Hatur og skrifræði Stefán Pálsson skrifar 28. febrúar 2016 11:00 Aðskilnaðarskilti á Suður-Afrískri strönd. Þann 10. mars árið 1966 var Sandra Laing, tíu ára skólastúlka í smábænum Piet Retief í Suður-Afríku, kölluð upp til skólastjórans. Á skrifstofu hans biðu tveir lögreglumenn sem fylgdu henni út af skólalóðinni. Skýringin var sú að skólanum höfðu borist kvartanir frá nokkrum foreldrum vegna Söndru litlu, sem væri dökk á hörund og mætti því ekki ganga í skóla sem ætlaður væri hvítum börnum í samræmi við aðskilnaðarstefnu stjórnvalda, Apartheid. Sandra Laing var að sönnu dökk yfirlitum, en vandinn var að foreldrar hennar voru það ekki. Laing-hjónin voru þvert á móti hvítir Suður-Afríkubúar af hollenskum uppruna, sem átt höfðu hvíta foreldra, afa og ömmur. Ekki var vitað um neina svarta forfeður. Þeim brá því nokkuð við þegar dóttirin reyndist hafa dökkt litaraft og reyndu að halda henni sem mest í skugga frá sólinni fyrstu árin. Með tímanum varð dökkt yfirbragðið hins vegar sífellt meira áberandi og hrokkið hárið sömuleiðis. Slúðrað var um að móðir Söndru hlyti að hafa haldið framhjá manni sínum, en blóðprufa þótti sanna faðernið með óyggjandi hætti. Niðurstaða vísindamanna var því sú að erfðaefni óþekkts svarts forföður hefði leynst í ættinni sem víkjandi gen, jafnvel í fjölmarga ættliði, en brotist svo fram með þessum kröftuga hætti. Fyrirbærið er velþekkt í erfðafræðinni og rannsóknir benda til að furðumikil blöndun hafi átt sér stað milli hvítra og svartra íbúa Suður-Afríku fyrst eftir að fyrrnefndi hópurinn lét á sér kræla á þeim slóðum.Húðlitur fyrir dómi Við tók flókinn málarekstur Laing-fjölskyldunnar sem rataði í tvígang alla leið upp í hæstarétt. Að lokum féllst rétturinn á að Sandra væri hvít í skilningi laganna og mætti búa í hverfi hvítra og sækja skóla þeirra. Þar með var þó ekki nema hálfur sigur unninn. Hver skólinn á fætur öðrum neitaði að innrita Söndru og foreldrar bönnuðu börnum sínum að umgangast hana. Hún var félagslega útskúfuð og umgekkst einna helst þeldökkt fólk sem gegndi þjónustustörfum í bænum. Sandra Laing var aðeins eitt af ótal fórnarlömbum kynþáttastefnunnar í Suður-Afríku. Allt frá því að Evrópumenn tóku að hreiðra um sig í landinu, höfðu ýmsar reglur gilt sem settu skorður við samskiptum kynþáttanna og sem miðuðu að því að tryggja drottnunarstöðu hvítra. Það var þó fyrst eftir kosningar árið 1948 að grímulaus aðskilnaðarstefna varð hin opinbera stefna ríkisvaldsins. Í kosningunum þetta ár komst Þjóðarflokkurinn til valda og átti eftir að halda um stjórnartaumana til ársins 1994 þegar allir íbúar landsins fengu loks kosningarétt. Þjóðarflokkurinn sótti í fyrstu fylgi sitt til efnaminni hvítra kjósenda, sem voru af hollensku bergi brotnir og töluðu hollenska blendingstungumálið Afrikaans.Apartheid var ætlað að ná til allra sviða þjóðfélagsins, allt frá því að skilyrða hvar einstakir hópar mættu búa og hvaða störfum þeir mættu sinna niður í smáatriði daglegs lífs, þar sem bekkir í almenningsgörðum eða vatnsvélar voru sérmerktar kynþáttum.Ótti við breytingar Þessi hópur upplifði valdaleysi gagnvart gömlu enskumælandi yfirstéttinni og fannst stöðu sinni ógnað á uppgangsárum síðari heimsstyrjaldar þegar efnahagslíf Suður-Afríku blés út. Stríður straumur af svörtu verkafólki lá til borganna, sem höfðu engan veginn undan vextinum. Margir hvítu íbúanna töldu sig því ekki njóta ávaxtanna af hagvextinum á sama tíma og láglaunaðir blökkumenn veittu þeim samkeppni um störfin og þrengdu að borgunum með sístækkandi fátækrahverfum á jaðrinum. Við þessu vildi Þjóðarflokkurinn bregðast með Apartheid-stefnu sinni. Markmiðið var að hindra að svartir íbúar landsins gætu keppt við hvíta um störf á ýmsum sviðum – þess í stað skyldu þeir gegna láglaunuðum verkamanna- og þjónustustörfum. Fjölda þeirra yrði jafnframt stillt í hóf í borgum landsins, þar sem þeir dveldust að jafnaði sem farandverkamenn, en fjölskyldur þeirra héldu til á fjarlægari svæðum. Réttlætingin fyrir þessu andstyggilega kerfi var sögð strangvísindaleg: að kynþáttum vegnaði best þegar þeir fengju að þróast án blöndunar og of mikilla samskipta við aðra. Þannig væri aðskilnaðurinn í raun hagsmunamál allra, ekki bara þeirra hvítu. Apartheid var ætlað að ná til allra sviða þjóðfélagsins, allt frá því að skilyrða hvar einstakir hópar mættu búa og hvaða störfum þeir mættu sinna niður í smáatriði daglegs lífs, þar sem bekkir í almenningsgörðum voru sérmerktir kynþáttum. Allri opinberri þjónustu var skipt niður í undirflokka. Þannig voru aðrir sjúkrabílar ætlaðir hvítum en svörtum og voru mörg dæmi um að fólk af öllum kynþáttum lést meðan beðið var eftir „réttum“ sjúkrabíl.Blýantsprófið Hjónabönd milli kynþátta voru bönnuð, sem og ástarsambönd og jafnvel kossar. Framkvæmd þeirra laga fylgdi mikið og flókið siðgæðiseftirlit. Íþróttakeppnir milli hvítra og svartra voru ekki beinlínis bannaðar, en þó illa séðar. Svona mætti lengi telja. Til að geta komið á aðskilnaði, þurfti fyrst að búa til flokkunarkerfi. Skilgreindir voru fjórir meginflokkar: hvítir, litaðir (eða blandaðir), fólk af asískum uppruna og svartir. Öllum landsmönnum bar að láta skrá sig og ganga með skilríki til að sýna fram á kynþátt sinn. Lágu refsingar við því að vera skilríkjalaus eða brjóta á annan hátt gegn reglunum, svo sem með því að vera á ferli í leyfisleysi í röngu hverfi. Að skráningu lokinni komu vitaskuld í ljós ótal vandamál. Fjölskyldur sundruðust þar sem einstakir meðlimir voru flokkaðir með ólíkum hætti. Þótt undirstöður kynþáttaflokkunarkerfisins ættu að teljast vísindalegar, var framkvæmdin í meira lagi matskennd. Þannig gripu embættismenn oft til hins svokallaða „blýantsprófs“, sem fólst í því að blýanti var stungið í hár manneskjunnar sem meta átti og hún látin halla sér fram. Ef blýanturinn hélst í hárinu var viðkomandi talinn svartur, en félli hann til jarðar var talið líklegra að um kynblending væri að ræða. Pólitískir hagsmunir stjórnvalda gátu kallað á tilslakanir í kerfinu. Réttindi fólks sem ættað var frá Asíu, einkum Indlandi, voru talsvert minni en hvítra Suður-Afríkubúa. Japönsk stjórnvöld voru hins vegar fremur vinveitt stjórnvöldum í Pretoríu. Eftir að samið var um stórfellda fjárfestingu nokkurra japanskra fyrirtækja í landinu snemma á sjöunda áratugnum, var því ákveðið að endurskilgreina meðlimi japanska þjóðarbrotsins í Suður-Afríku sem „heiðurs-hvíta“. Þar sem heimamönnum reyndist erfitt að greina á milli einstakra Austur-Asíuþjóða var fljótlega ákveðið að Kóreumenn og Kínverjar fengju sömu meðhöndlun.Kærunefnd kynþáttamála Skilvirk flokkunarkerfi kalla á möguleika á endurskoðun og íbúar Suður-Afríku áttu kost á að reyna að kæra sig á milli flokka. Fyrir því gátu verið búsetu- og atvinnuhagsmunir eða um blönduð hjónabönd væri að ræða. Almennt séð var auðvelt að fá tilfærslu úr „æðri“ kynþætti yfir í „óæðri“ – svo sem úr því að vera hvítur yfir í að teljast blandaður eða úr blönduðum í svartan. Þegar flutningurinn var í hina áttina vandaðist málið. Jafnvel þótt tækist að sannfæra endurskoðunarnefndina eða dómstóla, gat fólk ekki um frjálst höfuð strokið því alltaf var sú hætta fyrir hendi að málið væri endurskoðað. Enginn var óhultur fyrir njósnum samborgaranna. Þannig voru dæmi um að fólk lenti í lögregluyfirheyrslum og miklum vandræðum eftir að hafa sést á tali við fólk af öðrum kynþáttum, sem hnýsinn nágranni áleit skyldmenni í heimsókn. Fyrir vikið rofnuðu oft samskipti milli fjölskyldumeðlima sem flokkaðir höfðu verið í hverjir í sinn hópinn, þar sem fólk þorði ekki að heilsa á götu skyldmennum sem höfðu verið svo heppin að raðast í „æðri“ flokk, af ótta við að koma þeim í vandræði. Sandra Laing er prýðilegt dæmi um flokkaflakkara af þessu tagi. Þrátt fyrir að foreldrar hennar hafi fengið dómstóla til að skilgreina hana sem hvíta, var samfélagið ekki til í að samþykkja hana sem slíka. Aðeins fjórtán ára gömul varð hún ástfangin af þeldökkum manni. Síðar stakk hún af með honum og stofnaði fjölskyldu. Til að þau mættu búa saman, varð hún að sækja um að fá sig endurskilgreinda sem litaða. Í takti við annað í þessari ömurlegu sögu, varð þetta til þess að fjölskylda Söndru afneitaði henni. Þrátt fyrir að hafa reynt á eigin skinni fáránleika og ranglæti kynþáttafordóma, gátu foreldrarnir ekki umborið tilhugsunina um dóttir þeirra eignaðist börn með svörtum manni. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þann 10. mars árið 1966 var Sandra Laing, tíu ára skólastúlka í smábænum Piet Retief í Suður-Afríku, kölluð upp til skólastjórans. Á skrifstofu hans biðu tveir lögreglumenn sem fylgdu henni út af skólalóðinni. Skýringin var sú að skólanum höfðu borist kvartanir frá nokkrum foreldrum vegna Söndru litlu, sem væri dökk á hörund og mætti því ekki ganga í skóla sem ætlaður væri hvítum börnum í samræmi við aðskilnaðarstefnu stjórnvalda, Apartheid. Sandra Laing var að sönnu dökk yfirlitum, en vandinn var að foreldrar hennar voru það ekki. Laing-hjónin voru þvert á móti hvítir Suður-Afríkubúar af hollenskum uppruna, sem átt höfðu hvíta foreldra, afa og ömmur. Ekki var vitað um neina svarta forfeður. Þeim brá því nokkuð við þegar dóttirin reyndist hafa dökkt litaraft og reyndu að halda henni sem mest í skugga frá sólinni fyrstu árin. Með tímanum varð dökkt yfirbragðið hins vegar sífellt meira áberandi og hrokkið hárið sömuleiðis. Slúðrað var um að móðir Söndru hlyti að hafa haldið framhjá manni sínum, en blóðprufa þótti sanna faðernið með óyggjandi hætti. Niðurstaða vísindamanna var því sú að erfðaefni óþekkts svarts forföður hefði leynst í ættinni sem víkjandi gen, jafnvel í fjölmarga ættliði, en brotist svo fram með þessum kröftuga hætti. Fyrirbærið er velþekkt í erfðafræðinni og rannsóknir benda til að furðumikil blöndun hafi átt sér stað milli hvítra og svartra íbúa Suður-Afríku fyrst eftir að fyrrnefndi hópurinn lét á sér kræla á þeim slóðum.Húðlitur fyrir dómi Við tók flókinn málarekstur Laing-fjölskyldunnar sem rataði í tvígang alla leið upp í hæstarétt. Að lokum féllst rétturinn á að Sandra væri hvít í skilningi laganna og mætti búa í hverfi hvítra og sækja skóla þeirra. Þar með var þó ekki nema hálfur sigur unninn. Hver skólinn á fætur öðrum neitaði að innrita Söndru og foreldrar bönnuðu börnum sínum að umgangast hana. Hún var félagslega útskúfuð og umgekkst einna helst þeldökkt fólk sem gegndi þjónustustörfum í bænum. Sandra Laing var aðeins eitt af ótal fórnarlömbum kynþáttastefnunnar í Suður-Afríku. Allt frá því að Evrópumenn tóku að hreiðra um sig í landinu, höfðu ýmsar reglur gilt sem settu skorður við samskiptum kynþáttanna og sem miðuðu að því að tryggja drottnunarstöðu hvítra. Það var þó fyrst eftir kosningar árið 1948 að grímulaus aðskilnaðarstefna varð hin opinbera stefna ríkisvaldsins. Í kosningunum þetta ár komst Þjóðarflokkurinn til valda og átti eftir að halda um stjórnartaumana til ársins 1994 þegar allir íbúar landsins fengu loks kosningarétt. Þjóðarflokkurinn sótti í fyrstu fylgi sitt til efnaminni hvítra kjósenda, sem voru af hollensku bergi brotnir og töluðu hollenska blendingstungumálið Afrikaans.Apartheid var ætlað að ná til allra sviða þjóðfélagsins, allt frá því að skilyrða hvar einstakir hópar mættu búa og hvaða störfum þeir mættu sinna niður í smáatriði daglegs lífs, þar sem bekkir í almenningsgörðum eða vatnsvélar voru sérmerktar kynþáttum.Ótti við breytingar Þessi hópur upplifði valdaleysi gagnvart gömlu enskumælandi yfirstéttinni og fannst stöðu sinni ógnað á uppgangsárum síðari heimsstyrjaldar þegar efnahagslíf Suður-Afríku blés út. Stríður straumur af svörtu verkafólki lá til borganna, sem höfðu engan veginn undan vextinum. Margir hvítu íbúanna töldu sig því ekki njóta ávaxtanna af hagvextinum á sama tíma og láglaunaðir blökkumenn veittu þeim samkeppni um störfin og þrengdu að borgunum með sístækkandi fátækrahverfum á jaðrinum. Við þessu vildi Þjóðarflokkurinn bregðast með Apartheid-stefnu sinni. Markmiðið var að hindra að svartir íbúar landsins gætu keppt við hvíta um störf á ýmsum sviðum – þess í stað skyldu þeir gegna láglaunuðum verkamanna- og þjónustustörfum. Fjölda þeirra yrði jafnframt stillt í hóf í borgum landsins, þar sem þeir dveldust að jafnaði sem farandverkamenn, en fjölskyldur þeirra héldu til á fjarlægari svæðum. Réttlætingin fyrir þessu andstyggilega kerfi var sögð strangvísindaleg: að kynþáttum vegnaði best þegar þeir fengju að þróast án blöndunar og of mikilla samskipta við aðra. Þannig væri aðskilnaðurinn í raun hagsmunamál allra, ekki bara þeirra hvítu. Apartheid var ætlað að ná til allra sviða þjóðfélagsins, allt frá því að skilyrða hvar einstakir hópar mættu búa og hvaða störfum þeir mættu sinna niður í smáatriði daglegs lífs, þar sem bekkir í almenningsgörðum voru sérmerktir kynþáttum. Allri opinberri þjónustu var skipt niður í undirflokka. Þannig voru aðrir sjúkrabílar ætlaðir hvítum en svörtum og voru mörg dæmi um að fólk af öllum kynþáttum lést meðan beðið var eftir „réttum“ sjúkrabíl.Blýantsprófið Hjónabönd milli kynþátta voru bönnuð, sem og ástarsambönd og jafnvel kossar. Framkvæmd þeirra laga fylgdi mikið og flókið siðgæðiseftirlit. Íþróttakeppnir milli hvítra og svartra voru ekki beinlínis bannaðar, en þó illa séðar. Svona mætti lengi telja. Til að geta komið á aðskilnaði, þurfti fyrst að búa til flokkunarkerfi. Skilgreindir voru fjórir meginflokkar: hvítir, litaðir (eða blandaðir), fólk af asískum uppruna og svartir. Öllum landsmönnum bar að láta skrá sig og ganga með skilríki til að sýna fram á kynþátt sinn. Lágu refsingar við því að vera skilríkjalaus eða brjóta á annan hátt gegn reglunum, svo sem með því að vera á ferli í leyfisleysi í röngu hverfi. Að skráningu lokinni komu vitaskuld í ljós ótal vandamál. Fjölskyldur sundruðust þar sem einstakir meðlimir voru flokkaðir með ólíkum hætti. Þótt undirstöður kynþáttaflokkunarkerfisins ættu að teljast vísindalegar, var framkvæmdin í meira lagi matskennd. Þannig gripu embættismenn oft til hins svokallaða „blýantsprófs“, sem fólst í því að blýanti var stungið í hár manneskjunnar sem meta átti og hún látin halla sér fram. Ef blýanturinn hélst í hárinu var viðkomandi talinn svartur, en félli hann til jarðar var talið líklegra að um kynblending væri að ræða. Pólitískir hagsmunir stjórnvalda gátu kallað á tilslakanir í kerfinu. Réttindi fólks sem ættað var frá Asíu, einkum Indlandi, voru talsvert minni en hvítra Suður-Afríkubúa. Japönsk stjórnvöld voru hins vegar fremur vinveitt stjórnvöldum í Pretoríu. Eftir að samið var um stórfellda fjárfestingu nokkurra japanskra fyrirtækja í landinu snemma á sjöunda áratugnum, var því ákveðið að endurskilgreina meðlimi japanska þjóðarbrotsins í Suður-Afríku sem „heiðurs-hvíta“. Þar sem heimamönnum reyndist erfitt að greina á milli einstakra Austur-Asíuþjóða var fljótlega ákveðið að Kóreumenn og Kínverjar fengju sömu meðhöndlun.Kærunefnd kynþáttamála Skilvirk flokkunarkerfi kalla á möguleika á endurskoðun og íbúar Suður-Afríku áttu kost á að reyna að kæra sig á milli flokka. Fyrir því gátu verið búsetu- og atvinnuhagsmunir eða um blönduð hjónabönd væri að ræða. Almennt séð var auðvelt að fá tilfærslu úr „æðri“ kynþætti yfir í „óæðri“ – svo sem úr því að vera hvítur yfir í að teljast blandaður eða úr blönduðum í svartan. Þegar flutningurinn var í hina áttina vandaðist málið. Jafnvel þótt tækist að sannfæra endurskoðunarnefndina eða dómstóla, gat fólk ekki um frjálst höfuð strokið því alltaf var sú hætta fyrir hendi að málið væri endurskoðað. Enginn var óhultur fyrir njósnum samborgaranna. Þannig voru dæmi um að fólk lenti í lögregluyfirheyrslum og miklum vandræðum eftir að hafa sést á tali við fólk af öðrum kynþáttum, sem hnýsinn nágranni áleit skyldmenni í heimsókn. Fyrir vikið rofnuðu oft samskipti milli fjölskyldumeðlima sem flokkaðir höfðu verið í hverjir í sinn hópinn, þar sem fólk þorði ekki að heilsa á götu skyldmennum sem höfðu verið svo heppin að raðast í „æðri“ flokk, af ótta við að koma þeim í vandræði. Sandra Laing er prýðilegt dæmi um flokkaflakkara af þessu tagi. Þrátt fyrir að foreldrar hennar hafi fengið dómstóla til að skilgreina hana sem hvíta, var samfélagið ekki til í að samþykkja hana sem slíka. Aðeins fjórtán ára gömul varð hún ástfangin af þeldökkum manni. Síðar stakk hún af með honum og stofnaði fjölskyldu. Til að þau mættu búa saman, varð hún að sækja um að fá sig endurskilgreinda sem litaða. Í takti við annað í þessari ömurlegu sögu, varð þetta til þess að fjölskylda Söndru afneitaði henni. Þrátt fyrir að hafa reynt á eigin skinni fáránleika og ranglæti kynþáttafordóma, gátu foreldrarnir ekki umborið tilhugsunina um dóttir þeirra eignaðist börn með svörtum manni.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira