Viðskipti erlent

Varar við annarri fjármálakreppu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Mervyn King, fyrrum seðlabankastjóri Bretlands.
Mervyn King, fyrrum seðlabankastjóri Bretlands.
Fyrrum seðlabankastjóri Englandsbanka, Mervyn King, varar við að von sé á annarri fjármálakreppu sem muni komi fyrr frekar en síðar. BBC greinir frá þessu.

King sem lét af störfum árið 2013 segir að þörf sé á endurskoðun á peningakerfinu og bankakerfinu. Hann segir í bókinni The End of Alchemy: Money, Banking and the Future of the Global Economy að ef ekki náist að takast á við ójafnvægi í alþjóðahagkerfinu sé líklegt að önnur fjármálakreppa skelli á í bráð.

Í bókinni segir hann að fjármálakreppan árið 2008 hafi verið afleiðing fjármálakerfisins sem heild, en ekki einstakra bankamanna. Því sé þörf á verulegum breytingum til að koma í veg fyrir kreppu á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×