Viðskipti erlent

Fleiri milljarðamæringar í Peking en í New York

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Fleiri milljarðamæringar búa nú í Peking heldur en í New York. Er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Hundrað milljarðamæringar búa í Peking en 95 í New York. Þá búa 66 milljarðamæringar í Moskvu.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur milljarðamæringum fjölgað hratt í Peking undanfarin ár og þá sérstaklega í fyrra. Þá fjölgaði þeim um 32. Þetta kemur fram í nýrri könnun Hurun, sem er kínverskt fyrirtæki.

Samkvæmt Hurun eru nú 568 milljarðamæringar í Kína, og 40 prósent allra milljarðamæringa undir fertugu. Í Bandaríkjunum eru þeir 535. Efstu tíu einstaklingarnir á listanum eru þó frá Bandaríkjunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×