Sport

Árni Björn í feiknastuði

Telma Tómasson skrifar
Afreksknapinn Árni Björn Pálsson er illviðráðanlegur í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, en hann vann keppni í slaktaumatölti í gærkvöldi á Skímu frá Kvistum og er enn stigahæstur í einstaklingskeppninni.

Lið hans, Auðsholtshjáleiga – Horse Export, er einnig efst að stigum sem stendur, en félagar Árna Björns, þau Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Ásmundur Ernir Snorrason, hafa einnig lagt til mikilvæg stig.

Keppnin í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í gærkvöldi var hörð, efstu knapar með úrvalssýningar og hestarnir í feiknaformi. Svo skemmtilega vildi til að í þremur efstu sætum sátu allir knaparnir hryssur, magnaðar hver á sinn hátt með mikla tölthæfileika, kraft og útgeislun.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá sýningu Árna Björns í forkeppninni og viðtal þegar úrslitin lágu fyrir.

Niðurstaða A-úrslita:

1. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 8.00

2. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.83

3. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 7.71

4. Hinrik Bragason - Pistill frá Litlu-Brekku - 7.54

5. Ísólfur Líndal Þórisson - Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 - 7.17

6. Sigurbjörn Bárðarson - Spói frá Litlu-Brekku - 6.38

Frekari úrslit og upplýsingar um einstaka dóma er að finna á meistaradeild.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×