Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2016 11:15 Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir landbúnaðarráðherra Sigurð Inga Jóhannsson fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna sem samþykktir voru á dögunum. Þá segir hún einnig að nefnd ráðherra, sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hafi aldrei komið saman.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði veriðÞetta kom fram í máli Ragnheiðar á Sprengisandi í morgun þar sem búvörusamningarnir voru meðal annars ræddir. Þeir hafa verið umdeildir, ekki síst meðal stjórnarþingmanna sem hafa gagnrýnt þá í ræðu og riti síðastliðna viku. Í það minnsta tveir þeirra haf sagt opinberlega að búvörusamninganir munu kosta íslenska skattgreiðendur tugi milljarða á næstu árum, en ávinningurinn fyrir almenning sé óljós.Eins og Stöð2 greindi frá á dögunum aukast útgjöld ríkisins um rúmar 900 milljónir og verða um 14 milljarðar á næsta ári samkvæmt nýjum búvörusamningum. Ragnheiður, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þann 20. febrúar að hún myndi aldrei samþykkja slíkan samning á Alþingi Íslendinga. Flokksbróðir hennar Vilhjálmur Bjarnason tók í sama streng og sagðist ekki geta stutt þá. „Þetta er ekki til að bæta velferð heildarinnar og tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda sem best eru settir en í heildina er þetta dálítil trygging á óbreyttu ástandi,“ sagði Vilhjálmur.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningSkipuð í nefnd sem kom aldrei saman Ragnheiður reifaði aðdraganda samninganna og skipun nefndar, sem hún var tilnefnd í en kom aldrei saman, á Sprengisandi í dag. „Ef ég man rétt þá í október 2014 fengu allir þingflokkar bréf frá ráðherra [Sigurði Inga] um að skipa fulltrúa sína í nefnd um búvörusamninga. Að minnsta kom sú tillaga inn til okkar sjálfstæðismanna og flokkurinn skipaði Harald Benediktsson og Ragnheiði Ríkharðsdóttur í þá nefnd. En sú nefnd var aldrei kölluð saman og ekki get ég svarað af hverju,“ segir Ragnheiður sem þykir það harla óeðlilegt í ljósi „kröfu samtímans“ um aukið samráð og opið og gegnsætt ákvarðanatökuferli. Spjall þeirra Sigurjóns M. Egilssonar, Ragnheiðar og Svandísar Svavarsdóttur má heyra hér að ofan. Búvörusamningar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir landbúnaðarráðherra Sigurð Inga Jóhannsson fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna sem samþykktir voru á dögunum. Þá segir hún einnig að nefnd ráðherra, sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hafi aldrei komið saman.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði veriðÞetta kom fram í máli Ragnheiðar á Sprengisandi í morgun þar sem búvörusamningarnir voru meðal annars ræddir. Þeir hafa verið umdeildir, ekki síst meðal stjórnarþingmanna sem hafa gagnrýnt þá í ræðu og riti síðastliðna viku. Í það minnsta tveir þeirra haf sagt opinberlega að búvörusamninganir munu kosta íslenska skattgreiðendur tugi milljarða á næstu árum, en ávinningurinn fyrir almenning sé óljós.Eins og Stöð2 greindi frá á dögunum aukast útgjöld ríkisins um rúmar 900 milljónir og verða um 14 milljarðar á næsta ári samkvæmt nýjum búvörusamningum. Ragnheiður, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þann 20. febrúar að hún myndi aldrei samþykkja slíkan samning á Alþingi Íslendinga. Flokksbróðir hennar Vilhjálmur Bjarnason tók í sama streng og sagðist ekki geta stutt þá. „Þetta er ekki til að bæta velferð heildarinnar og tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda sem best eru settir en í heildina er þetta dálítil trygging á óbreyttu ástandi,“ sagði Vilhjálmur.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningSkipuð í nefnd sem kom aldrei saman Ragnheiður reifaði aðdraganda samninganna og skipun nefndar, sem hún var tilnefnd í en kom aldrei saman, á Sprengisandi í dag. „Ef ég man rétt þá í október 2014 fengu allir þingflokkar bréf frá ráðherra [Sigurði Inga] um að skipa fulltrúa sína í nefnd um búvörusamninga. Að minnsta kom sú tillaga inn til okkar sjálfstæðismanna og flokkurinn skipaði Harald Benediktsson og Ragnheiði Ríkharðsdóttur í þá nefnd. En sú nefnd var aldrei kölluð saman og ekki get ég svarað af hverju,“ segir Ragnheiður sem þykir það harla óeðlilegt í ljósi „kröfu samtímans“ um aukið samráð og opið og gegnsætt ákvarðanatökuferli. Spjall þeirra Sigurjóns M. Egilssonar, Ragnheiðar og Svandísar Svavarsdóttur má heyra hér að ofan.
Búvörusamningar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira