Rashford kom óvænt inn í byrjunarlið United fyrir Anthony Martial og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis, í sínum fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið. Mörkin hans má sjá hér að neðan.
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, var ánægður með frammistöðu sinna manna í gær og hrósaði Rashford sérstaklega.
„Þetta var frábær frammistaða en þú verður að sýna stöðugleika.
„Við erum að leita að stöðugum framherja, og það eru ekki margir slíkir í bransanum, en hann spilaði stórkostlega,“ sagði Hollendingurinn sem býst ekki við að Martial verði lengi frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í upphituninni fyrir leikinn gegn dönsku meisturunum.
„Þetta virðist ekki vera alvarlegt. Hann er þreyttur því hann er bara tvítugur og hefur spilað alla leikina á tímabilinu,“ sagði Van Gaal um meiðsli Frakkans.