Curry jafnaði met og bætti annað í mögnuðum sigri | Öll úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. febrúar 2016 11:00 Ótrúlegur. Vísir/Getty Stephen Curry jafnaði met í NBA-deildinni í nótt þegar hann hitti úr 12 þriggja stiga skotum í sama leik í 121-118 sigri Golden State Warriors gegn Oklahoma City Thunder. Síðasta þriggja stiga karfa Curry kom þegar 0,6 sekúnda var eftir í framlengingunni en hann hefur nú hitt úr þriggja stiga skoti í 129 leikjum í röð í NBA-deildinni sem er nýtt met. Kevin Durant og Russell Westbrook gerðu hvað sem þeir gátu til þess að halda Oklahoma inn í leiknum. Þurfti að grípa til framlengingar til að útkljá leikinn en í framlengunni náðu Warriors að stela sigrinum með sigurkörfu Curry sem var nær miðjunni en þriggja stiga línunni. Þetta var 53. sigur Warriors í vetur sem halda áfram að gera atlögu að meti Chicago Bulls-liðsins sem vann 72 leiki tímabilið 1995-1996 en sigurkörfu Curry má sjá hér fyrir neðan.Bulls tapaði þrátt fyrir stórleik Gasol.Vísir/GettyPau Gasol lauk leik með þrefalda tvennu hjá Chicago Bulls en hann gat ekki komið í veg fyrir tap Chicago Bulls sem sakna nokkurra lykilmanna gegn Portland Trailblazers í nótt. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland, var sjóðheitur í kvöld og lauk leiknum með 31 stig en þetta var sextándi sigur Portland í síðustu tuttugu leikjum. Gasol lauk leiknum með 22 stig, 16 fráköst og 14 stoðsendingar. San Antonio Spurs vann í nótt 50. leik sinn í vetur gegn Houston Rockets á útivelli í kvöld 104-94 en með því varð San Antonio Spurs-liðið sjöunda lið sögunnar sem vinnur 50 af fyrstu 60 leikjum tímabilsins. Leikmenn Spurs tóku nítján stiga forskot inn í fjórða leikhlutann og gat þjálfari liðsins leyft sér að hvíla leikmenn á lokasprettinum. Þá vann Phoenix Suns loksins körfuboltaleik eftir þrettán leikja taphrinu en liðið vann fimm stiga sigur á Memphis Grizzlies á heimavelli en þetta var fyrsti sigur liðsins í febrúar.Úrslit kvöldsins: Boston Celtics 101-89 Miami Heat New Orleans Pelicans 110-112 Minnesota Timberwolves Chicago Bulls 95-103 Portland Trailblazers Houston Rockets 94-104 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 91-102 Detroit Pistons Oklahoma City Thunder 118-121 Golden State Warriors Phoenix Suns 111-106 Memphis Grizzlies Utah Jazz 96-98 Brooklyn NetsBestu tilþrif gærkvöldsins: Sigurkarfan hjá Curry: Þreföld tvenna hjá Pau Gasol: NBA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Stephen Curry jafnaði met í NBA-deildinni í nótt þegar hann hitti úr 12 þriggja stiga skotum í sama leik í 121-118 sigri Golden State Warriors gegn Oklahoma City Thunder. Síðasta þriggja stiga karfa Curry kom þegar 0,6 sekúnda var eftir í framlengingunni en hann hefur nú hitt úr þriggja stiga skoti í 129 leikjum í röð í NBA-deildinni sem er nýtt met. Kevin Durant og Russell Westbrook gerðu hvað sem þeir gátu til þess að halda Oklahoma inn í leiknum. Þurfti að grípa til framlengingar til að útkljá leikinn en í framlengunni náðu Warriors að stela sigrinum með sigurkörfu Curry sem var nær miðjunni en þriggja stiga línunni. Þetta var 53. sigur Warriors í vetur sem halda áfram að gera atlögu að meti Chicago Bulls-liðsins sem vann 72 leiki tímabilið 1995-1996 en sigurkörfu Curry má sjá hér fyrir neðan.Bulls tapaði þrátt fyrir stórleik Gasol.Vísir/GettyPau Gasol lauk leik með þrefalda tvennu hjá Chicago Bulls en hann gat ekki komið í veg fyrir tap Chicago Bulls sem sakna nokkurra lykilmanna gegn Portland Trailblazers í nótt. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland, var sjóðheitur í kvöld og lauk leiknum með 31 stig en þetta var sextándi sigur Portland í síðustu tuttugu leikjum. Gasol lauk leiknum með 22 stig, 16 fráköst og 14 stoðsendingar. San Antonio Spurs vann í nótt 50. leik sinn í vetur gegn Houston Rockets á útivelli í kvöld 104-94 en með því varð San Antonio Spurs-liðið sjöunda lið sögunnar sem vinnur 50 af fyrstu 60 leikjum tímabilsins. Leikmenn Spurs tóku nítján stiga forskot inn í fjórða leikhlutann og gat þjálfari liðsins leyft sér að hvíla leikmenn á lokasprettinum. Þá vann Phoenix Suns loksins körfuboltaleik eftir þrettán leikja taphrinu en liðið vann fimm stiga sigur á Memphis Grizzlies á heimavelli en þetta var fyrsti sigur liðsins í febrúar.Úrslit kvöldsins: Boston Celtics 101-89 Miami Heat New Orleans Pelicans 110-112 Minnesota Timberwolves Chicago Bulls 95-103 Portland Trailblazers Houston Rockets 94-104 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 91-102 Detroit Pistons Oklahoma City Thunder 118-121 Golden State Warriors Phoenix Suns 111-106 Memphis Grizzlies Utah Jazz 96-98 Brooklyn NetsBestu tilþrif gærkvöldsins: Sigurkarfan hjá Curry: Þreföld tvenna hjá Pau Gasol:
NBA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira