Flugvél brotlendir á þjóðvegi í Kaliforníu Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2016 11:01 Á mánudaginn var neyddist flugmaður lítillar flugvélar að nauðlenda á bílvegi í Pacoima í Kaliforníu og skemmdi nokkra bíla í dramatískri nauðlendingu. Náðist myndskeið af atvikinu á öryggismyndavél, sem sjá má hér. Þó ólíklegt megi teljast þá meiddist enginn í nauðlendingunni, hvorki ökumenn né flugmaður vélarinnar. Flugmaðurinn þurfti að forðast bæði bíla og gangandi vegfarendur og má segja að aðeins heppni hafi valdið því að ekki hafi farið ver. Því fór þessi nauðlending á allra besta veg miðað við aðstæður. Ekki er ljóst hvað olli því að flugmaðurinn þurfti að nauðlenda en þó virðist flest benda til þess að vélin hafi verið vélarvana en á henni er aðeins einn mótor. Á þessum sama stað í nágrenni Whiteman flugvallararins í Kaliforníu fyrir um ári varð annað flugslys þar sem lítil flugvél fór niður og þá fórst flugmaður hennar. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent
Á mánudaginn var neyddist flugmaður lítillar flugvélar að nauðlenda á bílvegi í Pacoima í Kaliforníu og skemmdi nokkra bíla í dramatískri nauðlendingu. Náðist myndskeið af atvikinu á öryggismyndavél, sem sjá má hér. Þó ólíklegt megi teljast þá meiddist enginn í nauðlendingunni, hvorki ökumenn né flugmaður vélarinnar. Flugmaðurinn þurfti að forðast bæði bíla og gangandi vegfarendur og má segja að aðeins heppni hafi valdið því að ekki hafi farið ver. Því fór þessi nauðlending á allra besta veg miðað við aðstæður. Ekki er ljóst hvað olli því að flugmaðurinn þurfti að nauðlenda en þó virðist flest benda til þess að vélin hafi verið vélarvana en á henni er aðeins einn mótor. Á þessum sama stað í nágrenni Whiteman flugvallararins í Kaliforníu fyrir um ári varð annað flugslys þar sem lítil flugvél fór niður og þá fórst flugmaður hennar.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent