgerðum lögreglu á fimmtudag og eru nú í skjóli yfirvalda. Þriðja konan sætti einnig illri meðferð eiganda Vonta International ehf. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segist ekki vilja tjá sig um rannsókn málsins á þessu stigi vegna rannsóknarhagsmuna. Hann nýtur aðstoðar mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eigandinn var úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald á föstudag. Konurnar tvær sem lögreglan færði í skjól á fimmtudag saumuðu saman flíkur í herbergi á heimili eiganda fyrirtækisins fyrir Icewear. Fyrirtækið var undirverktaki Icewear allt þar til eigandinn var handtekinn á fimmtudag. Lögregla hafði einnig afskipti af fyrirtækinu í desember en þá störfuðu þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu án leyfa. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Icewear, ítrekar að hann hafi ekki vitað af konunum og meðferð þeirra. Hann segir fyrirtækið hafa skoðað undirverktaka sína hér á landi í kjölfar rannsóknar lögreglu. „Það er bara einn undirverktaki annar á Íslandi, hjón sem starfa fyrir okkur og þar er allt með felldu. Annars vil ég ekki tjá mig um málið og ætla að gefa út yfirlýsingu um það seinna,“ segir Ágúst Þór og segir fyrirtækið vinna að því að þróa verkferla til að fyrirbyggja illa meðferð verktaka á starfsfólki í framtíðinni. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögfræðingur og réttargæslumaður, harðneitaði að ræða málefni kvennanna á nokkurn hátt þegar eftir því var leitað hvort þær nytu þjónustu og aðgæslu stjórnvalda samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnar. Heimildir fréttastofu herma að allar konurnar njóti verndar yfirvalda. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali hefur nú verið endurskoðuð og verður áfram í endurskoðun á árinu. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur alþingismanns um áætlun gegn mansali sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Sérstök áhersla verður nú lögð á baráttu gegn vinnumansali með átaki lögreglu í samvinnu við eftirlitsstofnanir og aðila vinnumarkaðarins. Síðustu tvö ár hafa þrjátíu fræðslufundir verið haldnir á landinu um mansal. Á þeim var farið yfir helstu einkenni hugsanlegra fórnarlamba mansals og möguleg úrræði. Íslensk stjórnvöld voru gagnrýnd í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal sem kom út í júlí á síðasta ári og ekki talin styðja nægilega við löggæslu. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar annað mansalsmál frá árinu 2014 sem henni hefur ekki tekist að sinna vegna verkefnastöðu og mannafla. Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þrjár konur frá Srí Lanka fá stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Tvær konur fundust við húsleit hjá fyrirtækinu Vonta International á Víkurbraut í aðgerðum lögreglu á fimmtudag og eru nú í skjóli yfirvalda. Þriðja konan sætti einnig illri meðferð eiganda Vonta International ehf. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segist ekki vilja tjá sig um rannsókn málsins á þessu stigi vegna rannsóknarhagsmuna. Hann nýtur aðstoðar mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eigandinn var úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald á föstudag. Konurnar tvær sem lögreglan færði í skjól á fimmtudag saumuðu saman flíkur í herbergi á heimili eiganda fyrirtækisins fyrir Icewear. Fyrirtækið var undirverktaki Icewear allt þar til eigandinn var handtekinn á fimmtudag. Lögregla hafði einnig afskipti af fyrirtækinu í desember en þá störfuðu þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu án leyfa. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Icewear, ítrekar að hann hafi ekki vitað af konunum og meðferð þeirra. Hann segir fyrirtækið hafa skoðað undirverktaka sína hér á landi í kjölfar rannsóknar lögreglu. „Það er bara einn undirverktaki annar á Íslandi, hjón sem starfa fyrir okkur og þar er allt með felldu. Annars vil ég ekki tjá mig um málið og ætla að gefa út yfirlýsingu um það seinna,“ segir Ágúst Þór og segir fyrirtækið vinna að því að þróa verkferla til að fyrirbyggja illa meðferð verktaka á starfsfólki í framtíðinni. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögfræðingur og réttargæslumaður, harðneitaði að ræða málefni kvennanna á nokkurn hátt þegar eftir því var leitað hvort þær nytu þjónustu og aðgæslu stjórnvalda samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnar. Heimildir fréttastofu herma að allar konurnar njóti verndar yfirvalda. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali hefur nú verið endurskoðuð og verður áfram í endurskoðun á árinu. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur alþingismanns um áætlun gegn mansali sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Sérstök áhersla verður nú lögð á baráttu gegn vinnumansali með átaki lögreglu í samvinnu við eftirlitsstofnanir og aðila vinnumarkaðarins. Síðustu tvö ár hafa þrjátíu fræðslufundir verið haldnir á landinu um mansal. Á þeim var farið yfir helstu einkenni hugsanlegra fórnarlamba mansals og möguleg úrræði. Íslensk stjórnvöld voru gagnrýnd í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal sem kom út í júlí á síðasta ári og ekki talin styðja nægilega við löggæslu. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar annað mansalsmál frá árinu 2014 sem henni hefur ekki tekist að sinna vegna verkefnastöðu og mannafla.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15