Rúmlega 20 milljarða búhnykkur fyrir ríkissjóð Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2016 19:09 Arðgreiðslur Landsbankans til ríkissjóðs á þessu ári voru vanmetnar um tuttugu og einn og hálfan milljarð króna í fjárlögum þessa árs. Bankastjóri Landsbankans segir að það sé stefna hans að vera arðgreiðslubanki og ríkið megi því vænta þess að yfir 80 prósent af árlegum arði hans renni í ríkissjóð. Það er óhætt að segja að rekstur viðskiptabankanna standi í miklum blóma þessi misserin. Samanlagður hagnaður þeirra á síðasta ári var 108 milljarðar króna og eigiðfé þess stærsta, Landsbannkans, var 264,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það er langt umfram viðmið Fjármálaeftirlitsins. Tekjur Landsbankans jukust töluvert í fyrra, ekki vegna hækkunar þjónustugjalda að sögn Steinþórs Pálssonar bankastjóra, heldur vegna aukinna umsvifa og hagstæðrar þróunar á fjármálamörkuðum. Hvað sem því líður hagnast ríkissjóður sem eigandi bankans á öllu saman. „Þetta var góður gangur hjá okkur á síðasta ári. Við erum að skila góðu uppgjöri. Það er aukning í tekjum, kostnaður er að lækka. Fjárhagsstaðan gríðarlega sterk, sem gerir það að verkum að við förum í það að leggja til (við aðalfund) að það verði greiddur mjög myndarlegur arður. Eða 28,5 milljarðar vegna síðasta árs,“ segir Steinþór. Sem er góður búhnykkur upp á 21,5 milljarð króna fyrir ríkissjóð en aðeins var gert ráð fyrir 7 milljörðum í arð frá bankanum í fjárlögum þessa árs. Að auki greiðir bankinn 13,1 milljarð króna í skatt vegna ársins í fyrra. Hagrætt hefur verið í bankanum og starfsólki fækkað um 65 þrátt fyrir sameiningu við tvo lífeyrissjóði. Bankinn greiðir nú 80 prósent hagnaðar og 10 prósent eiginfjár síns í arð. Bankastjórinn segir að stefnu bankans að vera arðgreiðslubanki fyrir eiganda sinn. Ríkissjóður getur því áfram vænst þess að fá góðan arð af bankanum á komandi árum. „Já, við reiknum með að borga stærri hluta hagnaðar í arð. Hagnaður hefur verið mjög mikill nú á síðustu árum. Við eigum þó frekar von á að hann lækki í ljósi þess að hluti af tekjum eru óreglulegir liðir sem við getum ekki reiknað okkur inn í framtíðina,“ segir Steinþór. Enda sé bankinn búinn að selja megnið af þeim fyrirtækjum sem hann fékk vegna hrunsins, þótt hann eigi enn um 15 milljarða í hlutabréfum í fyrirtækjum sem eftir eigi að selja. „Við eigum ennþá hlutabréfaeignir. Tæpa 30 milljarða í hlutabréfum en þar af er um helmingur eignir sem við eigum eftir að selja frá okkur,“ segir Steinþór. En bankinn eigi yfirleitt ekki meira en 20% hlut í þeim fyrirtækjum sem hann eigi eftir að selja. Þar megi nefna FSÍ (Fjárfestingasjóð Íslands), Stoðir sem byggi á erlendri eign og svo Eyri. Borgunarmálið Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Arðgreiðslur Landsbankans til ríkissjóðs á þessu ári voru vanmetnar um tuttugu og einn og hálfan milljarð króna í fjárlögum þessa árs. Bankastjóri Landsbankans segir að það sé stefna hans að vera arðgreiðslubanki og ríkið megi því vænta þess að yfir 80 prósent af árlegum arði hans renni í ríkissjóð. Það er óhætt að segja að rekstur viðskiptabankanna standi í miklum blóma þessi misserin. Samanlagður hagnaður þeirra á síðasta ári var 108 milljarðar króna og eigiðfé þess stærsta, Landsbannkans, var 264,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það er langt umfram viðmið Fjármálaeftirlitsins. Tekjur Landsbankans jukust töluvert í fyrra, ekki vegna hækkunar þjónustugjalda að sögn Steinþórs Pálssonar bankastjóra, heldur vegna aukinna umsvifa og hagstæðrar þróunar á fjármálamörkuðum. Hvað sem því líður hagnast ríkissjóður sem eigandi bankans á öllu saman. „Þetta var góður gangur hjá okkur á síðasta ári. Við erum að skila góðu uppgjöri. Það er aukning í tekjum, kostnaður er að lækka. Fjárhagsstaðan gríðarlega sterk, sem gerir það að verkum að við förum í það að leggja til (við aðalfund) að það verði greiddur mjög myndarlegur arður. Eða 28,5 milljarðar vegna síðasta árs,“ segir Steinþór. Sem er góður búhnykkur upp á 21,5 milljarð króna fyrir ríkissjóð en aðeins var gert ráð fyrir 7 milljörðum í arð frá bankanum í fjárlögum þessa árs. Að auki greiðir bankinn 13,1 milljarð króna í skatt vegna ársins í fyrra. Hagrætt hefur verið í bankanum og starfsólki fækkað um 65 þrátt fyrir sameiningu við tvo lífeyrissjóði. Bankinn greiðir nú 80 prósent hagnaðar og 10 prósent eiginfjár síns í arð. Bankastjórinn segir að stefnu bankans að vera arðgreiðslubanki fyrir eiganda sinn. Ríkissjóður getur því áfram vænst þess að fá góðan arð af bankanum á komandi árum. „Já, við reiknum með að borga stærri hluta hagnaðar í arð. Hagnaður hefur verið mjög mikill nú á síðustu árum. Við eigum þó frekar von á að hann lækki í ljósi þess að hluti af tekjum eru óreglulegir liðir sem við getum ekki reiknað okkur inn í framtíðina,“ segir Steinþór. Enda sé bankinn búinn að selja megnið af þeim fyrirtækjum sem hann fékk vegna hrunsins, þótt hann eigi enn um 15 milljarða í hlutabréfum í fyrirtækjum sem eftir eigi að selja. „Við eigum ennþá hlutabréfaeignir. Tæpa 30 milljarða í hlutabréfum en þar af er um helmingur eignir sem við eigum eftir að selja frá okkur,“ segir Steinþór. En bankinn eigi yfirleitt ekki meira en 20% hlut í þeim fyrirtækjum sem hann eigi eftir að selja. Þar megi nefna FSÍ (Fjárfestingasjóð Íslands), Stoðir sem byggi á erlendri eign og svo Eyri.
Borgunarmálið Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira